Ron Rivera er kominn með lið sitt, Carolina Panthers, í aðra umferð í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en hann er aftur á móti heimilislaus.
Tveim dögum eftir að hans lið lagði Arizona í fyrsti umferð úrslitakeppninnar þá kviknaði í húsinu hans.
Það kviknaði í húsinu klukkan tvö aðfararnótt mánudags og reykskynjarar vöktu heimilisfólk sem komst allt út. Alls voru sex manns í húsinu.
Ekki nema 56 slökkviliðsmenn mættu til þess að slökkva eldinn. Þeir urðu að gera gat á þak þriggja hæða hússins til þess að ná tökum á eldinum. Það tókst klukkutíma síðar.
Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en ekki verður hægt að búa í húsinu næstu vikur og mánuði.
Kviknaði í húsi þjálfara Carolina

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
