Vonast eftir nýjum millilandaflugvelli Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2014 11:00 Ferðamennska á Ísafirði er háð samgöngum á landi, segir Gísli Halldór. fréttablaðið/Pjetur „Það sem kemur á óvart er hvað nýtingin í 101 er rosalega mikil og í raun á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ef maður skoðar tölur fyrir árið í ár er nýtingin í mars 97,5 prósent og það er náttúrlega bara ótrúlegt,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Hún kynnti nýja skýrslu um stöðu hótelmarkaðarins á morgunverðarfundi bankans í fyrradag. Ein af niðurstöðunum úr skýrslunni er sú að mun minni árstíðasveifla sé í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Meðalnýtingin á höfuðborgarsvæðinu er 77 prósent yfir árið en minnst er hún á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 39,5 prósent. „Helsta ástæðan fyrir því að árstíðasveiflan er minni á höfuðborgarsvæðinu er kannski ekki síst sú að þeir sem koma á veturna eru líklegri til að halda sig í borginni. Það eru meira viðskiptatengdar ferðir. Það eru síður fjölskylduferðir og meira um það að þeir sem koma séu einir í herbergi,“ segir Anna Hrefna. Það sé því ekki endilega góð rúmanýting þótt herbergjanýtingin sé góð. Anna Hrefna segir að það sé mjög jákvætt hvað tekist hafi að draga úr árstíðasveiflunni. „Samkvæmt mínum upplýsingum þarf rosalega lítið markaðsstarf til að auglýsa sumarferðir. Allt markaðsstarfið miðar eiginlega að því að fá fólk utan sumarmánaðanna. Starfið í kringum alla þessa viðburði, eins og HönnunarMars, Food and Fun og Iceland Airwaves, er að skila sér,“ segir hún. „Það hefur verið unnið mikið í því að lengja tímabilið fram í maí og september og teygja það inn í vorið og haustið en af ýmsum samgönguástæðum hefur verið erfiðara fyrir okkur að markaðssetja á fullum krafti fyrir vetrartímann. Það er hins vegar þannig að við erum með mjög góðar aðstæður bæði á norðursvæðinu og suðursvæðinu til að hýsa ráðstefnur og ráðstefnugesti. Málið er bara að það þarf að skipuleggja það með akstri. Það er ekki hægt að reiða sig á flug,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Flugvöllurinn á Ísafirði er ekki millilandaflugvöllur og það háir ferðaþjónustunni. „En ég er náttúrlega viss um það að þessi 50-70 þúsund tonn sem stefnir í að verði hérna á næsta áratug af fiskeldi muni knýja menn til að koma hérna á alþjóðaflugvelli. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að menn muni vilja það þegar öllum þessum verðmætum verður skipað á land,“ segir hann. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Food and Fun Fréttir af flugi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Það sem kemur á óvart er hvað nýtingin í 101 er rosalega mikil og í raun á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ef maður skoðar tölur fyrir árið í ár er nýtingin í mars 97,5 prósent og það er náttúrlega bara ótrúlegt,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Hún kynnti nýja skýrslu um stöðu hótelmarkaðarins á morgunverðarfundi bankans í fyrradag. Ein af niðurstöðunum úr skýrslunni er sú að mun minni árstíðasveifla sé í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Meðalnýtingin á höfuðborgarsvæðinu er 77 prósent yfir árið en minnst er hún á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 39,5 prósent. „Helsta ástæðan fyrir því að árstíðasveiflan er minni á höfuðborgarsvæðinu er kannski ekki síst sú að þeir sem koma á veturna eru líklegri til að halda sig í borginni. Það eru meira viðskiptatengdar ferðir. Það eru síður fjölskylduferðir og meira um það að þeir sem koma séu einir í herbergi,“ segir Anna Hrefna. Það sé því ekki endilega góð rúmanýting þótt herbergjanýtingin sé góð. Anna Hrefna segir að það sé mjög jákvætt hvað tekist hafi að draga úr árstíðasveiflunni. „Samkvæmt mínum upplýsingum þarf rosalega lítið markaðsstarf til að auglýsa sumarferðir. Allt markaðsstarfið miðar eiginlega að því að fá fólk utan sumarmánaðanna. Starfið í kringum alla þessa viðburði, eins og HönnunarMars, Food and Fun og Iceland Airwaves, er að skila sér,“ segir hún. „Það hefur verið unnið mikið í því að lengja tímabilið fram í maí og september og teygja það inn í vorið og haustið en af ýmsum samgönguástæðum hefur verið erfiðara fyrir okkur að markaðssetja á fullum krafti fyrir vetrartímann. Það er hins vegar þannig að við erum með mjög góðar aðstæður bæði á norðursvæðinu og suðursvæðinu til að hýsa ráðstefnur og ráðstefnugesti. Málið er bara að það þarf að skipuleggja það með akstri. Það er ekki hægt að reiða sig á flug,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Flugvöllurinn á Ísafirði er ekki millilandaflugvöllur og það háir ferðaþjónustunni. „En ég er náttúrlega viss um það að þessi 50-70 þúsund tonn sem stefnir í að verði hérna á næsta áratug af fiskeldi muni knýja menn til að koma hérna á alþjóðaflugvelli. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að menn muni vilja það þegar öllum þessum verðmætum verður skipað á land,“ segir hann.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Food and Fun Fréttir af flugi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira