Fótbolti

Messi: Fjölmiðlar búa til ágreining úr öllu sem ég segi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lionel Messi sat fyrir svörum í gær.
Lionel Messi sat fyrir svörum í gær. vísir/getty
Lionel Messi nýtti tækifærið eftir uppskeruhátíð FIFA í gær þar sem Cristiano Ronaldo var afhentur Gullboltinn fyrir árið 2014 til að ítreka að hann er ekki á leið frá Barcelona.

Messi var frekar pirraður í viðtölum við fjölmiðla eftir sigur Barcelona á sunnudaginn þar sem hann þvertók fyrir að hann stýrði Katalóníufélaginu og hann hefði beðið um að láta reka þjálfarann Luis Enrique.

Sjá einnig:Vondi-Messi lét sjá sig á Nývangi í gær | Myndband

„Ég er orðinn frekar þreyttur á að þurfa að útskýra allt sem ég segi. Oft nenni ég ekki einu sinni að neita fyrir hluti eða tala við fjölmiðla því þeir búa til ágreining úr öllu sem ég segi,“ sagði Messi við fréttamenn í gær.

Því hefur verið haldið fram síðustu vikur að Argentínumaðurinn sé á leið frá Barcelona og hafa Chelsea og Manchester City þar verið nefn til sögunnar, en hann neitaði því enn og aftur.

Sjá einnig:Cristiano Ronaldo valinn bestur í heimi annað árið í röð

„Það er ekkert fararsnið á mér - alls ekki. Eina sem ég sagði var að maður veit ekki hvað gerist í framtíðinni. Síðasta ár hjá Barcelona var erfitt fyrir mig jafnt innan sem utan vallar og nú erum við að reyna rétta skútuna af,“ sagði Lionel Messi.


Tengdar fréttir

Messi og Cristiano hafa aldrei kosið hvorn annan

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi urðu enn á ný í tveimur efstu sætunum í kvöld þegar FIFA verðlaunaði besta knattspyrnumann heims með Gullboltanum. Cristiano Ronaldo vann annað árið í röð og Messi varð aftur að sætta sig við annað sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×