Erlent

Loftmengun í Asíu breytir veðri

Atli Ísleifsson skrifar
Tuttugu menguðustu borgir heims eru í Asíu.
Tuttugu menguðustu borgir heims eru í Asíu.
Mögulegt er að aukin loftmengun í Asíu valdi æ ofsalegri veðurkerfum sem ganga yfir Norður-Ameríku.

Tuttugu menguðustu borgir heims eru í Asíu. Í frétt On Earth segir að starfsmenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hafi komist að því að loftmengun frá Asíu berist yfir Kyrrahaf þar sem hún magnar þau veðurkerfi sem þar myndast og ganga síðar yfir Norður-Ameríku.

Að neðan má sjá myndband NASA þar sem má sjá hvernig loftmengun frá Asíu breytir veðurkerfum heims.

Gögnin eru frá 2006 og 2007 og má meðal annars sjá hvernig veðurkerfi hreyfast í kringum Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×