Miði og Pyngjan í samstarf Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2015 17:03 Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra kampakát ásamt Dagnýju Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra og eiganda DH Samskipta. Midi.is og Pyngjan standa nú í samstarfi um miðakaup og á næstu dögum munu viðskiptavinir Midi.is geta grett fyrir miða með farsímum sínum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra, keypti sér fyrsta miðann með alíslensku farsímaappi á UT messunni í Hörpu í dag. Samkvæmt tilkynningu var miðinn var keyptur í tilefni opnunar á þessum nýja greiðslumöguleika á vefnum. „Appið kallast Pyngjan en nýsköpunarfyrirtækið DH Samskipti setti það nýlega á markað. Söluaðilar og notendur eru afskaplega ánægðir með þessa nýjung og fjölgar samstarfsaðilum stöðugt. Appið virkar sem greiðslumiðill í farsíma og leysir af hólmi posa og kortagreiðslur. Pyngjan styður bæði Apple og Android síma og er mjög einfalt í notkun,“ segir í tilkynningunni. „Fyllsta öryggis er gætt í samskiptum á milli aðila en til að virkja greiðslukortið í Pyngjunni er virkjunarkóði sendur í netbanka korthafans. Notandi býr til lykilnúmer en einnig er mögulegt að auka öryggi enn frekar með því að læsa Pyngjunni og búa til aðgangsorð. Notandi getur hvenær sem er afskráð greiðslukort í Pyngjunni og þá hverfur kortið úr appinu. Ef síminn týnist eða honum er stolið er mögulegt að afskrá kortið á vefnum.” segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH Samskipta. „Við fögnum þessari spennandi lausn sem styður vel við þá þróunarvinnu sem Midi.is hefur staðið í síðastliðna mánuði, m.a. með tilkomu nýrrar og aðgengilegri vefsíðu sem þjónar miðakaupendum betur hvar sem er og hvenær sem er, hvort sem þeir eru að kaupa sér miða í gegnum snjalltæki eða borðtölvu. Pyngjan smell passar inn í þessa hugmyndafræði og býður auk þess upp á marga spennandi möguleika sem munu nýtast miðakaupendum enn frekar,“ segir Ragnar Árnason, framkvæmdastjóri midi.is. Öll samskipti á milli farsíma og færsluhirðis eru læst og dulkóðuð. Pyngjan hefur engin samskipti við búnað söluaðila og upplýsingar um korthafa eru ekki geymdar hjá söluaðila. Greiðslukortanúmer geymast ekki í forritinu sjálfu en upplýsingarnar um kortanotkun eru varðveittar í Pyngjunni. Ef appinu er eytt hverfa þessar upplýsingar. Tækni Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Midi.is og Pyngjan standa nú í samstarfi um miðakaup og á næstu dögum munu viðskiptavinir Midi.is geta grett fyrir miða með farsímum sínum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskiptaráðherra, keypti sér fyrsta miðann með alíslensku farsímaappi á UT messunni í Hörpu í dag. Samkvæmt tilkynningu var miðinn var keyptur í tilefni opnunar á þessum nýja greiðslumöguleika á vefnum. „Appið kallast Pyngjan en nýsköpunarfyrirtækið DH Samskipti setti það nýlega á markað. Söluaðilar og notendur eru afskaplega ánægðir með þessa nýjung og fjölgar samstarfsaðilum stöðugt. Appið virkar sem greiðslumiðill í farsíma og leysir af hólmi posa og kortagreiðslur. Pyngjan styður bæði Apple og Android síma og er mjög einfalt í notkun,“ segir í tilkynningunni. „Fyllsta öryggis er gætt í samskiptum á milli aðila en til að virkja greiðslukortið í Pyngjunni er virkjunarkóði sendur í netbanka korthafans. Notandi býr til lykilnúmer en einnig er mögulegt að auka öryggi enn frekar með því að læsa Pyngjunni og búa til aðgangsorð. Notandi getur hvenær sem er afskráð greiðslukort í Pyngjunni og þá hverfur kortið úr appinu. Ef síminn týnist eða honum er stolið er mögulegt að afskrá kortið á vefnum.” segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH Samskipta. „Við fögnum þessari spennandi lausn sem styður vel við þá þróunarvinnu sem Midi.is hefur staðið í síðastliðna mánuði, m.a. með tilkomu nýrrar og aðgengilegri vefsíðu sem þjónar miðakaupendum betur hvar sem er og hvenær sem er, hvort sem þeir eru að kaupa sér miða í gegnum snjalltæki eða borðtölvu. Pyngjan smell passar inn í þessa hugmyndafræði og býður auk þess upp á marga spennandi möguleika sem munu nýtast miðakaupendum enn frekar,“ segir Ragnar Árnason, framkvæmdastjóri midi.is. Öll samskipti á milli farsíma og færsluhirðis eru læst og dulkóðuð. Pyngjan hefur engin samskipti við búnað söluaðila og upplýsingar um korthafa eru ekki geymdar hjá söluaðila. Greiðslukortanúmer geymast ekki í forritinu sjálfu en upplýsingarnar um kortanotkun eru varðveittar í Pyngjunni. Ef appinu er eytt hverfa þessar upplýsingar.
Tækni Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira