Russell Henley í forystu eftir fyrsta hring á Hawaii 10. janúar 2015 09:25 Henley var sjóðandi heitur á fyrsta hring. AP Bandaríkjamaðurinn Russell Henley leiðir eftir fyrsta hring á Hyundai Tournament of Champions sem fram fer á Kapalua vellinum á Hawaii. Henley lék gallalaust golf í gær, púttaði eins og engill og fékk ekki einn einasta skolla en hann lék á 65 höggum eða átta undir pari. Þá virðist vera lítið fararsnið á Suður-Kóreumanninum Sang-Moon Bae en fyrir stuttu greindum við frá því að yfirvöld í heimalandi hans ætluðu að kalla hann heim til þess að sinna herskyldu. Hann virðist ekki vera til í að skipta vélbyssu út fyrir golfkylfurnar alveg strax en hann lék mjög vel á fyrsta hring og er einn í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Fimm kylfingar deila þriðja sætinu á sex höggum undir pari en meðal þeirra eru Jimmy Walker og ungstirnið Patrick Reed. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, lék fyrsta hring á fimm höggum undir pari en hann situr í áttunda sæti eins og er. Aðeins þeir kylfingar sem sigruðu í móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári hafa þátttökurétt á Hawaii en það sést greinilega á skorinu sem var almennt mjög gott á fyrsta hring. Bein útsending frá öðrum hring hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í dag. Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Russell Henley leiðir eftir fyrsta hring á Hyundai Tournament of Champions sem fram fer á Kapalua vellinum á Hawaii. Henley lék gallalaust golf í gær, púttaði eins og engill og fékk ekki einn einasta skolla en hann lék á 65 höggum eða átta undir pari. Þá virðist vera lítið fararsnið á Suður-Kóreumanninum Sang-Moon Bae en fyrir stuttu greindum við frá því að yfirvöld í heimalandi hans ætluðu að kalla hann heim til þess að sinna herskyldu. Hann virðist ekki vera til í að skipta vélbyssu út fyrir golfkylfurnar alveg strax en hann lék mjög vel á fyrsta hring og er einn í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Fimm kylfingar deila þriðja sætinu á sex höggum undir pari en meðal þeirra eru Jimmy Walker og ungstirnið Patrick Reed. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, lék fyrsta hring á fimm höggum undir pari en hann situr í áttunda sæti eins og er. Aðeins þeir kylfingar sem sigruðu í móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári hafa þátttökurétt á Hawaii en það sést greinilega á skorinu sem var almennt mjög gott á fyrsta hring. Bein útsending frá öðrum hring hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í dag.
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira