Á leið á Suðurpólinn um hátíðarnar 23. desember 2014 07:00 Einar Torfi Finnsson og John Bigham í leiðangri á Gunnbjörnsfjall, hæsta fjall Grænlands. Mynd/íslenskir fjallaleiðsögumenn Leiðangur Einars Torfa Finnssonar, leiðsögumanns og eins eigenda Íslenskra fjallaleiðsögumanna, á Suðurpólinn er nú að verða hálfnaður. Á hádegi á morgun kemur Einar, sem er leiðangursstjóri í ferðinni, ásamt þremur öðrum göngumönnum í Thiels Corner þar sem þeir verða í tvo daga og hvílast en þeir hafa verið á göngu í um það bil einn mánuð. Leiðangurinn hefur gengið vel þótt slæmt skyggni og háar snjóöldur hafi hægt talsvert á ferðinni, að því er kemur fram á bloggsíðu Íslenskra fjallaleiðsögumanna, expeditions.mountainguides.is. „Það er jafnvel erfitt að finna stað til að tjalda á á kvöldin því það er ekki auðvelt að sjá hvort snjórinn er sléttur eða ekki,“ sagði Einar í fyrradag.Björgvin HilmarssonÞað var nýsjálensk ferðaskrifstofa, Adventure Consultants, sem skipulagði leiðangurinn og falaðist eftir þjónustu Íslenskra fjallaleiðsögumanna. „Það var leitað til okkar vegna þeirrar reynslu sem við höfum. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa lengi boðið upp á gönguskíðaleiðangra yfir Sprengisand og Vatnajökul og yfir Grænlandsjökul. Við erum núna að bjóða sjálfir upp á leiðangra á Norður- og Suðurpólinn, bæði síðustu gráðuna og alla leið,“ segir Björgvin Hilmarsson, leiðsögumaður og umsjónarmaður leiðangra. Þegar Einar, sem hefur verið leiðsögumaður frá 1984, og ferðafélagar hans koma til Thiels Corner hafa þeir gengið alls 582 km en heildarleiðin á suðurpólinn er 1.130 km með 2.835 metra hækkun, að því er Björgvin greinir frá. Hann segir Einar og ferðafélaga stöðugt vera að ná upp meiri hraða þrátt fyrir að aðstæður hafi verið misgóðar. Í fyrradag sagði Einar að allir væru í góðu skapi þrátt fyrir erfiðið. Þeir hlökkuðu til að koma á næsta áfangastað þar sem þeir færu í hrein föt og hefðu tækifæri til að losa sig við ýmsan búnað sem þeir þyrftu ekki lengur. Einar kvaðst hafa fengið fregnir frá öðrum leiðangri um að auðveldari leið væri fram undan. Í Thiels Corner verða göngugarparnir einir um jólin. Jólafréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Leiðangur Einars Torfa Finnssonar, leiðsögumanns og eins eigenda Íslenskra fjallaleiðsögumanna, á Suðurpólinn er nú að verða hálfnaður. Á hádegi á morgun kemur Einar, sem er leiðangursstjóri í ferðinni, ásamt þremur öðrum göngumönnum í Thiels Corner þar sem þeir verða í tvo daga og hvílast en þeir hafa verið á göngu í um það bil einn mánuð. Leiðangurinn hefur gengið vel þótt slæmt skyggni og háar snjóöldur hafi hægt talsvert á ferðinni, að því er kemur fram á bloggsíðu Íslenskra fjallaleiðsögumanna, expeditions.mountainguides.is. „Það er jafnvel erfitt að finna stað til að tjalda á á kvöldin því það er ekki auðvelt að sjá hvort snjórinn er sléttur eða ekki,“ sagði Einar í fyrradag.Björgvin HilmarssonÞað var nýsjálensk ferðaskrifstofa, Adventure Consultants, sem skipulagði leiðangurinn og falaðist eftir þjónustu Íslenskra fjallaleiðsögumanna. „Það var leitað til okkar vegna þeirrar reynslu sem við höfum. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa lengi boðið upp á gönguskíðaleiðangra yfir Sprengisand og Vatnajökul og yfir Grænlandsjökul. Við erum núna að bjóða sjálfir upp á leiðangra á Norður- og Suðurpólinn, bæði síðustu gráðuna og alla leið,“ segir Björgvin Hilmarsson, leiðsögumaður og umsjónarmaður leiðangra. Þegar Einar, sem hefur verið leiðsögumaður frá 1984, og ferðafélagar hans koma til Thiels Corner hafa þeir gengið alls 582 km en heildarleiðin á suðurpólinn er 1.130 km með 2.835 metra hækkun, að því er Björgvin greinir frá. Hann segir Einar og ferðafélaga stöðugt vera að ná upp meiri hraða þrátt fyrir að aðstæður hafi verið misgóðar. Í fyrradag sagði Einar að allir væru í góðu skapi þrátt fyrir erfiðið. Þeir hlökkuðu til að koma á næsta áfangastað þar sem þeir færu í hrein föt og hefðu tækifæri til að losa sig við ýmsan búnað sem þeir þyrftu ekki lengur. Einar kvaðst hafa fengið fregnir frá öðrum leiðangri um að auðveldari leið væri fram undan. Í Thiels Corner verða göngugarparnir einir um jólin.
Jólafréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira