Hinn frábæri hlaupari Seattle Seahwks, Marshawn Lynch, hefur verið sektaður um 13 milljónir króna þar sem hann neitar að tala við fjölmiðla.
Lynch var sektaður um 6,5 milljónir í fyrra fyrir að neita að tala við fjölmiðla og svo aftur um sömu upphæð á þessari leiktíð.
Hann kærði þessa niðurstöðu og vildi fá úr því skorið hvort honum væri skylt að gefa viðtöl. Lynch tapaði þeirri kæru og verður að opna veskið.
Lynch gaf sig á dögunum og mætti í viðtal eftir leik. Það var ekkert sérstaklega innihaldsríkt viðtal því hann svaraði nánast öllum spurningum með setningunni: „Mig langar að þakka þér fyrir þessa spurningu."
Meistarar Seattle hefja titilvörn sína í úrslitakeppninni um helgina er liðið tekur á móti Carolina Panthers á laugardag.
Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn, Super Bowl, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Bannað að þegja í NFL-deildinni

Mest lesið





„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“
Íslenski boltinn

„Kærkominn sigur eftir þunga daga“
Fótbolti

Óvænt tap Atlético í fyrsta leik
Fótbolti

Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“
Enski boltinn

Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“
Íslenski boltinn
