Lítið um stórar Hollywood-sprengjur Haraldur Guðmundsson skrifar 20. ágúst 2014 10:00 Árið 2012 unnu íslensk framleiðslufyrirtæki við mörg stór erlend verkefni eins og kvikmyndirnar Noah og Oblivion og þættina Game of Thrones. Vísir/Vilhelm „Það hefur ekki verið jafn mikið af stórum verkefnum í ár eins og 2012 þegar hingað komu jafn mörg kvikmyndaver og Norðurlöndin höfðu þá fengið yfir nokkur ár á undan. Árið verður þó að teljast ágætt miðað við þau verkefni sem eru í skoðun fyrir haustið og veturinn,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. Einar fer fyrir verkefninu Film in Iceland sem hefur það markmið að kynna Ísland sem ákjósanlegan tökustað fyrir framleiðendum erlendra kvikmynda- og sjónvarpsþátta og lög um tuttugu prósenta endurgreiðslu af framleiðslukostnaði vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Endurgreiðslan er að sögn Einars mikilvægur þáttur í að laða hingað erlend kvikmyndaver en hann bendir einnig á aðra áhrifaþætti. „Það sem skiptir öllu máli er að fyrirtækin sem þjónusta kvikmyndaverin hér geri það vel. Það hafa þau gert hingað til enda hafa þessir aðilar komið aftur og aftur. Varðandi endurgreiðsluna þá er mikilvægt að hún sé unnin fljótt og örrugglega. Þá eru þessir erlendu framleiðendur hamingjusamir því þetta snýst allt um að vera ekki með peningana í biðstöðu,“ segir Einar. Hann segir íslensk framleiðslufyrirtæki, á borð við Pegasus, Sagafilm og TrueNorth, hafa stofnað einkahlutafélög utan um þau verkefni þar sem óskað er eftir endurgreiðslu. „Þegar kvikmyndin Oblivion var tekin upp hér á landi var stofnað sérstakt fyrirtæki í kringum þá framleiðslu. Þá er allur rekstur keyrður í gegnum fyrirtækið og það svo gert upp þegar verkefninu lýkur og fyrirtækinu er lokað.“Einar Hansen Tómasson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu.Norðmenn skoða íslenska kerfið Einar segir framleiðslufyrirtækin hér á landi hafa fengið meira af verkefnum frá Evrópu á þessu ári en oft áður. „Hingað hafa komið verkefni frá Bretlandi, Noregi, Þýskalandi og Danmörku. Það er jákvæð þróun að þau séu ekki bara að koma frá Bandaríkjunum,“ segir Einar og bætir við að Ísland sé miðpunkturinn í nýrri þýskri sjónvarpsmynd sem var tekin upp hér í sumar. „En þetta er kvikur bransi. Þú getur aldrei stólað á neitt fyrr en menn eru mættir á tökustað. Það sem skiptir öllu máli er að umhverfið sé gott fyrir þessa aðila og að það sé hagkvæmt að koma til Íslands. Þetta snýst um traust. Þessi erlendu verkefni eru auðvitað gríðarlega mikilvæg því þetta er það sem veitir íslenskum kvikmyndagerðarmönnum verkefni á milli þeirra íslensku,“ segir Einar. Hann segir samkeppnina um athygli erlendra stórfyrirtækja á borð við Warner Brothers og Twentieth Century Fox fara harðnandi. Önnur lönd hafi þegar ákveðið að endurgreiða meira en 20 prósent. „Nú eru Norðmenn að íhuga það alvarlega að taka upp endurgreiðslu sem verði byggð á okkar kerfi. Ég hef fengið fjölmörg símtöl frá aðilum í Noregi sem eru áhugasamir um íslenska kerfið og menningarmálaráðherrann þar hefur talað um að hann vilji setja svona kerfi af stað. Það er því mjög mikilvægt að stjórnvöld séu á tánum hvað þetta varðar.“Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri TrueNorth.Aðsend myndGjaldeyrishöftin flækja hlutina Fjölmiðlar greindu nýverið frá því að leikstjórarnir og systkinin Andy og Lana Wachowski, sem eru þekktust fyrir Matrix-þríleikinn, hafi valið Ísland sem einn af tökustöðum nýrrar tíu þátta sjónvarpsseríu Netflix sem mun heita Sense8. Tökur hér eiga samkvæmt heimildum að hefjast í lok þessa mánaðar og standa til 6. september. True North mun sjá um tökur á þeim hluta þáttanna sem gerist hér á landi. „Sumarið hefur meira og minna farið í undirbúning fyrir þessa þætti. Við unnum við annað verkefni systkinanna, kvikmyndina Jupiter Ascending, á síðasta ári. Þau voru svo hrifin af því myndefni sem þau fengu að þau ákváðu að skrifa Ísland inn í þættina,“ segir Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri TrueNorth. Árið 2012 kom fyrirtækið að gerð fjögurra stórmynda frá Hollywood; Noah, The Secret Life of Walter Mitty, Oblivion og Thor: The Dark World. „Það var náttúrulega einstakt og ég á ekki von á öðru eins ári hérna aftur. Það þykir gott ef öll framleiðslufyrirtækin eru með svo mikið samanlagt. En útlitið fyrir þetta ár er ágætt. Það eru ýmsir að spá og spekúlera og maður vonar alltaf það besta,“ segir Helga. Hún segir gjaldeyrishöftin og flækjustig sem þeim fylgi stærstu áskoranirnar í rekstrinum . „Í fyrsta lagi eru útlendingar ennþá smeykir við að koma með peninga til landsins því þeir vilja ekki sitja fastir með þá hér hér út af höftunum. Í öðru lagi tekur alltof langan tíma að koma peningum aftur út í þeim tilvikum þar sem kvikmyndaverin hafa viljað vera örugg og sent okkur meiri pening en framleiðslan kostaði á endanum. Þá situr eftir aukapeningur hér sem þarf að rata aftur til síns heima.“ Helga segir samskiptin við Seðlabankann vegna þessa hafa verið tímafrek enda sé regluverkið þungt. „En bankinn er auðvitað bara að fylgja regluverkinu. En það gerir það að verkum að þetta er alltof hægt. Þetta flækjustig gerir það að verkum að menn eru hikandi við að senda peninga til landsins.“ Spurð hvort hún þekki dæmi um að erlend kvikmyndaver hafi hætt við að koma hingað til lands vegna haftanna segir Helga að erfitt sé að segja til um það. „Maður veit ekki alltaf af hverju verkefnin rata ekki hingað til lands.“Árni Björn Helgason, framkvæmdastjóri erlendra verkefna hjá Sagafilm.Rólegt sumar hjá Sagafilm „Þetta sumar hefur verið rólegra en sumarið í fyrra en við erum búin að taka upp þrjá Travel Channel-þætti og það er ýmislegt í pípunum,“ segir Árni Björn Helgason, framkvæmdastjóri erlendra verkefna hjá Sagafilm. Hann bendir á að fyrirtækið sé bundið trúnaði varðandi þau verkefni sem eru í skoðun. Fyrirtækið búist hins vegar við að fá einhver erlend verkefni í haust og vetur. „Þessar tvær sprengingar sem við sáum 2012 og 2013 voru að mínu mati frávik frá því sem við eigum að þekkja. TrueNorth átti 2012 og ég myndi segja að við höfum átt seinna sumarið með myndum eins og Interstellar og Pawn Sacrifice. Núna í sumar var ágætt að gera hjá Pegasus og ég tel að þetta sé árið þeirra,“ segir Árni og heldur áfram: „En ég er að vona að það sé kominn stöðugleiki í þetta og að það verði meira að gera jafnt og þétt yfir árið. Að það komi ekki svona risasprengingar sem bókstaflega valta yfir okkur.“ Starfsmenn Sagafilm unnu við þrjár erlendar kvikmyndir á síðasta ári. Stórmyndin Interstellar, í leikstjórn Christophers Nolan, var tekin upp haustið 2013 og hingað komu einnig tökulið til að skjóta Pawn Sacrifice, þar sem Tobey Maguire leikur skákmeistarann og Íslandsvininn Bobby Fischer, og hryllingsgamanmyndina Dead Snow 2: Red vs. Dead. Árni bendir á, eins og Einar hjá Íslandsstofu, að verkefnin sem Sagafilm og önnur framleiðslufyrirtæki eltast við eru aldrei í höfn fyrr en starfsmenn erlendu fyrirtækjanna lenda á Keflavíkurflugvelli. „Þegar James Bond-myndin Die Another Day var tekin upp hérna þá var Fjallsárlónið ekki frosið viku áður en tökur áttu að hefjast. Þá var strax farið í að skoða aðra staði í öðrum löndum.“ Árni segir endurgreiðslukerfið hér almennt fá góð viðbrögð frá stjórnendum kvikmyndavera og þá sérstaklega vegna þess hversu gagnsætt og einfalt það sé. „Aftur á móti má alltaf bæta kerfið. Við erum við að keppa við staði sem eru með 25 prósent og alls konar aðra hvata.“Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri Pegasusar.Unnu við Fortitude og Halo Pegasus kom í sumar að gerð bandarísku sjónvarpsþáttanna Halo: Nightfall, sem eru framleiddir af Scott Free Productions, framleiðslufyrirtæki leikstjórans Ridleys Scott. Fyrirtækið hélt einnig utan um tökur breska sjónvarpsrisans Sky á þáttunum Fortitude. Þættirnir voru teknir upp í Fjarðabyggð og með aðalhlutverk fara þeir Stanley Tucci og Michael Gambon. „Hjá okkur var sprenging þetta árið. Við vorum með Fortitude-verkefnið frá janúar til júní. Svo tók Halo við með tökum á stöðum í um klukkutíma radíus frá Reykjavík. Svo eru verkefni í skoðun sem ég get ekki talað um,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri Pegasusar. „Þetta sveiflast til og frá eftir fyrirtækjum. En það kom kannski enginn Tom Cruise til landsins í ár. Veturinn lítur ágætlega út þó það sé ekkert staðfest ennþá,“ segir Lilja. Game of Thrones Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Það hefur ekki verið jafn mikið af stórum verkefnum í ár eins og 2012 þegar hingað komu jafn mörg kvikmyndaver og Norðurlöndin höfðu þá fengið yfir nokkur ár á undan. Árið verður þó að teljast ágætt miðað við þau verkefni sem eru í skoðun fyrir haustið og veturinn,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. Einar fer fyrir verkefninu Film in Iceland sem hefur það markmið að kynna Ísland sem ákjósanlegan tökustað fyrir framleiðendum erlendra kvikmynda- og sjónvarpsþátta og lög um tuttugu prósenta endurgreiðslu af framleiðslukostnaði vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Endurgreiðslan er að sögn Einars mikilvægur þáttur í að laða hingað erlend kvikmyndaver en hann bendir einnig á aðra áhrifaþætti. „Það sem skiptir öllu máli er að fyrirtækin sem þjónusta kvikmyndaverin hér geri það vel. Það hafa þau gert hingað til enda hafa þessir aðilar komið aftur og aftur. Varðandi endurgreiðsluna þá er mikilvægt að hún sé unnin fljótt og örrugglega. Þá eru þessir erlendu framleiðendur hamingjusamir því þetta snýst allt um að vera ekki með peningana í biðstöðu,“ segir Einar. Hann segir íslensk framleiðslufyrirtæki, á borð við Pegasus, Sagafilm og TrueNorth, hafa stofnað einkahlutafélög utan um þau verkefni þar sem óskað er eftir endurgreiðslu. „Þegar kvikmyndin Oblivion var tekin upp hér á landi var stofnað sérstakt fyrirtæki í kringum þá framleiðslu. Þá er allur rekstur keyrður í gegnum fyrirtækið og það svo gert upp þegar verkefninu lýkur og fyrirtækinu er lokað.“Einar Hansen Tómasson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu.Norðmenn skoða íslenska kerfið Einar segir framleiðslufyrirtækin hér á landi hafa fengið meira af verkefnum frá Evrópu á þessu ári en oft áður. „Hingað hafa komið verkefni frá Bretlandi, Noregi, Þýskalandi og Danmörku. Það er jákvæð þróun að þau séu ekki bara að koma frá Bandaríkjunum,“ segir Einar og bætir við að Ísland sé miðpunkturinn í nýrri þýskri sjónvarpsmynd sem var tekin upp hér í sumar. „En þetta er kvikur bransi. Þú getur aldrei stólað á neitt fyrr en menn eru mættir á tökustað. Það sem skiptir öllu máli er að umhverfið sé gott fyrir þessa aðila og að það sé hagkvæmt að koma til Íslands. Þetta snýst um traust. Þessi erlendu verkefni eru auðvitað gríðarlega mikilvæg því þetta er það sem veitir íslenskum kvikmyndagerðarmönnum verkefni á milli þeirra íslensku,“ segir Einar. Hann segir samkeppnina um athygli erlendra stórfyrirtækja á borð við Warner Brothers og Twentieth Century Fox fara harðnandi. Önnur lönd hafi þegar ákveðið að endurgreiða meira en 20 prósent. „Nú eru Norðmenn að íhuga það alvarlega að taka upp endurgreiðslu sem verði byggð á okkar kerfi. Ég hef fengið fjölmörg símtöl frá aðilum í Noregi sem eru áhugasamir um íslenska kerfið og menningarmálaráðherrann þar hefur talað um að hann vilji setja svona kerfi af stað. Það er því mjög mikilvægt að stjórnvöld séu á tánum hvað þetta varðar.“Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri TrueNorth.Aðsend myndGjaldeyrishöftin flækja hlutina Fjölmiðlar greindu nýverið frá því að leikstjórarnir og systkinin Andy og Lana Wachowski, sem eru þekktust fyrir Matrix-þríleikinn, hafi valið Ísland sem einn af tökustöðum nýrrar tíu þátta sjónvarpsseríu Netflix sem mun heita Sense8. Tökur hér eiga samkvæmt heimildum að hefjast í lok þessa mánaðar og standa til 6. september. True North mun sjá um tökur á þeim hluta þáttanna sem gerist hér á landi. „Sumarið hefur meira og minna farið í undirbúning fyrir þessa þætti. Við unnum við annað verkefni systkinanna, kvikmyndina Jupiter Ascending, á síðasta ári. Þau voru svo hrifin af því myndefni sem þau fengu að þau ákváðu að skrifa Ísland inn í þættina,“ segir Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri TrueNorth. Árið 2012 kom fyrirtækið að gerð fjögurra stórmynda frá Hollywood; Noah, The Secret Life of Walter Mitty, Oblivion og Thor: The Dark World. „Það var náttúrulega einstakt og ég á ekki von á öðru eins ári hérna aftur. Það þykir gott ef öll framleiðslufyrirtækin eru með svo mikið samanlagt. En útlitið fyrir þetta ár er ágætt. Það eru ýmsir að spá og spekúlera og maður vonar alltaf það besta,“ segir Helga. Hún segir gjaldeyrishöftin og flækjustig sem þeim fylgi stærstu áskoranirnar í rekstrinum . „Í fyrsta lagi eru útlendingar ennþá smeykir við að koma með peninga til landsins því þeir vilja ekki sitja fastir með þá hér hér út af höftunum. Í öðru lagi tekur alltof langan tíma að koma peningum aftur út í þeim tilvikum þar sem kvikmyndaverin hafa viljað vera örugg og sent okkur meiri pening en framleiðslan kostaði á endanum. Þá situr eftir aukapeningur hér sem þarf að rata aftur til síns heima.“ Helga segir samskiptin við Seðlabankann vegna þessa hafa verið tímafrek enda sé regluverkið þungt. „En bankinn er auðvitað bara að fylgja regluverkinu. En það gerir það að verkum að þetta er alltof hægt. Þetta flækjustig gerir það að verkum að menn eru hikandi við að senda peninga til landsins.“ Spurð hvort hún þekki dæmi um að erlend kvikmyndaver hafi hætt við að koma hingað til lands vegna haftanna segir Helga að erfitt sé að segja til um það. „Maður veit ekki alltaf af hverju verkefnin rata ekki hingað til lands.“Árni Björn Helgason, framkvæmdastjóri erlendra verkefna hjá Sagafilm.Rólegt sumar hjá Sagafilm „Þetta sumar hefur verið rólegra en sumarið í fyrra en við erum búin að taka upp þrjá Travel Channel-þætti og það er ýmislegt í pípunum,“ segir Árni Björn Helgason, framkvæmdastjóri erlendra verkefna hjá Sagafilm. Hann bendir á að fyrirtækið sé bundið trúnaði varðandi þau verkefni sem eru í skoðun. Fyrirtækið búist hins vegar við að fá einhver erlend verkefni í haust og vetur. „Þessar tvær sprengingar sem við sáum 2012 og 2013 voru að mínu mati frávik frá því sem við eigum að þekkja. TrueNorth átti 2012 og ég myndi segja að við höfum átt seinna sumarið með myndum eins og Interstellar og Pawn Sacrifice. Núna í sumar var ágætt að gera hjá Pegasus og ég tel að þetta sé árið þeirra,“ segir Árni og heldur áfram: „En ég er að vona að það sé kominn stöðugleiki í þetta og að það verði meira að gera jafnt og þétt yfir árið. Að það komi ekki svona risasprengingar sem bókstaflega valta yfir okkur.“ Starfsmenn Sagafilm unnu við þrjár erlendar kvikmyndir á síðasta ári. Stórmyndin Interstellar, í leikstjórn Christophers Nolan, var tekin upp haustið 2013 og hingað komu einnig tökulið til að skjóta Pawn Sacrifice, þar sem Tobey Maguire leikur skákmeistarann og Íslandsvininn Bobby Fischer, og hryllingsgamanmyndina Dead Snow 2: Red vs. Dead. Árni bendir á, eins og Einar hjá Íslandsstofu, að verkefnin sem Sagafilm og önnur framleiðslufyrirtæki eltast við eru aldrei í höfn fyrr en starfsmenn erlendu fyrirtækjanna lenda á Keflavíkurflugvelli. „Þegar James Bond-myndin Die Another Day var tekin upp hérna þá var Fjallsárlónið ekki frosið viku áður en tökur áttu að hefjast. Þá var strax farið í að skoða aðra staði í öðrum löndum.“ Árni segir endurgreiðslukerfið hér almennt fá góð viðbrögð frá stjórnendum kvikmyndavera og þá sérstaklega vegna þess hversu gagnsætt og einfalt það sé. „Aftur á móti má alltaf bæta kerfið. Við erum við að keppa við staði sem eru með 25 prósent og alls konar aðra hvata.“Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri Pegasusar.Unnu við Fortitude og Halo Pegasus kom í sumar að gerð bandarísku sjónvarpsþáttanna Halo: Nightfall, sem eru framleiddir af Scott Free Productions, framleiðslufyrirtæki leikstjórans Ridleys Scott. Fyrirtækið hélt einnig utan um tökur breska sjónvarpsrisans Sky á þáttunum Fortitude. Þættirnir voru teknir upp í Fjarðabyggð og með aðalhlutverk fara þeir Stanley Tucci og Michael Gambon. „Hjá okkur var sprenging þetta árið. Við vorum með Fortitude-verkefnið frá janúar til júní. Svo tók Halo við með tökum á stöðum í um klukkutíma radíus frá Reykjavík. Svo eru verkefni í skoðun sem ég get ekki talað um,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri Pegasusar. „Þetta sveiflast til og frá eftir fyrirtækjum. En það kom kannski enginn Tom Cruise til landsins í ár. Veturinn lítur ágætlega út þó það sé ekkert staðfest ennþá,“ segir Lilja.
Game of Thrones Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira