Peyton afhenti Luck kyndilinn 12. janúar 2015 11:00 Peyton óskar Andrew Luck til hamingju með sigurinn í gær. vísir/getty Það er nú ljóst hvaða lið spila til undanúrslita í NFL-deildinni en átta liða úrslitin fóru fram um helgina. Úrslit voru eftir bókinni í þrem leikjum af fjórum. Sigur Indianapolis Colts gegn Denver Broncos kom nokkuð á óvart. Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver, Peyton Manning, varð þar að sætta sig við tap gegn sínu gamla félagi og manninum sem hann þurti að rýma fyrir - Andrew Luck. Táknrænt og sögulegt. Margir eru á því að Luck muni taka yfir deildina fyrr frekar en síðar en hans tími átti kannski ekki að koma strax. Í stað þess að fá enn einn leikinn hjá Manning og Tom Brady er það arftakinn, Luck, sem mætir Brady um næstu helgi. Hinn rómaði sóknarleikur Denver komst aldrei á flug gegn Indianapolis og Manning var fjarri sínu besta. Hann var einfaldlega lélegur og einkennilegt að sjá hann kasta ítrekað lélegar sendingar. Það var ekki að sjá að Manning væri hreinlega í lagi. Hann var eðlilega þungur eftir leikinn og vildi ekki staðfesta að hann kæmi aftur næsta vetur sem hann hafði áður talað um að gera. Manning þarf líklega að jafna sig á þessu áfalli áður en hann tekur endanlega ákvörðun um framtíð sína. Varnarleikur Colts var reyndar frábær en það afsakar samt ekki slakan leik Manning sem margir óttast að sé nú búinn að vera. Þetta átti að vera tímabilið hans en arftakinn sýndi honum enga virðingu.Gripið sem aldrei varð. Bryant er hér búinn að grípa sendinguna sem hefði getað tryggt Dallas sigur. Upprunalegum dómi var snúið við.vísir/gettyÞrátt fyrir að vera meiddur aftan í kálfa þá náði leikstjórnandi Green Bay Packers, Aaron Rodgers, að leiða sitt lið í gegnum leikinn gegn sterku liðið Dallas Cowboys. Gríðarlega umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins er útherji Dallas, Dez Bryant, greip sendingu við endamark Green Bay er leikurinn var á línunni. Dómarar sögðu hann hafa gripið boltann en afturkölluðu ákvörðun sína eftir að hafa skoðað atvikið betur. Dómurinn afar umdeildur og verður rifist um þetta atvik næstu árin enda kostaði hann Dallas hugsanlega sæti í undanúrslitum.Úrslit helgarinnar: New England-Baltimore 35-31 Denver-Indianapolis 13-24 Seattle-Carolina 31-17 Green Bay-Dallas 26-21Undanúrslit: Seattle - Green Bay New England - IndianapolisUndanúrslitaleikirnir næsta sunnudag verða sýndir á Stöð 2 Sport sem og úrslitaleikurinn - Super Bowl. NFL Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Það er nú ljóst hvaða lið spila til undanúrslita í NFL-deildinni en átta liða úrslitin fóru fram um helgina. Úrslit voru eftir bókinni í þrem leikjum af fjórum. Sigur Indianapolis Colts gegn Denver Broncos kom nokkuð á óvart. Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver, Peyton Manning, varð þar að sætta sig við tap gegn sínu gamla félagi og manninum sem hann þurti að rýma fyrir - Andrew Luck. Táknrænt og sögulegt. Margir eru á því að Luck muni taka yfir deildina fyrr frekar en síðar en hans tími átti kannski ekki að koma strax. Í stað þess að fá enn einn leikinn hjá Manning og Tom Brady er það arftakinn, Luck, sem mætir Brady um næstu helgi. Hinn rómaði sóknarleikur Denver komst aldrei á flug gegn Indianapolis og Manning var fjarri sínu besta. Hann var einfaldlega lélegur og einkennilegt að sjá hann kasta ítrekað lélegar sendingar. Það var ekki að sjá að Manning væri hreinlega í lagi. Hann var eðlilega þungur eftir leikinn og vildi ekki staðfesta að hann kæmi aftur næsta vetur sem hann hafði áður talað um að gera. Manning þarf líklega að jafna sig á þessu áfalli áður en hann tekur endanlega ákvörðun um framtíð sína. Varnarleikur Colts var reyndar frábær en það afsakar samt ekki slakan leik Manning sem margir óttast að sé nú búinn að vera. Þetta átti að vera tímabilið hans en arftakinn sýndi honum enga virðingu.Gripið sem aldrei varð. Bryant er hér búinn að grípa sendinguna sem hefði getað tryggt Dallas sigur. Upprunalegum dómi var snúið við.vísir/gettyÞrátt fyrir að vera meiddur aftan í kálfa þá náði leikstjórnandi Green Bay Packers, Aaron Rodgers, að leiða sitt lið í gegnum leikinn gegn sterku liðið Dallas Cowboys. Gríðarlega umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins er útherji Dallas, Dez Bryant, greip sendingu við endamark Green Bay er leikurinn var á línunni. Dómarar sögðu hann hafa gripið boltann en afturkölluðu ákvörðun sína eftir að hafa skoðað atvikið betur. Dómurinn afar umdeildur og verður rifist um þetta atvik næstu árin enda kostaði hann Dallas hugsanlega sæti í undanúrslitum.Úrslit helgarinnar: New England-Baltimore 35-31 Denver-Indianapolis 13-24 Seattle-Carolina 31-17 Green Bay-Dallas 26-21Undanúrslit: Seattle - Green Bay New England - IndianapolisUndanúrslitaleikirnir næsta sunnudag verða sýndir á Stöð 2 Sport sem og úrslitaleikurinn - Super Bowl.
NFL Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira