Eyjólfur: A-landsliðið vantaði framherja Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2014 06:30 Jón Daði Böðvarsson verður í hópnum gegn Tyrkjum. vísir/Anton „Það eru allir heilir og bara mjög spenntir fyrir þessum leik,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir mæta Frökkum á heimavelli franska 1. deildar liðsins Auxerre í samnefndri borg í dag. Frakkar hafa sýnt að þeir eru langbesta liðið í riðlinum, og berst Ísland því fyrir öðru sæti sem gefur mögulega sæti í umspili um sæti á EM 2015. Til þess þurfa strákarnir stig í kvöld. „Við þurfum að stefna á það, en svo eru leikir á þriðjudaginn þannig að við vitum endanlega hvar við stöndum daginn eftir okkar leik. Ef við náum stigi erum við í mjög góðum málum, en tap er ekki gott. Það fer samt eftir því hvernig fer í hinum leikjunum á þriðjudaginn,“ segir Eyjólfur, en er ekki erfitt að stefna á jafntefli? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Við áttum góðan leik á móti Frökkum heima og vorum óheppnir að fá ekkert út úr honum.“ Hvað þarf íslenska liðið að gera til að ná stigi af því franska sem er stútfullt af strákum sem hafa gengið kaupum og sölum í Evrópuboltanum fyrir hundruð milljóna króna? „Við þurfum að vera virkilega öflugir í varnarleiknum og passa að þeir komist ekki á okkur maður á mann. Við þurfum að tvöfalda á kantana og beita skyndisóknum,“ segir Eyjólfur.Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi og fastamaður í U21 árs liðinu, verður ekki með í kvöld, heldur er hann í hópnum hjá A-liðinu gegn Tyrkjum annað kvöld. „A-liðið vantar framherja og við erum með mikið af möguleikum upp á topp í okkar liði. Við tókum því þann pólinn í hæðina að þeir fengu að hafa Jón Daða. Við setjum bara aðra í málið hjá okkur,“ segir Eyjólfur. - tom EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
„Það eru allir heilir og bara mjög spenntir fyrir þessum leik,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir mæta Frökkum á heimavelli franska 1. deildar liðsins Auxerre í samnefndri borg í dag. Frakkar hafa sýnt að þeir eru langbesta liðið í riðlinum, og berst Ísland því fyrir öðru sæti sem gefur mögulega sæti í umspili um sæti á EM 2015. Til þess þurfa strákarnir stig í kvöld. „Við þurfum að stefna á það, en svo eru leikir á þriðjudaginn þannig að við vitum endanlega hvar við stöndum daginn eftir okkar leik. Ef við náum stigi erum við í mjög góðum málum, en tap er ekki gott. Það fer samt eftir því hvernig fer í hinum leikjunum á þriðjudaginn,“ segir Eyjólfur, en er ekki erfitt að stefna á jafntefli? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Við áttum góðan leik á móti Frökkum heima og vorum óheppnir að fá ekkert út úr honum.“ Hvað þarf íslenska liðið að gera til að ná stigi af því franska sem er stútfullt af strákum sem hafa gengið kaupum og sölum í Evrópuboltanum fyrir hundruð milljóna króna? „Við þurfum að vera virkilega öflugir í varnarleiknum og passa að þeir komist ekki á okkur maður á mann. Við þurfum að tvöfalda á kantana og beita skyndisóknum,“ segir Eyjólfur.Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi og fastamaður í U21 árs liðinu, verður ekki með í kvöld, heldur er hann í hópnum hjá A-liðinu gegn Tyrkjum annað kvöld. „A-liðið vantar framherja og við erum með mikið af möguleikum upp á topp í okkar liði. Við tókum því þann pólinn í hæðina að þeir fengu að hafa Jón Daða. Við setjum bara aðra í málið hjá okkur,“ segir Eyjólfur. - tom
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn