Körfubolti

James rauf 24.000 stiga múrinn | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James var í stuði í nótt.
James var í stuði í nótt. vísir/afp
Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Atlanta Hawks vann sinn ellefta leik í röð þegar liðið lagði Toronto Raptors að velli, 110-89. Þetta var jafnframt 25. sigur liðsins í síðustu 27 leikjum en Atlanta er með bestan árangur allra liða í Austurdeildinni.

Al Horford skoraði 22 stig fyrir Atlanta, en DeMar DeRozan skoraði 25 stig fyrir Toronto sem hefur aðeins unnið tvo af síðustu átta leikjum sínum.

Kevin Durant og Russell Westbrook fóru á kostum þegar Oklahoma City Thunder vann góðan sigur á Golden State Warriors, 115-27, á heimavelli.

Durant skoraði 36 stig og tók níu fráköst og Westbrook var með þrefalda tvennu; 17 stig, 15 fráköst og 17 stoðsendingar.

Klay Thompson var stigahæstur hjá Golden State með 32 stig.

Kyrie Irving skoraði 37 stig og LeBron James bætti 32 stigum, 11 fráköstum og sjö stoðsendingum við þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Los Angeles Clippers, 126-121.

James varð þar með sá yngsti í sögu NBA til að skora yfir 24.000 stig, en hann er þrítugur.

Blake Griffin var atkvæðamestur hjá Clippers með 34 stig og tíu fráköst.

Öll úrslit næturinnar:

Detroit 98-96 Indiana

Memphis 106-96 Orlando

New Orleans 81-96 Philadelphia

Brooklyn 102-80 Washington

Chicago 119-103 Boston

Atlanta 110-89 Toronto

Golden State 115-127 Oklahoma City

Denver 89-97 Dallas

Portland 96-110 San Antonio

Minnesota 99-110 Phoenix

LA Lakers 85-94 Utah

Miami 95-83 Sacramento

Cleveland 126-121 LA Clippers

Jeff Green með rosalega troðslu Derrick Rose var flottur í nótt Frábær tilþrif hjá Al Horford
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×