Brynjar hefði aldrei staðið upp aftur ef ég ætlaði að meiða hann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2014 00:01 Magnús Þór Gunnarsson segir aganefnd KKÍ dæma sig út frá atviki sem gerðist á síðasta tímabili. Vísir/Ernir „Mér finnst þessi dómur vera alveg út í Hróa hött,“ segir afar ósáttur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „alvarlega grófan leik“ að því er stendur á síðu KKÍ. Magnús braut illa á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna á dögunum og var vísað úr húsi.Vel ýkt hjá Brynjari „Þetta var ekki eins gróft og fólk er að segja. Ef fólk horfir á myndbandið sést að þetta er vel ýkt hjá Brynjari. Hann stendur upp þrem sekúndum síðar og ekkert að honum. Ég efast um að ég hafi slegið hann svo fast að hann hafi meitt sig og þetta verðskuldi tveggja leikja bann.“ Magnús var dæmdur í eins leiks bann í mars fyrir að brjóta einnig illa á sama KR-ingi, Brynjari Þór. Magnús segir að sá dómur hafi áhrif núna. „Þarna er verið að dæma mig fyrir það sem gerðist á síðasta tímabili. Það var búið að dæma á það brot og því finnst mér asnalegt að vera að halda því áfram núna. Það kemur þessu máli ekkert við,“ segir Magnús og þvertekur fyrir að hafa verið að reyna að meiða Brynjar.Viðurkennir harða villu „Maðurinn er að fara í „lay up“ og í stað þess að leyfa honum það slæ ég til hans. Ég viðurkenni að ég sló kannski fullfast í hann þannig að ég er ekki sáttur við að menn segi að þetta hafi verið viljandi. Hörð var villan, ég viðurkenni það,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar hefði ekki staðið upp þrem sekúndum síðar ef hann hefði ætlað að meiða hann. „Ef ég hefði ætlað að meiða Brynjar þá hefði hann aldrei staðið upp aftur. Ég er líka viss um að ef ég hefði sýnt iðrun og beðið hann afsökunar þá hefði ég ekki fengið brottvísun. Þá hefði ég bara fengið óíþróttamannslega villu.“ Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Magnús fer í bann á sama árinu fyrir að brjóta illa á sama manninum. Er honum eitthvað illa við Brynjar? „Nei, alls ekki. Þetta hittir bara svona á. Í fyrra brotinu þá heldur hann í höndina á mér, ég losa hana og slæ hann ekki einu sinni. Þríhöfðinn á mér fer í andlitið á honum og hann dettur,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar sé ekki barnanna bestur á vellinum. „Hann veit vel sjálfur að hann á fullt af þessu skilið. Hann er sjálfur rosalega „dirty“. Brynjar er lúmskur. Hann má eiga það og þar af leiðandi vinnur hann þessa baráttu.“ Brotin tvö má sjá hér að neðan.Seinna brotið á dögunum. Brotið í febrúar síðastliðnum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53 Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28 Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
„Mér finnst þessi dómur vera alveg út í Hróa hött,“ segir afar ósáttur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „alvarlega grófan leik“ að því er stendur á síðu KKÍ. Magnús braut illa á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna á dögunum og var vísað úr húsi.Vel ýkt hjá Brynjari „Þetta var ekki eins gróft og fólk er að segja. Ef fólk horfir á myndbandið sést að þetta er vel ýkt hjá Brynjari. Hann stendur upp þrem sekúndum síðar og ekkert að honum. Ég efast um að ég hafi slegið hann svo fast að hann hafi meitt sig og þetta verðskuldi tveggja leikja bann.“ Magnús var dæmdur í eins leiks bann í mars fyrir að brjóta einnig illa á sama KR-ingi, Brynjari Þór. Magnús segir að sá dómur hafi áhrif núna. „Þarna er verið að dæma mig fyrir það sem gerðist á síðasta tímabili. Það var búið að dæma á það brot og því finnst mér asnalegt að vera að halda því áfram núna. Það kemur þessu máli ekkert við,“ segir Magnús og þvertekur fyrir að hafa verið að reyna að meiða Brynjar.Viðurkennir harða villu „Maðurinn er að fara í „lay up“ og í stað þess að leyfa honum það slæ ég til hans. Ég viðurkenni að ég sló kannski fullfast í hann þannig að ég er ekki sáttur við að menn segi að þetta hafi verið viljandi. Hörð var villan, ég viðurkenni það,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar hefði ekki staðið upp þrem sekúndum síðar ef hann hefði ætlað að meiða hann. „Ef ég hefði ætlað að meiða Brynjar þá hefði hann aldrei staðið upp aftur. Ég er líka viss um að ef ég hefði sýnt iðrun og beðið hann afsökunar þá hefði ég ekki fengið brottvísun. Þá hefði ég bara fengið óíþróttamannslega villu.“ Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Magnús fer í bann á sama árinu fyrir að brjóta illa á sama manninum. Er honum eitthvað illa við Brynjar? „Nei, alls ekki. Þetta hittir bara svona á. Í fyrra brotinu þá heldur hann í höndina á mér, ég losa hana og slæ hann ekki einu sinni. Þríhöfðinn á mér fer í andlitið á honum og hann dettur,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar sé ekki barnanna bestur á vellinum. „Hann veit vel sjálfur að hann á fullt af þessu skilið. Hann er sjálfur rosalega „dirty“. Brynjar er lúmskur. Hann má eiga það og þar af leiðandi vinnur hann þessa baráttu.“ Brotin tvö má sjá hér að neðan.Seinna brotið á dögunum. Brotið í febrúar síðastliðnum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53 Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28 Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53
Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28
Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09