Plötusnældur í Berlín Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. október 2014 09:25 Ein plötusnældanna sem myndin fjallar um. Titill: Sounds QueerLeikstjóri: Dan Bahl Sounds Queer er heimildarmynd um þrjá kvenkyns plötusnúða í höfuðborg teknósins, Berlín. Í myndinni er skyggnst inn í líf og störf þessara kvenna, Tama Sumo, Resom og Ena Lind, og við fáum innsýn í umhverfi þeirra þar sem karlar eru oftast yfirgnæfandi. Í þessu samhengi er þó rétt að minnast á óformlega könnun sem Fréttablaðið gerði í ágúst þar sem fram kom að um 45% plötusnúða sem tróðu upp í Reykjavík í mánuðinum voru kvenkyns.Myndin verður sýnd frítt í kvöld kl. 20.30 á skemmtistaðnum Húrra og að sýningu lokinni verður haldið partí með þremur vinsælustu kvenkyns plötusnúðum Íslands, þeim DJ Yamaho, DJ Sunnu Ben og DJ Möggu Maack. Þetta er frábær mynd fyrir alla tónlistaráhugamenn, sérstaklega raftónlistarnörda en aðalpersónurnar segja frá því hvernig raftónlistin kom inn í líf þeirra og breytti því. Myndin dregur upp afar áhugaverða mynd af Berlín og lífi þessara þriggja kvenna og vekur skemmtilegar spurningar um ástina á tónlist, stétt plötusnúða og femínisma. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Titill: Sounds QueerLeikstjóri: Dan Bahl Sounds Queer er heimildarmynd um þrjá kvenkyns plötusnúða í höfuðborg teknósins, Berlín. Í myndinni er skyggnst inn í líf og störf þessara kvenna, Tama Sumo, Resom og Ena Lind, og við fáum innsýn í umhverfi þeirra þar sem karlar eru oftast yfirgnæfandi. Í þessu samhengi er þó rétt að minnast á óformlega könnun sem Fréttablaðið gerði í ágúst þar sem fram kom að um 45% plötusnúða sem tróðu upp í Reykjavík í mánuðinum voru kvenkyns.Myndin verður sýnd frítt í kvöld kl. 20.30 á skemmtistaðnum Húrra og að sýningu lokinni verður haldið partí með þremur vinsælustu kvenkyns plötusnúðum Íslands, þeim DJ Yamaho, DJ Sunnu Ben og DJ Möggu Maack. Þetta er frábær mynd fyrir alla tónlistaráhugamenn, sérstaklega raftónlistarnörda en aðalpersónurnar segja frá því hvernig raftónlistin kom inn í líf þeirra og breytti því. Myndin dregur upp afar áhugaverða mynd af Berlín og lífi þessara þriggja kvenna og vekur skemmtilegar spurningar um ástina á tónlist, stétt plötusnúða og femínisma.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira