Utan vallar: Stærsta en ekki síðasta varðan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 07:00 Gylfi Þór og Aron Einar fagna marki þess fyrrnefnda. vísir/Andri marinó Þegar Lars Lagerbäck skrifaði undir samning við KSÍ í október 2011 byrjaði hann um leið að skrifa nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu. Íslenska karlalandsliðið hefur yfirstigið margar hindranir og náð ótal áföngum síðan Svíinn yfirvegaði tók til starfa. Batamerkin sáust fljótlega og úrslitin fylgdu í kjölfarið. Eftir þrjá leiki í síðustu undankeppni var Ísland búið að vinna jafn marga leiki og það vann í tveimur undankeppnum þar á undan. Ísland vann sigur á liði frá Austur-Evrópu á útivelli – ekki einn, heldur tvo. Ísland kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa verið 4-1 undir gegn sterku liði Sviss á útivelli. Ísland fór taplaust í gegnum fjóra síðustu leiki undankeppninnar og komst í fyrsta sinn í umspil um sæti á stórmóti. Draumurinn um sæti á HM í Brasilíu varð að engu í Zagreb þar sem Ísland tapaði fyrir frábæru liði Króata. Og svo virtist sem vonbrigðin sætu enn í leikmönnum liðsins í vináttulandsleikjunum í ár. Spilamennska íslenska liðsins í leikjunum gegn Svíþjóð, Wales, Austurríki og Eistlandi var flöt og það virtist þungt yfir liðinu. En frammistaðan og úrslitin í þeim leikjum gleymdist þegar Ísland sýndi á sér sparihliðarnar gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Niðurstaðan var 3-0 sigur og annar slíkur vannst í Ríga í Lettlandi á föstudagskvöldið. Þessir leikir voru bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Á mánudagskvöldið náði íslenska landsliðið sínum bestu úrslitum frá upphafi þegar það lagði Holland, bronsliðið frá síðasta HM, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru ekki einungis úrslitin sem voru frábær, heldur var spilamennskan fyrsta flokks. Varnarleikurinn var sterkur, sóknarleikurinn beittur, vinnusemin til fyrirmyndar, baráttan góð og skipulagið upp á tíu. Þegar þessir þættir eru til staðar geta góðir hlutir gerst. Það verður erfitt fyrir íslenska landsliðið að toppa Hollandsleikinn sem verður væntanlega með tíð og tíma stærsta og glæsilegasta varðan um þetta lið. En þetta eru ekki síðustu merkisúrslitin sem íslenska landsliðið á eftir ná á næstu árum. Liðið er á góðum aldri og skipað leikmönnum sem höndla pressu, álag og væntingar sem munu eflaust aukast í kjölfar sigursins á Hollandi. Leikmennirnir sem skipa landsliðið eru góðir og vita af því. Framundan eru erfið verkefni, en liðið fær mann til að trúa að það geti leyst þau. Það er af sem áður var. Íslenski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Þegar Lars Lagerbäck skrifaði undir samning við KSÍ í október 2011 byrjaði hann um leið að skrifa nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu. Íslenska karlalandsliðið hefur yfirstigið margar hindranir og náð ótal áföngum síðan Svíinn yfirvegaði tók til starfa. Batamerkin sáust fljótlega og úrslitin fylgdu í kjölfarið. Eftir þrjá leiki í síðustu undankeppni var Ísland búið að vinna jafn marga leiki og það vann í tveimur undankeppnum þar á undan. Ísland vann sigur á liði frá Austur-Evrópu á útivelli – ekki einn, heldur tvo. Ísland kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa verið 4-1 undir gegn sterku liði Sviss á útivelli. Ísland fór taplaust í gegnum fjóra síðustu leiki undankeppninnar og komst í fyrsta sinn í umspil um sæti á stórmóti. Draumurinn um sæti á HM í Brasilíu varð að engu í Zagreb þar sem Ísland tapaði fyrir frábæru liði Króata. Og svo virtist sem vonbrigðin sætu enn í leikmönnum liðsins í vináttulandsleikjunum í ár. Spilamennska íslenska liðsins í leikjunum gegn Svíþjóð, Wales, Austurríki og Eistlandi var flöt og það virtist þungt yfir liðinu. En frammistaðan og úrslitin í þeim leikjum gleymdist þegar Ísland sýndi á sér sparihliðarnar gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Niðurstaðan var 3-0 sigur og annar slíkur vannst í Ríga í Lettlandi á föstudagskvöldið. Þessir leikir voru bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Á mánudagskvöldið náði íslenska landsliðið sínum bestu úrslitum frá upphafi þegar það lagði Holland, bronsliðið frá síðasta HM, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru ekki einungis úrslitin sem voru frábær, heldur var spilamennskan fyrsta flokks. Varnarleikurinn var sterkur, sóknarleikurinn beittur, vinnusemin til fyrirmyndar, baráttan góð og skipulagið upp á tíu. Þegar þessir þættir eru til staðar geta góðir hlutir gerst. Það verður erfitt fyrir íslenska landsliðið að toppa Hollandsleikinn sem verður væntanlega með tíð og tíma stærsta og glæsilegasta varðan um þetta lið. En þetta eru ekki síðustu merkisúrslitin sem íslenska landsliðið á eftir ná á næstu árum. Liðið er á góðum aldri og skipað leikmönnum sem höndla pressu, álag og væntingar sem munu eflaust aukast í kjölfar sigursins á Hollandi. Leikmennirnir sem skipa landsliðið eru góðir og vita af því. Framundan eru erfið verkefni, en liðið fær mann til að trúa að það geti leyst þau. Það er af sem áður var.
Íslenski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira