Sigurður G. fékk 2,4 milljónir frá Arnþrúði Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2015 14:23 Sigurður G. fékk sitt borgað í topp áður en gamla félagið fór í þrot, og Útvarp Saga er ekki gjaldþrota, að sögn Arnþrúðar. Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu segir fráleitt að rekstur hennar hafi verið keyrður í þrot til að komast hjá því að borga Sigurði G. Tómassyni útvarpsmanni, en Sigurður fór í mál við Útvarp Sögu vegna vangoldinna launa, mál sem hann vann. Kjarninn greinir frá því að Útvarp Saga sé gjaldþrota. Arnþrúður segir þetta þvælu. „Verði nú bara Kjarnanum að góðu. Útvarp Saga er ekkert gjaldþrota. Reksturinn var seldur fyrir ári síðan. Kjarninn er að tala um gamalt félag sem er ekki einu sinni Útvarp Saga.Vísar frétt Kjarnans til föðurhúsannaArnþrúður útskýrir að Fjölmiðlanefndin hafi innkallað öll útvarpsleyfi um áramót, fyrir ári, vegna nýrra fjölmiðlalaga. „Þá stóðum við frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort við færum áfram að óbreyttu eða hvort við ætluðum að breyta þessu og opna fyrir nýja möguleika. Og það varð. Einhver fyrirsögn Kjarnans um að Útvarp saga sé gjaldþrota, verður bara að fara aftur til þeirra heimahúsa,“ segir Arnþrúður. Málið er sem sagt þetta að félagið sem átti Útvarp Sögu, sem var í eigu Arnþrúðar, var selt öðru félagi, sem er í eigu Arnþrúðar. Í frétt Kjarnans er vitnað í Séð & heyrt þar sem haft eftir Arnþrúði að hún hyggist ekki una niðurstöðu Hæstaréttar í málinu sem Sigurður höfðaði og útvarpsstöðin stefni í gjaldþrot vegna þess. Arnþrúður gefur minna en ekkert fyrir þetta. „Þetta kemur ekkert Útvarp Sögu við, þetta er gamla félagið. Sigurður G. Tómasson fékk allt borgað, rúmar 2,4 milljónir. Frá gamla félaginu. Hann sótti að gamla félaginu, hann sótti gamla félagið og fékk allt borgað uppí topp. Þeir eru að reyna að búa til úlfalda uppúr einhverri mykju sem ég ekki átta mig á hver er.“Borgaði Sigurði ekki með glöðu geðiAðspurð segir Arnþrúður það hafa verið einhverjar fáeinar miljónir sem útaf stóðu í gamla félaginu, hún man það ekki. En, Sigurður G. fékk sannarlega sitt. „Ef ég hefði viljað vera nastí hefði ég ekki borgað neitt og farið í þrot með þetta, það gerði ég engan veginn,“ segir Arnþrúður. Það breytir ekki þeirri skoðun hennar að mál Sigurðar á hendur sér sé hið mesta hneyksli og dómsstólum til skammar. Sigurður hafi horfið í fjóra mánuði, boðað komu sína með engum fyrirvara og hún hafi sent honum SMS þar sem segir að það sé nú frekar seint, Sigurður tekið því sem uppsögn og stefnt henni löngu síðar vegna vangoldinna launa. „Hann þurfti aldrei að sýna þetta sms svo mikið sem. Þetta eru ekki vangoldin laun, heldur uppsagnafrestur sem honum var dæmdur, þrátt fyrir þetta, og hann aldrei vann. Svo var hann meira að segja á launum hjá Ingva Hrafni Jónssyni á ÍNN á þessum sama tíma.“Dyggir hlustendur þurfa engu að kvíða En, svo kafla Sigurðar G. sé lokað, en ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar, þá segir Arnþrúður að dyggir hlustendur og aðdáendur Útvarps Sögu geti haldið áfram að hlusta eins og þeir eru vanir. „Gamla félagið fór í þrot 10. desember og gefur auga leið að við hefðum lokað stöðinni hún hefði fylgt þeim rekstri. Svo er ekki. Hér er tóm gleði og bongó-blíða. Við erum náttúrlega í þessari samkeppni sem er gríðarlega hörð. Yfirvöld vita af því að þessi samkeppni er ekki sanngjörn, en halda áfram að moka inní ríkisútvarpið fé til að kítta uppí öll göt.“ Arnþrúður sagði jafnframt, aðspurð, að það væri engin mafía eða útrásarvíkingar á bak við sig í þessum útvarpsrekstri. Tengdar fréttir Sigurður G. hafði betur gegn Útvarpi sögu í Hæstarétti Útvarp saga þarf að greiða fjölmiðlamanninum Sigurði G. Tómassyni um 750 þúsund krónur í vangoldin laun. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í máli sem hann höfðaði gegn útvarpsstöðinni. 17. desember 2013 17:49 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu segir fráleitt að rekstur hennar hafi verið keyrður í þrot til að komast hjá því að borga Sigurði G. Tómassyni útvarpsmanni, en Sigurður fór í mál við Útvarp Sögu vegna vangoldinna launa, mál sem hann vann. Kjarninn greinir frá því að Útvarp Saga sé gjaldþrota. Arnþrúður segir þetta þvælu. „Verði nú bara Kjarnanum að góðu. Útvarp Saga er ekkert gjaldþrota. Reksturinn var seldur fyrir ári síðan. Kjarninn er að tala um gamalt félag sem er ekki einu sinni Útvarp Saga.Vísar frétt Kjarnans til föðurhúsannaArnþrúður útskýrir að Fjölmiðlanefndin hafi innkallað öll útvarpsleyfi um áramót, fyrir ári, vegna nýrra fjölmiðlalaga. „Þá stóðum við frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort við færum áfram að óbreyttu eða hvort við ætluðum að breyta þessu og opna fyrir nýja möguleika. Og það varð. Einhver fyrirsögn Kjarnans um að Útvarp saga sé gjaldþrota, verður bara að fara aftur til þeirra heimahúsa,“ segir Arnþrúður. Málið er sem sagt þetta að félagið sem átti Útvarp Sögu, sem var í eigu Arnþrúðar, var selt öðru félagi, sem er í eigu Arnþrúðar. Í frétt Kjarnans er vitnað í Séð & heyrt þar sem haft eftir Arnþrúði að hún hyggist ekki una niðurstöðu Hæstaréttar í málinu sem Sigurður höfðaði og útvarpsstöðin stefni í gjaldþrot vegna þess. Arnþrúður gefur minna en ekkert fyrir þetta. „Þetta kemur ekkert Útvarp Sögu við, þetta er gamla félagið. Sigurður G. Tómasson fékk allt borgað, rúmar 2,4 milljónir. Frá gamla félaginu. Hann sótti að gamla félaginu, hann sótti gamla félagið og fékk allt borgað uppí topp. Þeir eru að reyna að búa til úlfalda uppúr einhverri mykju sem ég ekki átta mig á hver er.“Borgaði Sigurði ekki með glöðu geðiAðspurð segir Arnþrúður það hafa verið einhverjar fáeinar miljónir sem útaf stóðu í gamla félaginu, hún man það ekki. En, Sigurður G. fékk sannarlega sitt. „Ef ég hefði viljað vera nastí hefði ég ekki borgað neitt og farið í þrot með þetta, það gerði ég engan veginn,“ segir Arnþrúður. Það breytir ekki þeirri skoðun hennar að mál Sigurðar á hendur sér sé hið mesta hneyksli og dómsstólum til skammar. Sigurður hafi horfið í fjóra mánuði, boðað komu sína með engum fyrirvara og hún hafi sent honum SMS þar sem segir að það sé nú frekar seint, Sigurður tekið því sem uppsögn og stefnt henni löngu síðar vegna vangoldinna launa. „Hann þurfti aldrei að sýna þetta sms svo mikið sem. Þetta eru ekki vangoldin laun, heldur uppsagnafrestur sem honum var dæmdur, þrátt fyrir þetta, og hann aldrei vann. Svo var hann meira að segja á launum hjá Ingva Hrafni Jónssyni á ÍNN á þessum sama tíma.“Dyggir hlustendur þurfa engu að kvíða En, svo kafla Sigurðar G. sé lokað, en ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar, þá segir Arnþrúður að dyggir hlustendur og aðdáendur Útvarps Sögu geti haldið áfram að hlusta eins og þeir eru vanir. „Gamla félagið fór í þrot 10. desember og gefur auga leið að við hefðum lokað stöðinni hún hefði fylgt þeim rekstri. Svo er ekki. Hér er tóm gleði og bongó-blíða. Við erum náttúrlega í þessari samkeppni sem er gríðarlega hörð. Yfirvöld vita af því að þessi samkeppni er ekki sanngjörn, en halda áfram að moka inní ríkisútvarpið fé til að kítta uppí öll göt.“ Arnþrúður sagði jafnframt, aðspurð, að það væri engin mafía eða útrásarvíkingar á bak við sig í þessum útvarpsrekstri.
Tengdar fréttir Sigurður G. hafði betur gegn Útvarpi sögu í Hæstarétti Útvarp saga þarf að greiða fjölmiðlamanninum Sigurði G. Tómassyni um 750 þúsund krónur í vangoldin laun. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í máli sem hann höfðaði gegn útvarpsstöðinni. 17. desember 2013 17:49 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Sigurður G. hafði betur gegn Útvarpi sögu í Hæstarétti Útvarp saga þarf að greiða fjölmiðlamanninum Sigurði G. Tómassyni um 750 þúsund krónur í vangoldin laun. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í máli sem hann höfðaði gegn útvarpsstöðinni. 17. desember 2013 17:49