Ívar: Það má alveg venjast þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2014 09:00 Kári Jónsson hefur skorað 16,0 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum en hann er bara 17 ára. Vísir/Valli „Ég er mjög sáttur, eins og við Haukarnir. Það má alveg venjast þessu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Hauka í körfubolta, við Fréttablaðið um byrjunina á vetrinum hjá lærisveinum og lærimeyjum hans. Karlalið Hauka trónir á toppi Dominos-deildarinnar með fullt hús eftir fjóra leiki og kornungt kvennaliðið hefur komið öllum á óvart, er búið að finna fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Dominos-deild kvenna. Karlalið Hauka var nýliði í deildinni í fyrra en sýndi að þar var eitthvað gott að gerast. Liðið hafnaði í fjórða sæti en var sent í sumarfrí af Njarðvík eftir 3-0 tap í úrslitakeppninni. Úrslitin í öllum leikjunum réðust á lokamínútunum.Alið suma upp sjálfur Haukar hafa tekið upp þráðinn frá því í fyrra og bætt við. „Það sem er að skila okkur þessu er uppbygging innan félagsins,“ segir Ívar sem sjálfur er mikill Haukamaður og var í eina Íslandsmeistaraliði karlanna árið 1988. „Við spilum eingöngu á uppöldum strákum fyrir utan erlenda leikmaninn. Sigurður Einarsson er Njarðvíkingur að upplagi en er búinn að vera hjá okkur í fimmtán ár þannig að ég kalla hann Haukamann. Velgengni Haukaliðsins gæti komið einhverjum á óvart þar sem því var spáð sjötta sæti fyrir tímabilið. Að einhverju leyti var það byggt á sumarkaupunum sem voru engin. „Við missum þrjá leikmenn frá því í fyrra en fáum engan. Við ákváðum að nota ungu stráka sem við teljum vera mjög góða,“ segir Ívar, en þó ýmis lið reyni að spila á uppöldum íþróttamönnum gengur ekkert alltaf að búa til sigurlið með svoleiðis formúlu. „Það er auðvitað æðislegt að vera að vinna leiki og geta notað okkar eigin stráka. Suma þessa stráka eins og þá sem eru fæddir 1996 og Kára Jónsson sem er fæddur 1997 hef ég alið upp sjálfur. Svo tók ég við Emil Barja og fleiri ungum líka,“ segir Ívar.Kaninn alveg frábær Staða Hauka í Dominos-deild karla kemur þjálfaranum ekkert á óvart því liðið ætlaði að vera á meðal bestu liða deildarinnar á tímabilinu. „Við settum það markmið að vera eitt af fjórum efstu liðunum þannig að þetta er ekkert annað en við bjuggumst við, en við eigum eftir að spila við góð lið. Það verður prófraun að spila tvisvar við Stjörnuna í deild og bikar í næstu viku,“ segir Ívar sem fékk til sín nýjan Bandaríkjamann, Alex Francis, sem hefur byrjað frábærlega. „Ég sagði það fyrir tímabilið að ég væri spenntur fyrir þessum strák og við værum að fá mun öflugri leikmann en Terrence Watson sem var með okkur í fyrra. Þetta er strákur sem er að koma beint úr skóla og hefur verið alveg frábær.“ Emil Barja, leikstjórnandi Hauka, hefur ekki skorað mikið það sem af er tímabili, en Ívari er nákvæmlega sama um það. „Við erum stigahæsta liðið í deildinni þannig að mér er alveg sama þó Emil skori fjögur stig í leik. Hann spilaði sinn besta leik til þessa á móti Skallagrími og skilaði varnarhlutverkinu frábærlega.“Stelpurnar komið á óvart Kvennalið Hauka er óvænt í toppbaráttunni í Dominos-deild kvenna eftir fimm umferðir, en þar er verið að spila á nánast nýju liði. „Við misstum fimm leikmenn sem voru í 26 manna landsliðshópi Íslands í sumar og fengum ekkert á móti. Þessi staða hefur því komið okkur á óvart. Ég verð að segja það,“ segir Ívar. „Ég held að flest lið hefðu lagt upp laupana hefðu þau verið í okkar stöðu í sumar, en stelpurnar hafa staðið sig vel. Það bjóst enginn við þessu af okkur þannig að þetta gefur bara góð fyrirheit.“ Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
„Ég er mjög sáttur, eins og við Haukarnir. Það má alveg venjast þessu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Hauka í körfubolta, við Fréttablaðið um byrjunina á vetrinum hjá lærisveinum og lærimeyjum hans. Karlalið Hauka trónir á toppi Dominos-deildarinnar með fullt hús eftir fjóra leiki og kornungt kvennaliðið hefur komið öllum á óvart, er búið að finna fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Dominos-deild kvenna. Karlalið Hauka var nýliði í deildinni í fyrra en sýndi að þar var eitthvað gott að gerast. Liðið hafnaði í fjórða sæti en var sent í sumarfrí af Njarðvík eftir 3-0 tap í úrslitakeppninni. Úrslitin í öllum leikjunum réðust á lokamínútunum.Alið suma upp sjálfur Haukar hafa tekið upp þráðinn frá því í fyrra og bætt við. „Það sem er að skila okkur þessu er uppbygging innan félagsins,“ segir Ívar sem sjálfur er mikill Haukamaður og var í eina Íslandsmeistaraliði karlanna árið 1988. „Við spilum eingöngu á uppöldum strákum fyrir utan erlenda leikmaninn. Sigurður Einarsson er Njarðvíkingur að upplagi en er búinn að vera hjá okkur í fimmtán ár þannig að ég kalla hann Haukamann. Velgengni Haukaliðsins gæti komið einhverjum á óvart þar sem því var spáð sjötta sæti fyrir tímabilið. Að einhverju leyti var það byggt á sumarkaupunum sem voru engin. „Við missum þrjá leikmenn frá því í fyrra en fáum engan. Við ákváðum að nota ungu stráka sem við teljum vera mjög góða,“ segir Ívar, en þó ýmis lið reyni að spila á uppöldum íþróttamönnum gengur ekkert alltaf að búa til sigurlið með svoleiðis formúlu. „Það er auðvitað æðislegt að vera að vinna leiki og geta notað okkar eigin stráka. Suma þessa stráka eins og þá sem eru fæddir 1996 og Kára Jónsson sem er fæddur 1997 hef ég alið upp sjálfur. Svo tók ég við Emil Barja og fleiri ungum líka,“ segir Ívar.Kaninn alveg frábær Staða Hauka í Dominos-deild karla kemur þjálfaranum ekkert á óvart því liðið ætlaði að vera á meðal bestu liða deildarinnar á tímabilinu. „Við settum það markmið að vera eitt af fjórum efstu liðunum þannig að þetta er ekkert annað en við bjuggumst við, en við eigum eftir að spila við góð lið. Það verður prófraun að spila tvisvar við Stjörnuna í deild og bikar í næstu viku,“ segir Ívar sem fékk til sín nýjan Bandaríkjamann, Alex Francis, sem hefur byrjað frábærlega. „Ég sagði það fyrir tímabilið að ég væri spenntur fyrir þessum strák og við værum að fá mun öflugri leikmann en Terrence Watson sem var með okkur í fyrra. Þetta er strákur sem er að koma beint úr skóla og hefur verið alveg frábær.“ Emil Barja, leikstjórnandi Hauka, hefur ekki skorað mikið það sem af er tímabili, en Ívari er nákvæmlega sama um það. „Við erum stigahæsta liðið í deildinni þannig að mér er alveg sama þó Emil skori fjögur stig í leik. Hann spilaði sinn besta leik til þessa á móti Skallagrími og skilaði varnarhlutverkinu frábærlega.“Stelpurnar komið á óvart Kvennalið Hauka er óvænt í toppbaráttunni í Dominos-deild kvenna eftir fimm umferðir, en þar er verið að spila á nánast nýju liði. „Við misstum fimm leikmenn sem voru í 26 manna landsliðshópi Íslands í sumar og fengum ekkert á móti. Þessi staða hefur því komið okkur á óvart. Ég verð að segja það,“ segir Ívar. „Ég held að flest lið hefðu lagt upp laupana hefðu þau verið í okkar stöðu í sumar, en stelpurnar hafa staðið sig vel. Það bjóst enginn við þessu af okkur þannig að þetta gefur bara góð fyrirheit.“
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum