Körfubolti

Aftur bara einni stoðsendingu frá þrennunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Sverrisdóttir.
Guðbjörg Sverrisdóttir. Vísir/Vilhelm
Valskonan Guðbjörg Sverrisdóttir varð í gærkvöldi aftur hársbreidd frá því að verða fyrsti íslenski leikmaðurinn sem nær þrennu í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur.

Guðbjörg var með 12 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar í 85-67 sigri Vals á Breiðabliki í Smáranum. Liðsfélagar hennar fengu nokkrum sinnum vítaskot eftir flottar sendingar frá henni en tíunda stoðsendingin datt ekki inn.

Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Guðbjörgu vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna en hún var með 21 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar í leik á móti Keflavík 10. desember síðastliðinn. Líkt og í gær bjó Guðbjörg til færi fyrir félaga sína sem skilaði sér í vítaskotum en tíunda stoðsendingin kom ekki.

Guðbjörg Sverrisdóttir er með 12,3 stig, 6,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Dominos-deild kvenna í vetur.

Einu þrennuna í Dominos-deild kvenna í vetur átti Blikinn Arielle Wideman sem var með 17 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Hamar í Hveragerði 15. október.

Arielle Wideman var svo sem nálægt þrennunni á móti Val í gær en hún endaði leikinn með 24 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×