Ofbeldi í barnamyndum Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 10:30 Frozen var ein af þeim myndum sem rannsakendur skoðuðu. „Í staðinn fyrir að vera skaðlausari og ljúfari valkostir en dæmigerðar hryllings- og dramamyndir eru teiknimyndir barna í raun gróðrarstíur morða og ofbeldis,“ rita vísindamennirnir Dr. Ian Colman og Dr. James Kirkbride í vísindaritið British Medical Journal. Samkvæmt rannsókn þeirra fyrirfinnst ekkert minna af dauða og eyðileggingu í kvikmyndum sem ætlaðar eru fyrir börn heldur en í kvikmyndum ætluðum fullorðnum. Rannsakendur horfðu á þær 45 barna- og teiknimyndir sem voru hvað vinsælastar á milli 1937 og 2013. Þeir komust að því að í tveim þriðju barnamyndanna lést mikilvæg sögupersóna en aðeins helmingur þeirra lést í „fullorðins“-myndum. Aðalpersónur í teiknimyndum voru meira en tvöfalt líklegri til að deyja og næstum þrisvar sinnum líklegri til að vera myrt heldur en í mynd fyrir fullorðna. Foreldrar aðalpersóna voru meira en fimm sinnum líklegri til að deyja í teiknimyndum, eins og í Disney-myndinni vinsælu Frozen. Þá komust rannsakendur að því að foreldrar, óvinir og börn voru oft fyrstu persónurnar til að deyja í teiknimyndum. Barnamyndirnar voru bornar saman við tvær vinsælustu myndirnar fyrir fullorðna sem komu út á sama ári og barnamyndirnar, svo sem spennutryllarnir Black Swan og What Lies Beneath. Í rannsókninni kemur fram að ofbeldismagnið í teiknimyndum hafi ekki breyst síðan Mjallhvít var gefin út árið 1937. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Í staðinn fyrir að vera skaðlausari og ljúfari valkostir en dæmigerðar hryllings- og dramamyndir eru teiknimyndir barna í raun gróðrarstíur morða og ofbeldis,“ rita vísindamennirnir Dr. Ian Colman og Dr. James Kirkbride í vísindaritið British Medical Journal. Samkvæmt rannsókn þeirra fyrirfinnst ekkert minna af dauða og eyðileggingu í kvikmyndum sem ætlaðar eru fyrir börn heldur en í kvikmyndum ætluðum fullorðnum. Rannsakendur horfðu á þær 45 barna- og teiknimyndir sem voru hvað vinsælastar á milli 1937 og 2013. Þeir komust að því að í tveim þriðju barnamyndanna lést mikilvæg sögupersóna en aðeins helmingur þeirra lést í „fullorðins“-myndum. Aðalpersónur í teiknimyndum voru meira en tvöfalt líklegri til að deyja og næstum þrisvar sinnum líklegri til að vera myrt heldur en í mynd fyrir fullorðna. Foreldrar aðalpersóna voru meira en fimm sinnum líklegri til að deyja í teiknimyndum, eins og í Disney-myndinni vinsælu Frozen. Þá komust rannsakendur að því að foreldrar, óvinir og börn voru oft fyrstu persónurnar til að deyja í teiknimyndum. Barnamyndirnar voru bornar saman við tvær vinsælustu myndirnar fyrir fullorðna sem komu út á sama ári og barnamyndirnar, svo sem spennutryllarnir Black Swan og What Lies Beneath. Í rannsókninni kemur fram að ofbeldismagnið í teiknimyndum hafi ekki breyst síðan Mjallhvít var gefin út árið 1937.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira