Ég ákæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2014 07:00 Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélagsþegn, stofnaði meðal annars fyrsta bakaríið í Hafnarfirði. Hann var sem sagt innflytjandi, en við afkomendur hans erum það ekki. Claus var hvítur karlmaður, lúterstrúar og kom ár sinni vel fyrir borð í nýja samfélaginu. En var hann eitthvað minni innflytjandi en dökkleit kona, múhameðstrúar sem kemur til Íslands rúmri öld á eftir Claus og vinnur í láglaunastarfi? Auðvitað ekki.Á hvaða vegferð erum við? Nýlega bárust fregnir af könnun sem sýndi að um 42% Íslendinga eru á móti því að moska rísi í Reykjavík. Þessi könnun fær mig virkilega til að velta því fyrir mér hvort við höfum, sem samfélag, sofið á verðinum. Sofið svo fast að sú kennd að þurfa að vera á verði gegn því sem er öðruvísi hefur breiðst út. Því hverslags samfélag er það eiginlega þar sem svo stór hluti hefur yfirhöfuð skoðun á því hvort einn trúflokkur eigi að fá að reisa sér tilbeiðsluhús umfram annan? Hvað þá að vera á móti því. Mannréttindi eru algild og óháð trú eiga allir rétt á þeim.Vöknum Ég ákæri, ekki í þeim hálfkæringi sem ég beiti oft og tíðum í umræðum um eitthvað sem mér finnst arfavitlaust. Hlæjum að vitleysunni í þeim sem eru tilbúin til að skerða mannréttindi annarra, en það er kominn tími til að gera eitthvað meira en það. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að taka alvarlega. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert nóg til að tala fyrir því að mannréttindaákvæði um að allir séu jafnir, óháð trúarbrögðum, kyni og litarhætti, séu ekki bara orð á blaði, heldur inngreipt sannindi í huga okkar allra. Svo inngreipt að við þurfum ekki einu sinni að velta þeim fyrir okkur. Ég ákæri samfélagið í heild fyrir að hafa ekki skorið upp herör gegn þeim stórhættulegu hugmyndum sem hafa skotið upp kollinum um að í lagi sé að beita hóp fólks annarskonar meðferð af því að hann aðhyllist önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Það er ábyrgð okkar allra. Allir hafa frelsi til að útmála slíkar skoðanir, en við höfum líka öll frelsi til að tala gegn þeim. Ég ákæri okkur öll fyrir að hafa ekki innprentað börnum okkar að öll erum við börn [setjið inn viðeigandi guðlega veru, eða ekki neitt ef þið eruð trúlaus] og öll eigum við rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu.Hvað getum við gert fyrir aðra? Ég ákæri okkur fyrir sofandahátt. Við erum forréttindafólk, þó vissulega hafi margir það slæmt hér á landi. Leyfum ekki þeirri brengluðu skoðun að skjóta rótum að einhver sé öðruvísi en við, af því að þau líta öðruvísi út eða trúa á eitthvað annað. Hættum að dorma yfir sjónvarpinu, áhyggjum af reikningum og rifrildi um hvar einsöngslag dagsins eigi heima í dagskrá Ríkisútvarpsins. Hættum að hlæja góðlátlega að stórhættulegum skoðunum. Hættum að láta eins og það sé í lagi að troða á mannréttindum annars fólks af því að það skekur okkar smáu heimsmynd að leyfa því að blómstra sem er öðruvísi. Vöknum. Vöknum til lífsins á hverjum degi með þá hugsun að í dag getum við gert eitthvað svo öðru fólki líði betur, ekki hugsandi um það hvernig við getum varið okkur og það sem okkar er. Þá er von til þess að lífið verði öllum eilítið betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ég er af þýskum uppruna. Langalangafi minn, Claus Eggert Dietrich Proppé, kom hingað til lands árið 1868 og settist hér að. Varð virtur þjóðfélagsþegn, stofnaði meðal annars fyrsta bakaríið í Hafnarfirði. Hann var sem sagt innflytjandi, en við afkomendur hans erum það ekki. Claus var hvítur karlmaður, lúterstrúar og kom ár sinni vel fyrir borð í nýja samfélaginu. En var hann eitthvað minni innflytjandi en dökkleit kona, múhameðstrúar sem kemur til Íslands rúmri öld á eftir Claus og vinnur í láglaunastarfi? Auðvitað ekki.Á hvaða vegferð erum við? Nýlega bárust fregnir af könnun sem sýndi að um 42% Íslendinga eru á móti því að moska rísi í Reykjavík. Þessi könnun fær mig virkilega til að velta því fyrir mér hvort við höfum, sem samfélag, sofið á verðinum. Sofið svo fast að sú kennd að þurfa að vera á verði gegn því sem er öðruvísi hefur breiðst út. Því hverslags samfélag er það eiginlega þar sem svo stór hluti hefur yfirhöfuð skoðun á því hvort einn trúflokkur eigi að fá að reisa sér tilbeiðsluhús umfram annan? Hvað þá að vera á móti því. Mannréttindi eru algild og óháð trú eiga allir rétt á þeim.Vöknum Ég ákæri, ekki í þeim hálfkæringi sem ég beiti oft og tíðum í umræðum um eitthvað sem mér finnst arfavitlaust. Hlæjum að vitleysunni í þeim sem eru tilbúin til að skerða mannréttindi annarra, en það er kominn tími til að gera eitthvað meira en það. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að taka alvarlega. Ég ákæri sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert nóg til að tala fyrir því að mannréttindaákvæði um að allir séu jafnir, óháð trúarbrögðum, kyni og litarhætti, séu ekki bara orð á blaði, heldur inngreipt sannindi í huga okkar allra. Svo inngreipt að við þurfum ekki einu sinni að velta þeim fyrir okkur. Ég ákæri samfélagið í heild fyrir að hafa ekki skorið upp herör gegn þeim stórhættulegu hugmyndum sem hafa skotið upp kollinum um að í lagi sé að beita hóp fólks annarskonar meðferð af því að hann aðhyllist önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Það er ábyrgð okkar allra. Allir hafa frelsi til að útmála slíkar skoðanir, en við höfum líka öll frelsi til að tala gegn þeim. Ég ákæri okkur öll fyrir að hafa ekki innprentað börnum okkar að öll erum við börn [setjið inn viðeigandi guðlega veru, eða ekki neitt ef þið eruð trúlaus] og öll eigum við rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu.Hvað getum við gert fyrir aðra? Ég ákæri okkur fyrir sofandahátt. Við erum forréttindafólk, þó vissulega hafi margir það slæmt hér á landi. Leyfum ekki þeirri brengluðu skoðun að skjóta rótum að einhver sé öðruvísi en við, af því að þau líta öðruvísi út eða trúa á eitthvað annað. Hættum að dorma yfir sjónvarpinu, áhyggjum af reikningum og rifrildi um hvar einsöngslag dagsins eigi heima í dagskrá Ríkisútvarpsins. Hættum að hlæja góðlátlega að stórhættulegum skoðunum. Hættum að láta eins og það sé í lagi að troða á mannréttindum annars fólks af því að það skekur okkar smáu heimsmynd að leyfa því að blómstra sem er öðruvísi. Vöknum. Vöknum til lífsins á hverjum degi með þá hugsun að í dag getum við gert eitthvað svo öðru fólki líði betur, ekki hugsandi um það hvernig við getum varið okkur og það sem okkar er. Þá er von til þess að lífið verði öllum eilítið betra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar