Leiðarahöfundur missir marks Þorsteinn Víglundsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Óli Kristján Ármannsson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, skýtur í gær föstum skotum á Samtök atvinnulífsins en því miður fyrir blaðamanninn missa þau marks. Höfundur sakar SA um óheilindi og undanbrögð í því mikilvæga verkefni að kveða niður verðbólgu á Íslandi, koma á efnahagslegum stöðugleika, auka kaupmátt landsmanna og bæta almenn lífskjör. Því fer víðs fjarri en til að markmiðin náist þarf samstillt átak fyrirtækja, launafólks og stjórnvalda. Í aðdraganda kjarasamninga síðasta haust fór fram mikil greiningarvinna af hálfu allra aðila vinnumarkaðarins. Niðurstaðan var skýr og leiddi í ljós nauðsyn þess að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Jafnframt blasti við að farsælla væri að hækka laun hóflega á löngum tíma til að tryggja stöðugt verðlag, stöðugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og vaxandi kaupmátt fólks. Íslenska leiðin hefur hins vegar oftast falist í háum prósentuhækkunum launa og meðfylgjandi mikilli verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir heimili og fyrirtæki. Samband launahækkana og verðbólgu er margsannað og viðurkennt úti um allan heim þó svo að leiðarahöfundur Fréttablaðsins telji önnur lögmál gilda.Bera ríka ábyrgð Eftir hrun lækkuðu stjórnendur mest allra í launum en launahækkanir þeirra síðastliðið ár voru ekki fyrirséðar og valda bæði vonbrigðum og áhyggjum. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta ekki undanskilið sjálfa sig í þeim breytingum sem verið er að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði. Heildarlaun stjórnenda hafa þó þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði sem hafa hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Þessar tölur breyta ekki stóra viðfangsefninu en leita verður annarra leiða til að endurreisa traust á þá vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins eru í en að vekja upp að nýju víxlhækkanir launa og verðlags. Þar bera stjórnendur ríka ábyrgð og þurfa að leiða með góðu fordæmi. Á tímabilinu 2006-2013 var lögð áhersla á að hækka lægstu laun umfram önnur með sérstökum krónutöluhækkunum – alls sex sinnum. Fullyrðingar leiðarahöfundar um að launabil sé að aukast eiga ekki við rök að styðjast. Tillaga hans um að horfa á krónutöluhækkanir frekar en prósentur hefur ítrekað verið reynd á undanförnum árum en þegar upp er staðið hefur hlutfallsleg hækkun allra launahópa verið svipuð og sambærileg við hlutfallslega breytingu lægstu launa. Launahlutföll eru tregbreytanleg eins og þessi reynsla sýnir glöggt. Verkalýðsfélög hafa einnig verið algjörlega andvíg krónutöluhækkunum þegar kemur að gerð þeirra hundruða kjarasamninga sem gerðir eru í kjölfar kjarasamninga SA og aðildarsamtaka ASÍ. Í því samhengi má nefna sem dæmi kjarasamning SA fyrir hönd Elkem við samflot nokkurra verkalýðsfélaga.Árangur hefur þegar náðst Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum að SA hafi sett fram sjónarmið sín í auglýsingum, þó svo að verkalýðshreyfingin hafi nýtt sér þá leið til fjölda ára. Þeir sem eru ósammála nálgun SA hafa sagt að með þeim sé ábyrgð á verðlagsþróun alfarið varpað á launþega en gleyma áberandi auglýsingum og hvatningum Samtaka atvinnulífsins til fyrirtækja um að halda aftur af verðlagi. Stjórnendur hafa axlað þá ábyrgð eins og verðlagsþróun undanfarins árs ber glöggt merki um en verðbólga hefur nú verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans undanfarna sex mánuði og árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis nemur nú um 1,4%. Verðbólga hefur ekki verið minni í sjö ár. Árangur í kjölfar síðustu kjarasamninga hefur þegar náðst, verðbólga er komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og kaupmáttur launa eykst. Það er mikilvægt að byggja á þessum grunni og SA munu halda áfram að vinna að því af fullum heilindum að bæta lífskjör á Íslandi með því að gera skynsama kjarasamninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, skýtur í gær föstum skotum á Samtök atvinnulífsins en því miður fyrir blaðamanninn missa þau marks. Höfundur sakar SA um óheilindi og undanbrögð í því mikilvæga verkefni að kveða niður verðbólgu á Íslandi, koma á efnahagslegum stöðugleika, auka kaupmátt landsmanna og bæta almenn lífskjör. Því fer víðs fjarri en til að markmiðin náist þarf samstillt átak fyrirtækja, launafólks og stjórnvalda. Í aðdraganda kjarasamninga síðasta haust fór fram mikil greiningarvinna af hálfu allra aðila vinnumarkaðarins. Niðurstaðan var skýr og leiddi í ljós nauðsyn þess að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Jafnframt blasti við að farsælla væri að hækka laun hóflega á löngum tíma til að tryggja stöðugt verðlag, stöðugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og vaxandi kaupmátt fólks. Íslenska leiðin hefur hins vegar oftast falist í háum prósentuhækkunum launa og meðfylgjandi mikilli verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir heimili og fyrirtæki. Samband launahækkana og verðbólgu er margsannað og viðurkennt úti um allan heim þó svo að leiðarahöfundur Fréttablaðsins telji önnur lögmál gilda.Bera ríka ábyrgð Eftir hrun lækkuðu stjórnendur mest allra í launum en launahækkanir þeirra síðastliðið ár voru ekki fyrirséðar og valda bæði vonbrigðum og áhyggjum. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta ekki undanskilið sjálfa sig í þeim breytingum sem verið er að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði. Heildarlaun stjórnenda hafa þó þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði sem hafa hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Þessar tölur breyta ekki stóra viðfangsefninu en leita verður annarra leiða til að endurreisa traust á þá vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins eru í en að vekja upp að nýju víxlhækkanir launa og verðlags. Þar bera stjórnendur ríka ábyrgð og þurfa að leiða með góðu fordæmi. Á tímabilinu 2006-2013 var lögð áhersla á að hækka lægstu laun umfram önnur með sérstökum krónutöluhækkunum – alls sex sinnum. Fullyrðingar leiðarahöfundar um að launabil sé að aukast eiga ekki við rök að styðjast. Tillaga hans um að horfa á krónutöluhækkanir frekar en prósentur hefur ítrekað verið reynd á undanförnum árum en þegar upp er staðið hefur hlutfallsleg hækkun allra launahópa verið svipuð og sambærileg við hlutfallslega breytingu lægstu launa. Launahlutföll eru tregbreytanleg eins og þessi reynsla sýnir glöggt. Verkalýðsfélög hafa einnig verið algjörlega andvíg krónutöluhækkunum þegar kemur að gerð þeirra hundruða kjarasamninga sem gerðir eru í kjölfar kjarasamninga SA og aðildarsamtaka ASÍ. Í því samhengi má nefna sem dæmi kjarasamning SA fyrir hönd Elkem við samflot nokkurra verkalýðsfélaga.Árangur hefur þegar náðst Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum að SA hafi sett fram sjónarmið sín í auglýsingum, þó svo að verkalýðshreyfingin hafi nýtt sér þá leið til fjölda ára. Þeir sem eru ósammála nálgun SA hafa sagt að með þeim sé ábyrgð á verðlagsþróun alfarið varpað á launþega en gleyma áberandi auglýsingum og hvatningum Samtaka atvinnulífsins til fyrirtækja um að halda aftur af verðlagi. Stjórnendur hafa axlað þá ábyrgð eins og verðlagsþróun undanfarins árs ber glöggt merki um en verðbólga hefur nú verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans undanfarna sex mánuði og árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis nemur nú um 1,4%. Verðbólga hefur ekki verið minni í sjö ár. Árangur í kjölfar síðustu kjarasamninga hefur þegar náðst, verðbólga er komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og kaupmáttur launa eykst. Það er mikilvægt að byggja á þessum grunni og SA munu halda áfram að vinna að því af fullum heilindum að bæta lífskjör á Íslandi með því að gera skynsama kjarasamninga.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar