Innlent

Samgöngur víða úr skorðum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og seinkun á millilandaflugi.
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og seinkun á millilandaflugi. vísir/pjetur
Samgöngur eru úr skorðum víða. Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi vegna hvassviðris sem gengur yfir landið. Þá hefur einhver seinkun orðið á millilandaflugi, eða um ein klukkustund. Ekki er útlit fyrir að aflýsa þurfi millilandaflugi, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. 

Vegirnir um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði eru lokaðir vegna hálku og óveðurs. Veðurstofan varar við stormi um mest allt land fram yfir miðnætti og jafnvel roki sums staðar. Óveður er á Reykjanesbraut, á Reykjanesjum, Suðurstrandarvegi og Kjalarnesi.


Tengdar fréttir

Holtavörðuheiði lokað

Búið er að loka Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxársdalsheiði vegna mikillar hálku og óveðurs.

Stormur stefnir á landið

Óveðurslægð stefnir nú á Snæfellsnes og mun veður versna mjög suðvestanlands undir hádegið. Stormur, allt að 20-25 metrar á sekúndu með dimmum éljum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×