Orkuauðlindin okkar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. nóvember 2014 11:00 Sumir hafa lýst yfir áhyggjum af því að arðurinn af raforkuauðlindinni renni í vasa fárra og telja að aðeins útvaldir sleiki smjörið sem af stráunum drýpur. Hið sanna er að Landsvirkjun, sem sér um stærsta hluta auðlindanýtingarinnar, er alfarið í þinni eigu, lesandi góður. Landsmenn og engir aðrir eiga Landsvirkjun milliliðalaust og allt eigið fé sem þar myndast vegna nýtingarinnar, ca. 200 milljarðar í dag, er okkar eign. Landsvirkjun á að kanna hvar er hægt að virkja en við sem samfélag eigum svo að ákveða hvort eigi að virkja. Raforkuauðlindin hér er svo stór að langstærstan hluta hennar verður að selja á stærri markað. Það sama gildir um fiskinn okkar, þar eru veiðar langt umfram það sem þjóðin getur torgað en almenn sátt virðist vera um að veiða hann samt og selja á sem hæstu verði á erlendan markað. Núverandi stefna Landsvirkjunar er einmitt sú sama, þ.e. að reyna að fá sem allra besta verðið fyrir auðlindina þína hvort sem það er til fyrirtækja sem starfrækt eru hér eða með mögulegum sæstreng. Sumir telja að auðlindin hafi í gegnum tíðina hreinlega verið gefin erlendum auðhringjum. Það má deila um verðið sem fæst frá stóriðjunni en grundvallarmisskilningur er að stóriðjan eigi auðlindina og ekkert sé skilið eftir fyrir framtíðina. Hið rétta er að líftími flestra orkumannvirkja er miklum mun lengri en þeir samningar sem gerðir hafa verið við stórnotendur. Við samningslok getum við, eigendur auðlindarinnar, ákveðið að ráðstafa auðlindinni með allt öðrum hætti eða á allt öðru verði. Önnur umræða er svo flutningur á raforku en þar snýst málið um hvort raforkuauðlindinni er tæknilega skilað jafnt til landsmanna. Í dag er það ekki svo þar sem byggðalínan er á þanmörkum og landið skiptist í tvennt. Suðvesturhorn landsins býr við sterkt kerfi og getur nýtt raforkuauðlindina að vild til atvinnuuppbyggingar. Hinn hlutinn af landinu býr hins vegar við veikt kerfi og á víða erfitt með bjóða upp á framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem raforkuþörf er eitthvað umfram meðalnotkun. Að mínu mati er bara tvennt í boði. Það er að fara í einhverja af þessum raforkukerfisuppfærslum sem Landsnet er að kynna eða að skapa þjóðarsátt um að SV-hornið verði eitt um að njóta framtíðar atvinnumöguleika sem tengjast raforkuauðlindinni okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sumir hafa lýst yfir áhyggjum af því að arðurinn af raforkuauðlindinni renni í vasa fárra og telja að aðeins útvaldir sleiki smjörið sem af stráunum drýpur. Hið sanna er að Landsvirkjun, sem sér um stærsta hluta auðlindanýtingarinnar, er alfarið í þinni eigu, lesandi góður. Landsmenn og engir aðrir eiga Landsvirkjun milliliðalaust og allt eigið fé sem þar myndast vegna nýtingarinnar, ca. 200 milljarðar í dag, er okkar eign. Landsvirkjun á að kanna hvar er hægt að virkja en við sem samfélag eigum svo að ákveða hvort eigi að virkja. Raforkuauðlindin hér er svo stór að langstærstan hluta hennar verður að selja á stærri markað. Það sama gildir um fiskinn okkar, þar eru veiðar langt umfram það sem þjóðin getur torgað en almenn sátt virðist vera um að veiða hann samt og selja á sem hæstu verði á erlendan markað. Núverandi stefna Landsvirkjunar er einmitt sú sama, þ.e. að reyna að fá sem allra besta verðið fyrir auðlindina þína hvort sem það er til fyrirtækja sem starfrækt eru hér eða með mögulegum sæstreng. Sumir telja að auðlindin hafi í gegnum tíðina hreinlega verið gefin erlendum auðhringjum. Það má deila um verðið sem fæst frá stóriðjunni en grundvallarmisskilningur er að stóriðjan eigi auðlindina og ekkert sé skilið eftir fyrir framtíðina. Hið rétta er að líftími flestra orkumannvirkja er miklum mun lengri en þeir samningar sem gerðir hafa verið við stórnotendur. Við samningslok getum við, eigendur auðlindarinnar, ákveðið að ráðstafa auðlindinni með allt öðrum hætti eða á allt öðru verði. Önnur umræða er svo flutningur á raforku en þar snýst málið um hvort raforkuauðlindinni er tæknilega skilað jafnt til landsmanna. Í dag er það ekki svo þar sem byggðalínan er á þanmörkum og landið skiptist í tvennt. Suðvesturhorn landsins býr við sterkt kerfi og getur nýtt raforkuauðlindina að vild til atvinnuuppbyggingar. Hinn hlutinn af landinu býr hins vegar við veikt kerfi og á víða erfitt með bjóða upp á framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem raforkuþörf er eitthvað umfram meðalnotkun. Að mínu mati er bara tvennt í boði. Það er að fara í einhverja af þessum raforkukerfisuppfærslum sem Landsnet er að kynna eða að skapa þjóðarsátt um að SV-hornið verði eitt um að njóta framtíðar atvinnumöguleika sem tengjast raforkuauðlindinni okkar allra.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun