Útflutningsverðmæti aukins loðnukvóta er 25 milljarðar Svavar Hávarðsson skrifar 31. janúar 2015 07:00 Rúmlega 30.000 tonn eru komin á land og aðeins um sex vikur til stefnu áður en loðnan hrygnir og drepst. Fréttablaðið/Óskar Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir komandi vertíð hefur verið aukin um 320.000 tonn til viðbótar við útgefið aflamark í október. Stofnunin leggur því til að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 2014/2015 verði ákveðinn 580 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun hefur verið við loðnumælingar frá 5. janúar síðastliðnum og lauk leiðangrinum í gær er rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til heimahafnar. Auk Árna tók Birtingur NK, skip Síldarvinnslunnar frá Neskaupstað, þátt í rannsóknum. Loðna fannst á öllu mælingasvæðinu en var víða mjög dreifð. Mest mældist út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi að Kolbeinseyjarhrygg. Samkvæmt útreikningum Hafrannsóknastofnunar er áætlað að stærð veiðistofnsins sé nú 969.000 tonn, en samkvæmt veiðireglu skulu 400.000 tonn skilin eftir til hrygningar. Að tilteknum fyrirvörum um ráðstöfun, gengi gjaldmiðla og ástand á mörkuðum, er viðbótin um 25 milljarðar króna í útflutningsverðmætum. Aðeins 22 skip hafa veiðiheimildir í loðnu, en tæp 75% kvótans falla í hlut fimm útgerðarfyrirtækja; Ísfélags Vestmannaeyja, HB Granda, Síldarvinnslunnar, Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Samherja. Spurningar vakna um markaðsmál loðnuafurða við þessar fréttir um mun rýmri veiðiheimildir en í fyrstu leit út fyrir að yrðu gefnar út. Sérstaklega á það við markaði í Rússlandi, en eins og Fréttablaðið greindi frá í desember var útlit fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar héðan. Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood, hefur hins vegar ekki áhyggjur af stöðu mála, og telur það þvert á móti góðar fréttir að veiðiheimildir verði auknar og vandræðalaust verði að koma þeim í verð. „Aukningin fer mest í lýsi og mjöl. Staðan á þeim mörkuðum er mjög hagfelld Íslendingum um þessar mundir af því að lítið er að koma af slíkum afurðum frá Suður-Ameríku núna,“ segir Teitur. Stuttur tími er til stefnu til að ná kvótanum og því telur Teitur að hugsanlega dragi úr vinnslu loðnu til manneldis – fyrir utan hrognavinnslu þar sem mesta verðmætið liggur. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir komandi vertíð hefur verið aukin um 320.000 tonn til viðbótar við útgefið aflamark í október. Stofnunin leggur því til að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 2014/2015 verði ákveðinn 580 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun hefur verið við loðnumælingar frá 5. janúar síðastliðnum og lauk leiðangrinum í gær er rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til heimahafnar. Auk Árna tók Birtingur NK, skip Síldarvinnslunnar frá Neskaupstað, þátt í rannsóknum. Loðna fannst á öllu mælingasvæðinu en var víða mjög dreifð. Mest mældist út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi að Kolbeinseyjarhrygg. Samkvæmt útreikningum Hafrannsóknastofnunar er áætlað að stærð veiðistofnsins sé nú 969.000 tonn, en samkvæmt veiðireglu skulu 400.000 tonn skilin eftir til hrygningar. Að tilteknum fyrirvörum um ráðstöfun, gengi gjaldmiðla og ástand á mörkuðum, er viðbótin um 25 milljarðar króna í útflutningsverðmætum. Aðeins 22 skip hafa veiðiheimildir í loðnu, en tæp 75% kvótans falla í hlut fimm útgerðarfyrirtækja; Ísfélags Vestmannaeyja, HB Granda, Síldarvinnslunnar, Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Samherja. Spurningar vakna um markaðsmál loðnuafurða við þessar fréttir um mun rýmri veiðiheimildir en í fyrstu leit út fyrir að yrðu gefnar út. Sérstaklega á það við markaði í Rússlandi, en eins og Fréttablaðið greindi frá í desember var útlit fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar héðan. Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood, hefur hins vegar ekki áhyggjur af stöðu mála, og telur það þvert á móti góðar fréttir að veiðiheimildir verði auknar og vandræðalaust verði að koma þeim í verð. „Aukningin fer mest í lýsi og mjöl. Staðan á þeim mörkuðum er mjög hagfelld Íslendingum um þessar mundir af því að lítið er að koma af slíkum afurðum frá Suður-Ameríku núna,“ segir Teitur. Stuttur tími er til stefnu til að ná kvótanum og því telur Teitur að hugsanlega dragi úr vinnslu loðnu til manneldis – fyrir utan hrognavinnslu þar sem mesta verðmætið liggur.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira