Þær eru baráttuglaðar stelpurnar í toppliði Snæfells í Dominos-deild kvenna. Snæfellsliðið hefur unnið 11 af fyrstu 12 deildarleikjum sínum í vetur, þar af þá átta síðustu. Baráttugleði leikmanna liðsins kristallast ekki síst í tölfræðinni yfir sóknarfráköst.
Ekkert lið í deildinni hefur nefnilega tekið fleiri sóknarfráköst (Snæfell er með 23 fleiri en næsta lið) og þótt liðið eigi ekki leikmann á topp þrjú yfir flest sóknarfráköst er það sameiginlegt átak sem er að skila liðinu 22 sóknarfráköstum í leik.
Það eru alls sjö leikmenn Snæfellsliðsins sem taka tvö fráköst eða fleiri að meðaltali. Allar eru þessar sjö á meðal 22 efstu í sóknarfráköstum eftir tólf fyrstu umferðirnar.
Hólmarar eiga meira að segja einn til viðbótar á listanum því Unnur Lára Ásgeirsdóttir, sem er úr Stykkishólmi en spilar með Breiðabliki, er í 10. sæti listans með 2,92 að meðaltali í leik.
Flest sóknarfráköst í leik hjá Snæfelli í vetur:
1. Kristen Denise McCarthy 4,50
2. Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3,82
3. Hildur Sigurðardóttir 2,67
4. María Björnsdóttir 2,25
5. Gunnhildur Gunnarsdóttir 2,17
6. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2,09
7. Berglind Gunnarsdóttir 2,08
Keppst um fráköstin hjá Snæfelli
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn


Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn

