Hinir klæðalausu keisarar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2015 08:00 Það er mat tveggja af virtustu prófessum Vesturlanda í fjármálum og hagfræði að bankakerfi hins vestræna heims hafi í grundvallaratriðum ekkert breyst frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og að bankamenn séu ennþá fastir í hjólförum nákvæmlegu sömu aðferða og hugmyndafræði og leiddu til hrunsins. Þetta kemur fram í bókinni The Bankers New Clothes eftir Anat Admati prófessor í hagfræði og fjármálum við Stanford háskóla og Martin Hellwig prófessor við Max Planck Institut í Bonn. Það er mat þeirra að bankamenn og þrýstihópar þeirra hafi staðið nauðsynlegum umbótum á fjármálamarkaði fyrir þrifum. Eitt frægasta dæmið er auðvitað Frank-Dodd löggjöfin vestanhafs frá 2010. Hin svokallaða Volcker regla, sem átti að banna viðskiptabönkum að kaupa hlutabréf fyrir eigin reikning og var í frumvarpinu, var útþynnt í endanlegri löggjöf vegna áhrifa frá þrýstihópum sem fengu sitt fram. Ein helsta ástæðan fyrir því að þrýstihópar bankanna hafa náð árangri, að mati þeirra Admati og Hellwig, er sú dúlúð sem fylgir bönkum. Sú goðsögn hefur lengi þrifist að bankar séu „sérstakar stofnanir“ í samfélaginu ólíkar öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum í hagkerfinu. Og þeir sem voga sér að gagnrýna bankana eða ríkjandi kerfi eru umsvifalaust afgreiddir óhæfir til að taka þátt í umræðunni um fjármálakerfið. Hvers vegna gerum við ekki sömu kröfur til banka og annarra fyrirtækja í hagkerfinu? Hvaða fyrirtæki geta um jafnt frjálst höfuð strokið þegar kemur að fjármögnun með lánveitingum, öðru en innstæðum, og bankar? Hvers vegna gilda ekki sömu lögmál um banka og önnur fyrirtæki um fjármögnun með framlagi eiginfjár? Stærsta fyrirtæki heims, Apple, tekur aldrei lán. Helmingur allra fyrirtækja í Bandaríkjunum er rekinn án lántöku. Við eigum ekki að gera minni kröfur til fjármálafyrirtækja en annarra. Þvert á móti ætti lærdómur hrunsins að vera grundvöllur hins gagnstæða. Eitt skýrt dæmi um breytingu sem væri til batnaðar í fjármálakerfinu lýtur að kröfunni um að bankar og aðrar fjármálastofnanir séu minna háðar lánsfé við fjármögnun fjárfestinga sinna. Breytingum, sem ráðist hefur verið í í regluverki fjármálamarkaðarins frá hruni, hefur mistekist að ná þessu markmiði. Áhættusækni banka vegna gríðarlegs lánsfjár var ein af helstu ástæðum þess að hjarta kapítalismans hætti að slá haustið 2008. Samt hefur öllum tilraunum til að skerða lántöku fjármálastofnana, með það fyrir augum að draga úr áhættusækni þeirra, verið hrundið af þrýstihópum bankanna sjálfra. Josef Ackermann, fyrrverandi forstjóri Deutsche Bank, sagði í viðtali að allar tilraunir til að draga úr lántöku banka myndu draga úr getu þeirra til að veita lán til annarra fyrirtækja í hagkerfinu. Það myndi draga úr vexti og hafa neikvæð áhrif fyrir allan almenning. Málið er að þessi rök halda ekki vatni því bankar gætu vaxið með því að reiða sig í auknum mæli á fjármagn frá hluthöfum sínum. Það myndi draga úr áhættusækni og stuðla að aukinni ábyrgð í útlánum. Ísland þarf hugrakka stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að skoða breytingar á bankakerfinu óháð veru og stöðu okkar í EES. Í slíkri vinnu þurfa íslensk stjórnvöld að njóta erlendrar ráðgjafar. Því eins og Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, sagði á ráðstefnu í Hörpu árið 2011 þá er fjöldi sérfræðinga (e. talent pool) á Íslandi álíka mikill og í bresku borginni Coventry. Horfumst bara í augu við það af auðmýkt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er mat tveggja af virtustu prófessum Vesturlanda í fjármálum og hagfræði að bankakerfi hins vestræna heims hafi í grundvallaratriðum ekkert breyst frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og að bankamenn séu ennþá fastir í hjólförum nákvæmlegu sömu aðferða og hugmyndafræði og leiddu til hrunsins. Þetta kemur fram í bókinni The Bankers New Clothes eftir Anat Admati prófessor í hagfræði og fjármálum við Stanford háskóla og Martin Hellwig prófessor við Max Planck Institut í Bonn. Það er mat þeirra að bankamenn og þrýstihópar þeirra hafi staðið nauðsynlegum umbótum á fjármálamarkaði fyrir þrifum. Eitt frægasta dæmið er auðvitað Frank-Dodd löggjöfin vestanhafs frá 2010. Hin svokallaða Volcker regla, sem átti að banna viðskiptabönkum að kaupa hlutabréf fyrir eigin reikning og var í frumvarpinu, var útþynnt í endanlegri löggjöf vegna áhrifa frá þrýstihópum sem fengu sitt fram. Ein helsta ástæðan fyrir því að þrýstihópar bankanna hafa náð árangri, að mati þeirra Admati og Hellwig, er sú dúlúð sem fylgir bönkum. Sú goðsögn hefur lengi þrifist að bankar séu „sérstakar stofnanir“ í samfélaginu ólíkar öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum í hagkerfinu. Og þeir sem voga sér að gagnrýna bankana eða ríkjandi kerfi eru umsvifalaust afgreiddir óhæfir til að taka þátt í umræðunni um fjármálakerfið. Hvers vegna gerum við ekki sömu kröfur til banka og annarra fyrirtækja í hagkerfinu? Hvaða fyrirtæki geta um jafnt frjálst höfuð strokið þegar kemur að fjármögnun með lánveitingum, öðru en innstæðum, og bankar? Hvers vegna gilda ekki sömu lögmál um banka og önnur fyrirtæki um fjármögnun með framlagi eiginfjár? Stærsta fyrirtæki heims, Apple, tekur aldrei lán. Helmingur allra fyrirtækja í Bandaríkjunum er rekinn án lántöku. Við eigum ekki að gera minni kröfur til fjármálafyrirtækja en annarra. Þvert á móti ætti lærdómur hrunsins að vera grundvöllur hins gagnstæða. Eitt skýrt dæmi um breytingu sem væri til batnaðar í fjármálakerfinu lýtur að kröfunni um að bankar og aðrar fjármálastofnanir séu minna háðar lánsfé við fjármögnun fjárfestinga sinna. Breytingum, sem ráðist hefur verið í í regluverki fjármálamarkaðarins frá hruni, hefur mistekist að ná þessu markmiði. Áhættusækni banka vegna gríðarlegs lánsfjár var ein af helstu ástæðum þess að hjarta kapítalismans hætti að slá haustið 2008. Samt hefur öllum tilraunum til að skerða lántöku fjármálastofnana, með það fyrir augum að draga úr áhættusækni þeirra, verið hrundið af þrýstihópum bankanna sjálfra. Josef Ackermann, fyrrverandi forstjóri Deutsche Bank, sagði í viðtali að allar tilraunir til að draga úr lántöku banka myndu draga úr getu þeirra til að veita lán til annarra fyrirtækja í hagkerfinu. Það myndi draga úr vexti og hafa neikvæð áhrif fyrir allan almenning. Málið er að þessi rök halda ekki vatni því bankar gætu vaxið með því að reiða sig í auknum mæli á fjármagn frá hluthöfum sínum. Það myndi draga úr áhættusækni og stuðla að aukinni ábyrgð í útlánum. Ísland þarf hugrakka stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að skoða breytingar á bankakerfinu óháð veru og stöðu okkar í EES. Í slíkri vinnu þurfa íslensk stjórnvöld að njóta erlendrar ráðgjafar. Því eins og Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, sagði á ráðstefnu í Hörpu árið 2011 þá er fjöldi sérfræðinga (e. talent pool) á Íslandi álíka mikill og í bresku borginni Coventry. Horfumst bara í augu við það af auðmýkt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun