Jólanótt í Kasthvammi 1. nóvember 2014 00:01 Það skeði einhverju sinni að Hvammi í Laxárdal á þeim tímum sem messur tíðkuðust á jólanætur að maður sem heima var þar eftir hvarf á jólanótt, og fór svo tvær jólanætur. En þriðju jólanótt vildi enginn vera heima nema einn sem bauð sig fram til þess. Þegar nú fólkið var í burtu farið tók hann sér góða bók og las í henni þar til hann heyrði einhvern umgang frammi í bænum; þá slökkur hann ljósið og getur troðið sér milli þils og veggjar. Síðan færist þruskið inn að baðstofunni og gjörist nú æ ógnarlegra, skraf og háreysti. Þegar það er komið inn í baðstofu gaufar það í hvert horn og verður þá glaðværð mikil er það kemst að raun um að enginn muni vera heima. Kveikir það þá ljós, setur borð á mitt gólf, breiðir á dúk og ber á alls konar skrautbúnað og óútsegjanlegar dýrindiskrásir. Þegar best stóð nú á borðhaldinu stökk maðurinn undan þilinu og þá tók huldufólkið fjarskalegt viðbragð undan borðum út, og út og upp á heiði og beina stefnu að Nykursskál (það er stór kvos sunnan og austan í Geitafellshnjúk). Þetta fer maðurinn allt á eftir, en þarna hverfur honum fólkið í klappir. En hann fer heim og sest að leifunum á borðinu, og bar ekki á neinu illu á jólanætur upp frá því. Eftir þetta var bærinn kallaður Kasthvammur af því ógnarlega kasti sem huldufólkið tók frá krásaborðinu. Öðruvísi segja aðrir: Þegar fólkið stóð frá borðinu varð á eftir madama nokkur tigugleg. Hún hafði yfir sér grænt silkikast og náði maðurinn í það og reif úr því eða konan kastaði því af sér, og fyrir þetta er bærinn kallaður Kasthvammur. Silki þetta var lengi síðan brúkað fyrir altarisklæði í Þverárkirkju. Jól Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Frá ljósanna hásal Jól
Það skeði einhverju sinni að Hvammi í Laxárdal á þeim tímum sem messur tíðkuðust á jólanætur að maður sem heima var þar eftir hvarf á jólanótt, og fór svo tvær jólanætur. En þriðju jólanótt vildi enginn vera heima nema einn sem bauð sig fram til þess. Þegar nú fólkið var í burtu farið tók hann sér góða bók og las í henni þar til hann heyrði einhvern umgang frammi í bænum; þá slökkur hann ljósið og getur troðið sér milli þils og veggjar. Síðan færist þruskið inn að baðstofunni og gjörist nú æ ógnarlegra, skraf og háreysti. Þegar það er komið inn í baðstofu gaufar það í hvert horn og verður þá glaðværð mikil er það kemst að raun um að enginn muni vera heima. Kveikir það þá ljós, setur borð á mitt gólf, breiðir á dúk og ber á alls konar skrautbúnað og óútsegjanlegar dýrindiskrásir. Þegar best stóð nú á borðhaldinu stökk maðurinn undan þilinu og þá tók huldufólkið fjarskalegt viðbragð undan borðum út, og út og upp á heiði og beina stefnu að Nykursskál (það er stór kvos sunnan og austan í Geitafellshnjúk). Þetta fer maðurinn allt á eftir, en þarna hverfur honum fólkið í klappir. En hann fer heim og sest að leifunum á borðinu, og bar ekki á neinu illu á jólanætur upp frá því. Eftir þetta var bærinn kallaður Kasthvammur af því ógnarlega kasti sem huldufólkið tók frá krásaborðinu. Öðruvísi segja aðrir: Þegar fólkið stóð frá borðinu varð á eftir madama nokkur tigugleg. Hún hafði yfir sér grænt silkikast og náði maðurinn í það og reif úr því eða konan kastaði því af sér, og fyrir þetta er bærinn kallaður Kasthvammur. Silki þetta var lengi síðan brúkað fyrir altarisklæði í Þverárkirkju.
Jól Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Frá ljósanna hásal Jól