Það fengu þó ekki allir stuðningsmenn Seattle Seahawks að upplifa þessa ótrúlegu endurkomu því margir þeirra höfðu gefist upp og yfirgefið leikvanginn.
Seattle Seahawks var 7-19 undir í leiknum þegar aðeins fimm mínútur voru eftir og leikstjórnandinn Russell Wilson kastaði þá boltanum frá sér í fjórða sinn.
Útlitið var svo svart að stuðningsmenn heimaliðsins fóru að týnast af vellinum en þá hófst kraftaverkaendurkoman sem Tómas Þór Þórðarson lýsti svo skemmtilega í beinni á Stöð 2 Sport.
Seattle Seahawks kom til baka og vann leikinn 28-22 í framlengingu sem þýðir að liðið á möguleika á því að verða NFL-meistari annað árið í röð.
Stuðningsmennirnir sem yfirgáfu leikvanginn máttu ekki koma aftur inn en það fór örugglega ekkert framhjá þeim þegar trúfastari stuðningsmenn Seahawks-liðins fögnuðu hverju ótrúlega atvikinu á fætur öðru í þessum magnaða leik.
Það verður því lengi talað um þennan leik í Seattle en það er líka hægt að lofa þessum stuðningsmönnum Seattle Seahawks liðsins sem gáfust upp og fóru af vellinum að þeir eigi líka eftir að vera minntir á þau mistök sín ansi oft á næstu misserum.
Seahawks fans leave early, can't get back in http://t.co/sNG6zbSVWV
— Shawn Rowden (@1_wally) January 19, 2015
That's what happens when you leave a game early.... #GBvsSEA pic.twitter.com/K3cNtevOI7
— Chris Daniels (@ChrisDaniels5) January 18, 2015