
Hinir klæðalausu keisarar
Þetta kemur fram í bókinni The Bankers New Clothes eftir Anat Admati prófessor í hagfræði og fjármálum við Stanford háskóla og Martin Hellwig prófessor við Max Planck Institut í Bonn. Það er mat þeirra að bankamenn og þrýstihópar þeirra hafi staðið nauðsynlegum umbótum á fjármálamarkaði fyrir þrifum.
Eitt frægasta dæmið er auðvitað Frank-Dodd löggjöfin vestanhafs frá 2010. Hin svokallaða Volcker regla, sem átti að banna viðskiptabönkum að kaupa hlutabréf fyrir eigin reikning og var í frumvarpinu, var útþynnt í endanlegri löggjöf vegna áhrifa frá þrýstihópum sem fengu sitt fram.
Ein helsta ástæðan fyrir því að þrýstihópar bankanna hafa náð árangri, að mati þeirra Admati og Hellwig, er sú dúlúð sem fylgir bönkum. Sú goðsögn hefur lengi þrifist að bankar séu „sérstakar stofnanir“ í samfélaginu ólíkar öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum í hagkerfinu. Og þeir sem voga sér að gagnrýna bankana eða ríkjandi kerfi eru umsvifalaust afgreiddir óhæfir til að taka þátt í umræðunni um fjármálakerfið.
Hvers vegna gerum við ekki sömu kröfur til banka og annarra fyrirtækja í hagkerfinu? Hvaða fyrirtæki geta um jafnt frjálst höfuð strokið þegar kemur að fjármögnun með lánveitingum, öðru en innstæðum, og bankar? Hvers vegna gilda ekki sömu lögmál um banka og önnur fyrirtæki um fjármögnun með framlagi eiginfjár? Stærsta fyrirtæki heims, Apple, tekur aldrei lán. Helmingur allra fyrirtækja í Bandaríkjunum er rekinn án lántöku.
Við eigum ekki að gera minni kröfur til fjármálafyrirtækja en annarra. Þvert á móti ætti lærdómur hrunsins að vera grundvöllur hins gagnstæða.
Eitt skýrt dæmi um breytingu sem væri til batnaðar í fjármálakerfinu lýtur að kröfunni um að bankar og aðrar fjármálastofnanir séu minna háðar lánsfé við fjármögnun fjárfestinga sinna. Breytingum, sem ráðist hefur verið í í regluverki fjármálamarkaðarins frá hruni, hefur mistekist að ná þessu markmiði. Áhættusækni banka vegna gríðarlegs lánsfjár var ein af helstu ástæðum þess að hjarta kapítalismans hætti að slá haustið 2008. Samt hefur öllum tilraunum til að skerða lántöku fjármálastofnana, með það fyrir augum að draga úr áhættusækni þeirra, verið hrundið af þrýstihópum bankanna sjálfra.
Josef Ackermann, fyrrverandi forstjóri Deutsche Bank, sagði í viðtali að allar tilraunir til að draga úr lántöku banka myndu draga úr getu þeirra til að veita lán til annarra fyrirtækja í hagkerfinu. Það myndi draga úr vexti og hafa neikvæð áhrif fyrir allan almenning. Málið er að þessi rök halda ekki vatni því bankar gætu vaxið með því að reiða sig í auknum mæli á fjármagn frá hluthöfum sínum. Það myndi draga úr áhættusækni og stuðla að aukinni ábyrgð í útlánum.
Ísland þarf hugrakka stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að skoða breytingar á bankakerfinu óháð veru og stöðu okkar í EES. Í slíkri vinnu þurfa íslensk stjórnvöld að njóta erlendrar ráðgjafar.
Því eins og Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, sagði á ráðstefnu í Hörpu árið 2011 þá er fjöldi sérfræðinga (e. talent pool) á Íslandi álíka mikill og í bresku borginni Coventry.
Horfumst bara í augu við það af auðmýkt.
Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu.
Skoðun

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu?
Einar Magnússon skrifar

Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar