Ekki eldri en 25 ára í framhaldsskóla Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. En ef ekki væri fyrir frelsi í menntamálum á Íslandi, þá væri ég ekki hjúkrunarfræðingur í dag og þá ekki meistaranemi. Oft er það nefnilega svo að þó að við höfum flest góðar fyrirætlanir um að fylgja straumnum og fara hina hefðbundnu lífsleið, sem felur í sér að ljúka grunnskóla, fara í framhaldsskóla, svo háskóla og útskrifast með höfuðið fullt af hagnýtri þekkingu, þá færir lífið okkur oft gjafir sem gjörbreyta þessum áætlunum. Ég er ein af þeim; ein af þessum heppnu. Á tuttugasta aldursári eignaðist ég frumburðinn, var að verða 24 þegar tvíburasystur hans komu í heiminn og fjórum og fimm árum síðar fæddust svo litlurnar mínar tvær. 29 ára var ég fimm barna móðir í austurbæ Reykjavíkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplifað hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast.Gafst ekki upp Ég man eftir sjálfri mér sitjandi í strætó að fara úr kvöldskólanum í Verkmenntaskólanum á Akureyri, meðan börnin voru enn aðeins þrjú. Ég leit upp um leið og vagninn ók fram hjá Fjórðungssjúkrahúsinu – nú Sjúkrahúsinu á Akureyri, og ákvað með sjálfri mér þetta: Ég ætla að verða hjúkrunarfræðingur áður en ég verð fertug. Innra með mér hafði ég reyndar gífurlegar, og ég ítreka, gífurlegar efasemdir um að mér tækist það. Ég var ekki með stúdentspróf, einstæð 24 ára gömul þriggja barna móðir sem vann vaktavinnu. En ég gafst ekki upp og öðru hverju frá því ég var 19 ára til 29 ára, tók ég einn og einn áfanga í fjarnámi og safnaði mér þannig einingum upp í stúdentspróf. Þegar ég var orðin 32 ára, var komið að því; ég gekk á skrifstofu Guðrúnar Hildar, kennslustjóra sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla, og sótti um. Og það sem ég naut þess að vera loksins komin í nám! Kennararnir voru hvetjandi, með nýjustu þekkingu á takteinum og voru góðar fyrirmyndir. Ég útskrifaðist vorið 2006 sem sjúkraliði og ákvað að halda áfram og ljúka stúdentsprófi, sem ég gerði um jólin sama ár. Haustið 2007 fór ég í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ef sjúkraliðanámið var gefandi og lærdómsríkt, þá efldist ég á alla kanta í hjúkrunarnáminu. Hefur þú einhvern tímann verið stödd eða staddur á stað í lífinu, sem er líkt og fyrirfram ætlaður fyrir þig? Þannig leið mér.Missir samfélagsins Það var svo vorið 2011 sem ég tók við brautskráningarskírteininu mínu sem hjúkrunarfræðingur. Þá var ég 39 ára. Og þá var það ekki aðeins höfuðið mitt sem var fullt af hagnýtri þekkingu, heldur hafði hjarta mitt fyllst af hugsjón um að leggja mitt af mörkum til að gera veröldina aðeins betri. Það er tvennt sem gerir að verkum að ég upplifi mig geta lagt af mörkum til annarra: Í fyrsta lagi gjafirnar sem lífið hefur gefið mér og í öðru lagi námið sem hefur gefið mér verkfæri til að skilja hið óskiljanlega og að beita gagnrýninni hugsun við óhugsandi aðstæður. Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag. Þær Aðalbjargir sem lífið hefur gefið sömu gjafir og mér munu því miður ekki geta fetað mína slóð ef fyrirætlanir menntamálaráðherra ná fram að ganga. Því Aðalbjargir ársins 2015 geta aðeins fetað mína slóð ef þær eru yngri en 25 ára. Missir þeirra verður mikill, en missir samfélagsins okkar verður enn meiri. Því ég trúi ekki að ráðamenn okkar góða lands forgangsraði frelsi í áfengiskaupum framar frelsi í menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór. En ef ekki væri fyrir frelsi í menntamálum á Íslandi, þá væri ég ekki hjúkrunarfræðingur í dag og þá ekki meistaranemi. Oft er það nefnilega svo að þó að við höfum flest góðar fyrirætlanir um að fylgja straumnum og fara hina hefðbundnu lífsleið, sem felur í sér að ljúka grunnskóla, fara í framhaldsskóla, svo háskóla og útskrifast með höfuðið fullt af hagnýtri þekkingu, þá færir lífið okkur oft gjafir sem gjörbreyta þessum áætlunum. Ég er ein af þeim; ein af þessum heppnu. Á tuttugasta aldursári eignaðist ég frumburðinn, var að verða 24 þegar tvíburasystur hans komu í heiminn og fjórum og fimm árum síðar fæddust svo litlurnar mínar tvær. 29 ára var ég fimm barna móðir í austurbæ Reykjavíkur, sem átti sér enn þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Og lífsreynslan sem ég hafði upplifað hafði aðeins gert að verkum að ég varð staðráðnari í að láta hann rætast.Gafst ekki upp Ég man eftir sjálfri mér sitjandi í strætó að fara úr kvöldskólanum í Verkmenntaskólanum á Akureyri, meðan börnin voru enn aðeins þrjú. Ég leit upp um leið og vagninn ók fram hjá Fjórðungssjúkrahúsinu – nú Sjúkrahúsinu á Akureyri, og ákvað með sjálfri mér þetta: Ég ætla að verða hjúkrunarfræðingur áður en ég verð fertug. Innra með mér hafði ég reyndar gífurlegar, og ég ítreka, gífurlegar efasemdir um að mér tækist það. Ég var ekki með stúdentspróf, einstæð 24 ára gömul þriggja barna móðir sem vann vaktavinnu. En ég gafst ekki upp og öðru hverju frá því ég var 19 ára til 29 ára, tók ég einn og einn áfanga í fjarnámi og safnaði mér þannig einingum upp í stúdentspróf. Þegar ég var orðin 32 ára, var komið að því; ég gekk á skrifstofu Guðrúnar Hildar, kennslustjóra sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla, og sótti um. Og það sem ég naut þess að vera loksins komin í nám! Kennararnir voru hvetjandi, með nýjustu þekkingu á takteinum og voru góðar fyrirmyndir. Ég útskrifaðist vorið 2006 sem sjúkraliði og ákvað að halda áfram og ljúka stúdentsprófi, sem ég gerði um jólin sama ár. Haustið 2007 fór ég í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ef sjúkraliðanámið var gefandi og lærdómsríkt, þá efldist ég á alla kanta í hjúkrunarnáminu. Hefur þú einhvern tímann verið stödd eða staddur á stað í lífinu, sem er líkt og fyrirfram ætlaður fyrir þig? Þannig leið mér.Missir samfélagsins Það var svo vorið 2011 sem ég tók við brautskráningarskírteininu mínu sem hjúkrunarfræðingur. Þá var ég 39 ára. Og þá var það ekki aðeins höfuðið mitt sem var fullt af hagnýtri þekkingu, heldur hafði hjarta mitt fyllst af hugsjón um að leggja mitt af mörkum til að gera veröldina aðeins betri. Það er tvennt sem gerir að verkum að ég upplifi mig geta lagt af mörkum til annarra: Í fyrsta lagi gjafirnar sem lífið hefur gefið mér og í öðru lagi námið sem hefur gefið mér verkfæri til að skilja hið óskiljanlega og að beita gagnrýninni hugsun við óhugsandi aðstæður. Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag. Þær Aðalbjargir sem lífið hefur gefið sömu gjafir og mér munu því miður ekki geta fetað mína slóð ef fyrirætlanir menntamálaráðherra ná fram að ganga. Því Aðalbjargir ársins 2015 geta aðeins fetað mína slóð ef þær eru yngri en 25 ára. Missir þeirra verður mikill, en missir samfélagsins okkar verður enn meiri. Því ég trúi ekki að ráðamenn okkar góða lands forgangsraði frelsi í áfengiskaupum framar frelsi í menntamálum.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun