Er Kolbeinn nokkuð kólnaður? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki skorað í 283 mínútur með íslenska landsliðinu og eftir ótrúlegt markaskor hans í landsliðsbúningnum undanfarin ár er þetta eitthvað sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins eiga ekki að venjast.Íslenska þjóðin er vön góðu Íslenska þjóðin hefur heldur betur vanist góðu frá aðalmarkaskorara sínum undanfarin ár sem var, fyrir þessa markaþurrð, búinn að skora í 15 af 24 landsleikjum sínum. Heimsklassatölfræði Kolbeins hefur kallað á meiri kröfur og um leið áhyggjur yfir markaleysinu nú. Kolbeinn hefur aðeins einu sinni þurft að bíða lengur eftir marki með landsliðinu en hann skoraði ekki í 304 mínútur eftir að hann kom til baka eftir axlaraðgerð í ársbyrjun 2013. Umrótið í kringum Kolbein hjá félagsliði hans Ajax er ekki að hjálpa til og margir bíða eftir því að hann komist að hjá liði sem spilar meira upp á styrkleika hans. Íslenska landsliðið náði ekki að halda áfram sigurgöngu sinni í Tékklandi um helgina og fyrsta tapið er staðreynd. Íslenska liðið fékk vissulega færi til að ná í stig en Kolbeinn var meira í því að hjálpa til að búa til færi fyrir félagana en komast í færin sjálfur.Sextánda markið gegn Tyrkjum Kolbeinn skoraði sitt sextánda landsliðsmark í sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar en hann var þá að spila sinn 24. landsleik. Kolbein vantar aðeins eitt mark til að jafna Ríkharð Jónsson, annan markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir landsliðsferil Kolbeins og magnað markaskor hans í landsliðsbúningnum.Á undan Eiði í leikjum og árum Eiður Smári á metið en hann hefur átta marka forskot á Kolbein, Eiður Smári jafnaði met Ríkharðs í sínum 41. leik (28 ára gamall) og bætti það sjö leikjum síðar (29 ára gamall). Kolbeinn er enn bara 24 ára gamall og ekki búinn að spila nema 27 landsleiki. Metið hans Eiðs Smára er því enn í stórhættu. Kolbeinn þurfti að bíða eftir landsliðsmarki í 304 mínútur fyrri hluta árs 2013 en þegar markastíflan brast skoraði hann í fimm landsleikjum í röð og setti nýtt met. Sú markaveisla endaði ekki fyrr en hann meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata.Brestur stíflan á næsta ári? Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska landsliðið að koma Kolbeini aftur í gang á næsta ári þegar seinni hluti undankeppninnar fer fram og það mun reyna á íslenska landsliðið við að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Bresti stíflan með sama hætti og síðast ætti íslenska landsliðið hins vegar að vera í góðum málum á árinu 2015.Vísir/AntonGrafík/Garðar Kjartansson. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki skorað í 283 mínútur með íslenska landsliðinu og eftir ótrúlegt markaskor hans í landsliðsbúningnum undanfarin ár er þetta eitthvað sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins eiga ekki að venjast.Íslenska þjóðin er vön góðu Íslenska þjóðin hefur heldur betur vanist góðu frá aðalmarkaskorara sínum undanfarin ár sem var, fyrir þessa markaþurrð, búinn að skora í 15 af 24 landsleikjum sínum. Heimsklassatölfræði Kolbeins hefur kallað á meiri kröfur og um leið áhyggjur yfir markaleysinu nú. Kolbeinn hefur aðeins einu sinni þurft að bíða lengur eftir marki með landsliðinu en hann skoraði ekki í 304 mínútur eftir að hann kom til baka eftir axlaraðgerð í ársbyrjun 2013. Umrótið í kringum Kolbein hjá félagsliði hans Ajax er ekki að hjálpa til og margir bíða eftir því að hann komist að hjá liði sem spilar meira upp á styrkleika hans. Íslenska landsliðið náði ekki að halda áfram sigurgöngu sinni í Tékklandi um helgina og fyrsta tapið er staðreynd. Íslenska liðið fékk vissulega færi til að ná í stig en Kolbeinn var meira í því að hjálpa til að búa til færi fyrir félagana en komast í færin sjálfur.Sextánda markið gegn Tyrkjum Kolbeinn skoraði sitt sextánda landsliðsmark í sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar en hann var þá að spila sinn 24. landsleik. Kolbein vantar aðeins eitt mark til að jafna Ríkharð Jónsson, annan markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir landsliðsferil Kolbeins og magnað markaskor hans í landsliðsbúningnum.Á undan Eiði í leikjum og árum Eiður Smári á metið en hann hefur átta marka forskot á Kolbein, Eiður Smári jafnaði met Ríkharðs í sínum 41. leik (28 ára gamall) og bætti það sjö leikjum síðar (29 ára gamall). Kolbeinn er enn bara 24 ára gamall og ekki búinn að spila nema 27 landsleiki. Metið hans Eiðs Smára er því enn í stórhættu. Kolbeinn þurfti að bíða eftir landsliðsmarki í 304 mínútur fyrri hluta árs 2013 en þegar markastíflan brast skoraði hann í fimm landsleikjum í röð og setti nýtt met. Sú markaveisla endaði ekki fyrr en hann meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata.Brestur stíflan á næsta ári? Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska landsliðið að koma Kolbeini aftur í gang á næsta ári þegar seinni hluti undankeppninnar fer fram og það mun reyna á íslenska landsliðið við að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Bresti stíflan með sama hætti og síðast ætti íslenska landsliðið hins vegar að vera í góðum málum á árinu 2015.Vísir/AntonGrafík/Garðar Kjartansson.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira