Engin skjöl voru frágengin Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 25. október 2014 07:00 Tilgangur greinar minnar um lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október 2008 var fyrst og fremst sá að koma því á framfæri að láninu var einvörðungu ráðstafað með hagsmuni Kaupþings og viðskiptavina hans að leiðarljósi og engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað vegna lánsins. Það virðist hins vegar hafa vakið mesta athygli fjölmiðla að ég greini frá því að lán Seðlabankans hafi verið veitt áður en lánaskjöl hafi verið útbúin og veðsamningar frágengnir. Seðlabankinn taldi sig hafa ástæðu til að andmæla þeirri fullyrðingu minni með yfirlýsingu sama dag og greinin birtist. Ég vil taka skýrt fram að ég tel ekki að stjórnendur eða starfsmenn Seðlabankans hafi gerst sekir um umboðssvik við afgreiðslu lánsins. Tímarnir voru óvenjulegir í byrjun október 2008 og ég held að starfsmenn og stjórnendur Seðlabankans hafi starfað í góðri trú og talið sig vera að vinna innan sinna heimilda og samkvæmt vilja ríkisstjórnar. Enginn ásetningur var um að valda fjárhagstjóni. Stjórnendur og starfsmenn Seðlabankans voru undir miklu álagi nákvæmlega eins og starfsmenn fjölmargra innlendra fjármálafyrirtækja á þessum tíma sem tóku heiðarlegar ákvarðanir þó að e.t.v. megi eftir á finna að því að vikið hafi verið frá verkferlum við afgreiðslu einstakra lánamála.Aldrei kláraður Það er hins vegar óumdeilt að lánið til Kaupþings var veitt án þess að lánasamningur og veðsamningur væru frágengin. Lánið var með öðrum orðum útgreitt og Kaupþingi til ráðstöfunar áður en gengið var endanlega frá þessum skjölum. Það var raunar misminni hjá mér að lánasamningur hafi verið kláraður á næstu dögum eftir útborgun lánsins. Það var aldrei kláraður lánasamningur á milli Kaupþings og Seðlabankans vegna þessa láns. Helsta athugasemd Seðlabankans við skrif mín var sú að bankinn hafi verið búinn að tryggja sér veð í hlutabréfunum í FIH-bankanum í lok viðskiptadags 6. október en þó eftir að lánið hafði verið greitt út. Það kemur mér á óvart að Seðlabankinn líti svo á að veðsetningunni hafi verið að fullu lokið í lok viðskiptadags 6. október. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Ein þeirra er sú staðreynd að stjórn Kaupþings hafði ekki komið saman og samþykkt að veðsetja hlutabréfin í FIH til Seðlabankans í lok viðskiptadags 6. október. Sá fundur var haldinn um kvöldið 6. október og hófst ekki fyrr en kl. 20.15. Mig minnir einnig að starfsmenn lögfræðideilda bankanna hafi haldið áfram að vinna að lokafrágangi veðsetningar hlutanna að morgni 7. október. Ef það er rangt skilið hjá mér að þurft hafi að koma til samþykki stjórnar Kaupþings banka hf. til að tryggja veðsetningu bréfanna og að vinnan sem fór fram 7. október hafi af þeim sökum verið óþörf biðst ég afsökunar á ónákvæmni minni í greininni í síðustu viku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að gefnu tilefni Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. 17. október 2014 06:45 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tilgangur greinar minnar um lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október 2008 var fyrst og fremst sá að koma því á framfæri að láninu var einvörðungu ráðstafað með hagsmuni Kaupþings og viðskiptavina hans að leiðarljósi og engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað vegna lánsins. Það virðist hins vegar hafa vakið mesta athygli fjölmiðla að ég greini frá því að lán Seðlabankans hafi verið veitt áður en lánaskjöl hafi verið útbúin og veðsamningar frágengnir. Seðlabankinn taldi sig hafa ástæðu til að andmæla þeirri fullyrðingu minni með yfirlýsingu sama dag og greinin birtist. Ég vil taka skýrt fram að ég tel ekki að stjórnendur eða starfsmenn Seðlabankans hafi gerst sekir um umboðssvik við afgreiðslu lánsins. Tímarnir voru óvenjulegir í byrjun október 2008 og ég held að starfsmenn og stjórnendur Seðlabankans hafi starfað í góðri trú og talið sig vera að vinna innan sinna heimilda og samkvæmt vilja ríkisstjórnar. Enginn ásetningur var um að valda fjárhagstjóni. Stjórnendur og starfsmenn Seðlabankans voru undir miklu álagi nákvæmlega eins og starfsmenn fjölmargra innlendra fjármálafyrirtækja á þessum tíma sem tóku heiðarlegar ákvarðanir þó að e.t.v. megi eftir á finna að því að vikið hafi verið frá verkferlum við afgreiðslu einstakra lánamála.Aldrei kláraður Það er hins vegar óumdeilt að lánið til Kaupþings var veitt án þess að lánasamningur og veðsamningur væru frágengin. Lánið var með öðrum orðum útgreitt og Kaupþingi til ráðstöfunar áður en gengið var endanlega frá þessum skjölum. Það var raunar misminni hjá mér að lánasamningur hafi verið kláraður á næstu dögum eftir útborgun lánsins. Það var aldrei kláraður lánasamningur á milli Kaupþings og Seðlabankans vegna þessa láns. Helsta athugasemd Seðlabankans við skrif mín var sú að bankinn hafi verið búinn að tryggja sér veð í hlutabréfunum í FIH-bankanum í lok viðskiptadags 6. október en þó eftir að lánið hafði verið greitt út. Það kemur mér á óvart að Seðlabankinn líti svo á að veðsetningunni hafi verið að fullu lokið í lok viðskiptadags 6. október. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Ein þeirra er sú staðreynd að stjórn Kaupþings hafði ekki komið saman og samþykkt að veðsetja hlutabréfin í FIH til Seðlabankans í lok viðskiptadags 6. október. Sá fundur var haldinn um kvöldið 6. október og hófst ekki fyrr en kl. 20.15. Mig minnir einnig að starfsmenn lögfræðideilda bankanna hafi haldið áfram að vinna að lokafrágangi veðsetningar hlutanna að morgni 7. október. Ef það er rangt skilið hjá mér að þurft hafi að koma til samþykki stjórnar Kaupþings banka hf. til að tryggja veðsetningu bréfanna og að vinnan sem fór fram 7. október hafi af þeim sökum verið óþörf biðst ég afsökunar á ónákvæmni minni í greininni í síðustu viku.
Að gefnu tilefni Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. 17. október 2014 06:45
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar