Markverðirnir stórbæta sig í atvinnumennskunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2014 08:00 Ingvar Jónsson var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af leikmönnum deildarinnar og heldur nú út í atvinnumennsku. Fréttablaðið/Vilhelm Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar til síðustu fjögurra ára, samdi við norska úrvalsdeildarliðið Start í gær og heldur í atvinnumennsku á nýju ári. Þar með er íslenska markvarðaþríeykið í landsliðinu, miðað við síðasta hóp, allt spilandi erlendis. Þetta hefur gerst nokkuð hratt, en Hannes Þór Halldórsson fór frá KR til Sandnes síðasta haust, Ögmundur Kristinsson til Randers í sumar og nú Ingvar til Start í Noregi. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst aukin geta. Við erum búnir að vera að sjá þróun á markvörðum hér heima og þeir verða bara betri. Við erum að fá mikið af ungum og efnilegum strákum inn og allri þjálfun er sinnt betur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari KR og íslenska landsliðsins.Mennt er máttur Guðmundur segir árangur íslenska landsliðsins sem og árangur liða á borð við FH, Breiðablik, KR og Stjörnuna í Evrópu á undanförnum árum hafa mikið að segja. „Evrópuglugginn virðist opnari en nokkru sinni fyrr og þannig ná þessir strákar að vekja á sér athygli,“ segir Guðmundur, en bendir þó fyrst og fremst á betri þjálfun. „Markvarðaþjálfarar eru orðnir betur menntaðir en oft áður og það skilar sér í meiri gæðum. Stærsta skrefið hjá KSÍ var að taka menntun þessara þjálfara inn í leyfiskerfið og nú þurfa liðin að vera með einn slíkan í sínum röðum.“ Þessa dagana stendur einmitt yfir námskeið fyrir verðandi markvarðaþjálfara og þar má sjá nokkur kunnugleg andlit. „Það eru einir 14 þjálfarar á námskeiði núna, þar á meðal Þóra Helgadóttir og Stefán Logi Magnússon. Það er rosalega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn í þetta sem hafa haft það að atvinnu. Það er þessi hópur sem við viljum fá inn í þetta,“ segir Guðmundur.Menn verða betri úti Guðmundur, sem haldið hefur utan um markverði landsliðsins í stjórnartíð Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar, segir rosalega mikilvægt fyrir þjálfarana að geta valið úr leikmönnum sem spila í atvinumennsku. „Við erum tilbúnir að gera allt fyrir þessa stráka hérna heima, en þegar allt kemur til alls er þetta ekki atvinnumennska. Ég þekki vel til Ögmundar og Hannesar og hef unnið með þeim í kringum landsliðið og sé alveg hversu mikið þeir hafa bætt sig á að fara í atvinnumennsku. Þeir sem fara út og geta sinnt þessu 100 prósent taka einfaldlega næsta skref. Nú eigum við sex markverði í atvinnumennsku. Þessi staða er alveg æðisleg,“ segir hann.Nú fá aðrir tækifæri Stjörnumenn ætla ekki að sækja sér nýjan markvörð til að leysa Ingvar af heldur munu Arnar Darri Pétursson (1991) og Sveinn Sigurður Jóhannesson (1995) berjast um markvarðarstöðuna hjá Íslandsmeisturunum. „Með þessu finnst mér Stjarnan vera að stíga stórt skref. Nú þarf Arnar Darri að sýna úr hverju hann er gerður og ég vil sjá hann taka risastórt skref. Hann hefur allt sem markvörður þarf að hafa. Sveinn Sigurður sýndi líka hvað hann getur þegar hann kom inn á í sumar og er búinn að vera Íslandsmeistari með Stjörnunni í 2. flokki tvö ár í röð. Það er flott að gefa þessum strákum tækifæri,“ segir Guðmundur, en þessar ferðir landsliðsmarkvarðanna í atvinnumennsku gefa einmitt fleirum tækifæri í Pepsi-deildinni. „Það sem gerist í framhaldinu þegar fleiri fara út, þá fá aðrir tækifæri í efstu deild og kannski ungir markverðir. Svona vindur þetta upp á sig og við getum haldið áfram að framleiða góða markverði fyrir félagsliðin okkar og landsliðið,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins. Íslenski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar til síðustu fjögurra ára, samdi við norska úrvalsdeildarliðið Start í gær og heldur í atvinnumennsku á nýju ári. Þar með er íslenska markvarðaþríeykið í landsliðinu, miðað við síðasta hóp, allt spilandi erlendis. Þetta hefur gerst nokkuð hratt, en Hannes Þór Halldórsson fór frá KR til Sandnes síðasta haust, Ögmundur Kristinsson til Randers í sumar og nú Ingvar til Start í Noregi. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst aukin geta. Við erum búnir að vera að sjá þróun á markvörðum hér heima og þeir verða bara betri. Við erum að fá mikið af ungum og efnilegum strákum inn og allri þjálfun er sinnt betur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari KR og íslenska landsliðsins.Mennt er máttur Guðmundur segir árangur íslenska landsliðsins sem og árangur liða á borð við FH, Breiðablik, KR og Stjörnuna í Evrópu á undanförnum árum hafa mikið að segja. „Evrópuglugginn virðist opnari en nokkru sinni fyrr og þannig ná þessir strákar að vekja á sér athygli,“ segir Guðmundur, en bendir þó fyrst og fremst á betri þjálfun. „Markvarðaþjálfarar eru orðnir betur menntaðir en oft áður og það skilar sér í meiri gæðum. Stærsta skrefið hjá KSÍ var að taka menntun þessara þjálfara inn í leyfiskerfið og nú þurfa liðin að vera með einn slíkan í sínum röðum.“ Þessa dagana stendur einmitt yfir námskeið fyrir verðandi markvarðaþjálfara og þar má sjá nokkur kunnugleg andlit. „Það eru einir 14 þjálfarar á námskeiði núna, þar á meðal Þóra Helgadóttir og Stefán Logi Magnússon. Það er rosalega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn í þetta sem hafa haft það að atvinnu. Það er þessi hópur sem við viljum fá inn í þetta,“ segir Guðmundur.Menn verða betri úti Guðmundur, sem haldið hefur utan um markverði landsliðsins í stjórnartíð Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar, segir rosalega mikilvægt fyrir þjálfarana að geta valið úr leikmönnum sem spila í atvinumennsku. „Við erum tilbúnir að gera allt fyrir þessa stráka hérna heima, en þegar allt kemur til alls er þetta ekki atvinnumennska. Ég þekki vel til Ögmundar og Hannesar og hef unnið með þeim í kringum landsliðið og sé alveg hversu mikið þeir hafa bætt sig á að fara í atvinnumennsku. Þeir sem fara út og geta sinnt þessu 100 prósent taka einfaldlega næsta skref. Nú eigum við sex markverði í atvinnumennsku. Þessi staða er alveg æðisleg,“ segir hann.Nú fá aðrir tækifæri Stjörnumenn ætla ekki að sækja sér nýjan markvörð til að leysa Ingvar af heldur munu Arnar Darri Pétursson (1991) og Sveinn Sigurður Jóhannesson (1995) berjast um markvarðarstöðuna hjá Íslandsmeisturunum. „Með þessu finnst mér Stjarnan vera að stíga stórt skref. Nú þarf Arnar Darri að sýna úr hverju hann er gerður og ég vil sjá hann taka risastórt skref. Hann hefur allt sem markvörður þarf að hafa. Sveinn Sigurður sýndi líka hvað hann getur þegar hann kom inn á í sumar og er búinn að vera Íslandsmeistari með Stjörnunni í 2. flokki tvö ár í röð. Það er flott að gefa þessum strákum tækifæri,“ segir Guðmundur, en þessar ferðir landsliðsmarkvarðanna í atvinnumennsku gefa einmitt fleirum tækifæri í Pepsi-deildinni. „Það sem gerist í framhaldinu þegar fleiri fara út, þá fá aðrir tækifæri í efstu deild og kannski ungir markverðir. Svona vindur þetta upp á sig og við getum haldið áfram að framleiða góða markverði fyrir félagsliðin okkar og landsliðið,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira