KR-ingar sextán stigum undir í hálfleik en unnu eftir tvær framlengingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2015 21:29 Pavel Ermolinskij var með þrennu í kvöld. Vísir/Vilhelm KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þeir lentu í miklum vandræðum með ÍR, eitt af neðstu liðum deildarinnar. KR vann leikinn á endanum með þremur stigum, 113-110, eftir tvíframlengdan leik en ÍR-ingar voru sextán stigum yfir í hálfleik og með níu stiga forskot þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Pavel Ermolinskij var með þrennu í leiknum en hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hann var kominn með þrennuna þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Pavel var stigahæstur hjá KR en Helgi Már Magnússon skoraði 23 stig og Michael Craion var með 22 stig og 16 fráköst. Matthías Sigurðarson var með 29 stig, 12f fráköst og 9 stoðsendingar og vantaði því bara eina stoðsendingu í þrennuna. ÍR-liðið vann fyrsta leikhlutann 29-15 og var sextán stigum yfir í hálfleik, 55-39. KR-liðið fékk greinilega góða ræðu frá Finni Frey Stefánssyni þjálfar í hálfleik því KR-ingar skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleiks og unnu þriðja leikhlutann á endanum 28-14. ÍR var þó enn fimm stigum yfir, 72-67, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar voru hinsvegar ekkert hættir og svöruðu með góðum spretti í fjórða leikhlutanum. ÍR var 86-77 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en KR tryggði sér framlengingu með því að skora níu síðustu stig leiksins og jafna metin í 86-86. KR náði fimm stiga forskoti í fyrstu framlengingunni en ÍR-liðið tryggði sér aðra framlengingu með því að vinna síðustu eina og hálfu mínútuna 6-1. KR var skrefinu á undan í annarri framlengingunni og náði þá loksins að tryggja sér sigur og koma í veg fyrir óvæntustu úrslit tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem KR-ingar sleppa með skrekkinn á heimavelli og vinna í framlengingu eftir svakalegan endasprett í fjórða leikhluta en það gerðist líka á móti Tindastól.KR-ÍR 113-110 (15-28, 24-30, 28-14, 19-14, 13-13, 14-11)KR: Pavel Ermolinskij 24/18 fráköst/14 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 23/10 fráköst, Michael Craion 22/16 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst, Björn Kristjánsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 26/8 fráköst, Trey Hampton 23/8 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 16/5 fráköst, Hamid Dicko 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/6 fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23 Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þeir lentu í miklum vandræðum með ÍR, eitt af neðstu liðum deildarinnar. KR vann leikinn á endanum með þremur stigum, 113-110, eftir tvíframlengdan leik en ÍR-ingar voru sextán stigum yfir í hálfleik og með níu stiga forskot þegar aðeins rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Pavel Ermolinskij var með þrennu í leiknum en hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Hann var kominn með þrennuna þegar rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Pavel var stigahæstur hjá KR en Helgi Már Magnússon skoraði 23 stig og Michael Craion var með 22 stig og 16 fráköst. Matthías Sigurðarson var með 29 stig, 12f fráköst og 9 stoðsendingar og vantaði því bara eina stoðsendingu í þrennuna. ÍR-liðið vann fyrsta leikhlutann 29-15 og var sextán stigum yfir í hálfleik, 55-39. KR-liðið fékk greinilega góða ræðu frá Finni Frey Stefánssyni þjálfar í hálfleik því KR-ingar skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleiks og unnu þriðja leikhlutann á endanum 28-14. ÍR var þó enn fimm stigum yfir, 72-67, fyrir lokaleikhlutann. ÍR-ingar voru hinsvegar ekkert hættir og svöruðu með góðum spretti í fjórða leikhlutanum. ÍR var 86-77 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en KR tryggði sér framlengingu með því að skora níu síðustu stig leiksins og jafna metin í 86-86. KR náði fimm stiga forskoti í fyrstu framlengingunni en ÍR-liðið tryggði sér aðra framlengingu með því að vinna síðustu eina og hálfu mínútuna 6-1. KR var skrefinu á undan í annarri framlengingunni og náði þá loksins að tryggja sér sigur og koma í veg fyrir óvæntustu úrslit tímabilsins. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem KR-ingar sleppa með skrekkinn á heimavelli og vinna í framlengingu eftir svakalegan endasprett í fjórða leikhluta en það gerðist líka á móti Tindastól.KR-ÍR 113-110 (15-28, 24-30, 28-14, 19-14, 13-13, 14-11)KR: Pavel Ermolinskij 24/18 fráköst/14 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 23/10 fráköst, Michael Craion 22/16 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 16/6 stolnir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/8 fráköst, Björn Kristjánsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 29/12 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 26/8 fráköst, Trey Hampton 23/8 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 16/5 fráköst, Hamid Dicko 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 4/6 fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23 Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Grindvíkingar unnu framlenginguna 18-3 Grindvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Borgarnes en Grindavík þurfti framlengingu til að vinna Skallagrímsliðið 95-80. 15. janúar 2015 21:23
Tómas í stuði í fjórða og Þórsarar unnu Tindastól Vikan var góð fyrir Benedikt Guðmundsson og lærisveina hans í Þór frá Þorlákshöfn. 15. janúar 2015 21:13
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-97 | LIðsheildarsigur Snæfells Snæfell upp að hlið Hauka. 15. janúar 2015 21:30