Fleira launafólk sækir sér aðstoð Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. desember 2014 09:30 Sjálfboðaliðar afhenda jólamatinn. vísir/ernir Mæðrastyrksnefnd er með tvær úthlutanir fyrir jólin. Önnur þeirra fór fram í gær á Korputorgi og er ætluð einstaklingum en sú seinni fer fram á mánudag en þá fær fjölskyldufólk úthlutað. Talsverður erill var á Korputorgi þegar Fréttblaðið mætti á staðinn rétt eftir hádegi á föstudag. Öryggisverðir taka á móti fólki við innganginn þar sem það fær miða og fer síðan í biðröð og bíður þess að fá úthlutað jólamat. Um 60-70 sjálfboðaliðar klæddir í rauða boli eru á staðnum og vinna hörðum höndum að því að raða í poka og flokka það sem hver og einn fær. „Ég held það séu hátt í 800 sem hafa komið í dag,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, meðan hún leiðir okkur um húsnæðið.Ragnhildur segir hópinn sem sækir aðstoðina vera að breytast.vísir/ernirStaflar af hinum ýmsa hátíðarmat blasa við og sjálfboðaliðar eru á fullu við að tína saman í körfur og poka til þess að tryggja að allir fái jafnt. Í pokanum eru allar helstu nauðsynjar til hátíðarhalds. Kjöt, kartöflur, meðlæti, mjólkurvörur, ís, sælgæti og gos. Í dag fær hver einstaklingur þrjá poka fulla af mat. „Við fáum margt gefins og það sem við kaupum fáum við á miklum afslætti,“ segir Ragnhildur. „Það eru alveg ótrúlega margir sem leggja okkur lið,“ segir hún en bæði fyrirtæki og einstaklingar gefa nefndinni. Síminn hringir hjá Ragnhildi og á línunni er einstaklingur sem kemst ekki í úthlutunina í dag. „Komdu bara á mánudag, það er ekkert mál,“ segir Ragnhildur í símann áður en hún leggur á. „Það eru ekki allir sem komast á tilsettum degi en það fá allir hjálp.“Sjálfboðaliðar sjá um að raða í pokana og aðstoða fólkið sem mætir í úthlutunina.vísir/ernirHún segir fleiri hafa sótt um úthlutun í ár en í fyrra og að hópurinn sé líka að breytast. Um 2.000 umsóknir um úthlutanir hafa borist í ár en að baki hverri umsókn eru mismargir. „Við höfum tekið eftir því að í ár er meira um að fólk í fullri vinnu sé að leita til okkar. Mikið af ungu láglaunafólki sem vinnur fulla vinnu en nær ekki endum saman. Það hefur allt hækkað og launin sem þetta fólk er á eru svo lág að það sjá það allir að þetta gengur ekki upp,“ segir hún og í sama mund hringir síminn aftur. Á línunni er félagsráðgjafi frá borginni sem biður um hjálp fyrir fjölskyldu sem hefur ekki efni á mat. „Segðu þeim bara að koma á mánudag, við aðstoðum þau,“ segir hún. Það geta verið þung spor að þurfa að leita sér aðstoðar fyrir jólin og Ragnhildur segir það reynast mörgum erfitt. Henni finnst þó eins og skömmin yfir því að þurfa þiggja aðstoð sé að verða minni en áður. „Ástandið er bara þannig að fólk getur ekkert annað gert,“ segir hún og heldur áfram að leiða okkur um húsnæðið. Í fjölskylduúthlutuninni geta foreldrar fengið jólagjafir fyrir börnin sín.vísir/ernirÍ hillum er að finna ýmsa smávöru, meðal annars lítil leikföng og annað smálegt sem fólk getur fengið til þess að gefa í gjafir. Þar að auki er hægt að fá hinar ýmsu snyrtivörur, meðal annars krem, hárbursta, sjampó og ilmvötn svo eitthvað sé nefnt. Hver og einn fær að velja sér 3-4 smávörur. Í fjölskylduúthlutuninni sem fram fer á mánudag geta foreldrar svo fengið leikföng fyrir börn sín sem fyrirtæki og einstaklingar hafa fært nefndinni. Það eru enn rúmir tveir tímar eftir af úthlutuninni þegar við erum að fara og enn er stöðugur straumur af fólki. Við útidyrahurðina stendur par með poka og bíður eftir að vera sótt. Þau segja það bjarga jólunum hjá þeim að fá úthlutað. Hún er öryrki sem vinnur í hlutastarfi og þetta er í þriðja sinn sem hún kemur og fær aðstoð fyrir jólin. Hann hefur verið án atvinnu í nokkur ár en er að búa sig undir að komast aftur á vinnumarkaðinn. Þau segja bæði að það hafi verið erfitt að koma í fyrsta sinn til þess að þiggja aðstoð en það þýði lítið að hugsa um það ætli þau sér að halda jól. „Ég hugsa þetta þannig að þegar mér fer að ganga betur þá mun ég gefa til baka og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda,“ segir hann og í því kemur vinur þeirra á bíl að sækja þau. Inni halda sjálfboðaliðar áfram að raða í poka og passa að enginn fari svangur inn í jólin. Næsta úthlutun nefndarinnar fer fram á mánudag og enn er hægt að sækja um aðstoð. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd er með tvær úthlutanir fyrir jólin. Önnur þeirra fór fram í gær á Korputorgi og er ætluð einstaklingum en sú seinni fer fram á mánudag en þá fær fjölskyldufólk úthlutað. Talsverður erill var á Korputorgi þegar Fréttblaðið mætti á staðinn rétt eftir hádegi á föstudag. Öryggisverðir taka á móti fólki við innganginn þar sem það fær miða og fer síðan í biðröð og bíður þess að fá úthlutað jólamat. Um 60-70 sjálfboðaliðar klæddir í rauða boli eru á staðnum og vinna hörðum höndum að því að raða í poka og flokka það sem hver og einn fær. „Ég held það séu hátt í 800 sem hafa komið í dag,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, meðan hún leiðir okkur um húsnæðið.Ragnhildur segir hópinn sem sækir aðstoðina vera að breytast.vísir/ernirStaflar af hinum ýmsa hátíðarmat blasa við og sjálfboðaliðar eru á fullu við að tína saman í körfur og poka til þess að tryggja að allir fái jafnt. Í pokanum eru allar helstu nauðsynjar til hátíðarhalds. Kjöt, kartöflur, meðlæti, mjólkurvörur, ís, sælgæti og gos. Í dag fær hver einstaklingur þrjá poka fulla af mat. „Við fáum margt gefins og það sem við kaupum fáum við á miklum afslætti,“ segir Ragnhildur. „Það eru alveg ótrúlega margir sem leggja okkur lið,“ segir hún en bæði fyrirtæki og einstaklingar gefa nefndinni. Síminn hringir hjá Ragnhildi og á línunni er einstaklingur sem kemst ekki í úthlutunina í dag. „Komdu bara á mánudag, það er ekkert mál,“ segir Ragnhildur í símann áður en hún leggur á. „Það eru ekki allir sem komast á tilsettum degi en það fá allir hjálp.“Sjálfboðaliðar sjá um að raða í pokana og aðstoða fólkið sem mætir í úthlutunina.vísir/ernirHún segir fleiri hafa sótt um úthlutun í ár en í fyrra og að hópurinn sé líka að breytast. Um 2.000 umsóknir um úthlutanir hafa borist í ár en að baki hverri umsókn eru mismargir. „Við höfum tekið eftir því að í ár er meira um að fólk í fullri vinnu sé að leita til okkar. Mikið af ungu láglaunafólki sem vinnur fulla vinnu en nær ekki endum saman. Það hefur allt hækkað og launin sem þetta fólk er á eru svo lág að það sjá það allir að þetta gengur ekki upp,“ segir hún og í sama mund hringir síminn aftur. Á línunni er félagsráðgjafi frá borginni sem biður um hjálp fyrir fjölskyldu sem hefur ekki efni á mat. „Segðu þeim bara að koma á mánudag, við aðstoðum þau,“ segir hún. Það geta verið þung spor að þurfa að leita sér aðstoðar fyrir jólin og Ragnhildur segir það reynast mörgum erfitt. Henni finnst þó eins og skömmin yfir því að þurfa þiggja aðstoð sé að verða minni en áður. „Ástandið er bara þannig að fólk getur ekkert annað gert,“ segir hún og heldur áfram að leiða okkur um húsnæðið. Í fjölskylduúthlutuninni geta foreldrar fengið jólagjafir fyrir börnin sín.vísir/ernirÍ hillum er að finna ýmsa smávöru, meðal annars lítil leikföng og annað smálegt sem fólk getur fengið til þess að gefa í gjafir. Þar að auki er hægt að fá hinar ýmsu snyrtivörur, meðal annars krem, hárbursta, sjampó og ilmvötn svo eitthvað sé nefnt. Hver og einn fær að velja sér 3-4 smávörur. Í fjölskylduúthlutuninni sem fram fer á mánudag geta foreldrar svo fengið leikföng fyrir börn sín sem fyrirtæki og einstaklingar hafa fært nefndinni. Það eru enn rúmir tveir tímar eftir af úthlutuninni þegar við erum að fara og enn er stöðugur straumur af fólki. Við útidyrahurðina stendur par með poka og bíður eftir að vera sótt. Þau segja það bjarga jólunum hjá þeim að fá úthlutað. Hún er öryrki sem vinnur í hlutastarfi og þetta er í þriðja sinn sem hún kemur og fær aðstoð fyrir jólin. Hann hefur verið án atvinnu í nokkur ár en er að búa sig undir að komast aftur á vinnumarkaðinn. Þau segja bæði að það hafi verið erfitt að koma í fyrsta sinn til þess að þiggja aðstoð en það þýði lítið að hugsa um það ætli þau sér að halda jól. „Ég hugsa þetta þannig að þegar mér fer að ganga betur þá mun ég gefa til baka og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda,“ segir hann og í því kemur vinur þeirra á bíl að sækja þau. Inni halda sjálfboðaliðar áfram að raða í poka og passa að enginn fari svangur inn í jólin. Næsta úthlutun nefndarinnar fer fram á mánudag og enn er hægt að sækja um aðstoð.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira