Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 15:04 Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. Vísir/Vilhelm/Anton Frá því að breytingar voru gerðar á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem alvarleg vandamál koma upp með þjónustuna. Nú síðast týndist stelpa um borð í bíl ferðaþjónustunnar í sjö klukkustundir en þegar hún fannst var búið að leggja bílnum fyrir utan heimili ökumannsins. Búið er að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó til að fara yfir málið. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þjónustan verði skoðuð í heild, ekki bara tilvikið í gær þar sem átján ára stúlka týndist eftir að hafa nýtt sér þjónustuna. Hún fannst sjö tímum seinna læst inni í bíl á vegum ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Fjölmörg óhapp hafa orðið á síðustu mánuðum. Fatlaðir hafa oltið úr hjólastólum og heilabilaðir sjúklingar hafa týnst. Þá eru dæmi um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og hefur það orðið til þess að dagskrá þeirra hefur farið úr skorðum. Mistökin voru það mörg að Strætó sá sér ekki fært annað en að biðja notendur þjónustunnar opinberlega afsökunar á röð mistaka. Í samtölum við fréttastofu hafa nokkrir aðstandendur fatlaðra einstaklinga lýst mistökum sem átt sér hafa stað síðustu vikur hjá ferðaþjónustunni. Til að mynd hafa margir misst af sjúkraþjálfun eða læknatímum vegna seinkana og mistaka hjá ferðaþjónustunni.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan - atburðarásin skýrð Í byrjun árs sagði Vísir frá því að fatlaður maður hafi verið skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni en þeir eru búsettir á sama stað. Vísir greindi svo frá því þann 22. janúar síðastliðinn að þroskahömluð og einhverf stúlka hafi verið skilin ein eftir af ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Stúlkunni var ekið úr skammtíavistun, þar sem stúlkan fer í hvíldarinnlögn einu sinni í mánuði, og heim til hennar í Foldahverfi í Grafarvogi þar sem hún var skilin eftir fyrir utan. Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Frá því að breytingar voru gerðar á ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur ótrúlegur fjöldi mála komið upp þar sem alvarleg vandamál koma upp með þjónustuna. Nú síðast týndist stelpa um borð í bíl ferðaþjónustunnar í sjö klukkustundir en þegar hún fannst var búið að leggja bílnum fyrir utan heimili ökumannsins. Búið er að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó til að fara yfir málið. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að þjónustan verði skoðuð í heild, ekki bara tilvikið í gær þar sem átján ára stúlka týndist eftir að hafa nýtt sér þjónustuna. Hún fannst sjö tímum seinna læst inni í bíl á vegum ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Fjölmörg óhapp hafa orðið á síðustu mánuðum. Fatlaðir hafa oltið úr hjólastólum og heilabilaðir sjúklingar hafa týnst. Þá eru dæmi um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og hefur það orðið til þess að dagskrá þeirra hefur farið úr skorðum. Mistökin voru það mörg að Strætó sá sér ekki fært annað en að biðja notendur þjónustunnar opinberlega afsökunar á röð mistaka. Í samtölum við fréttastofu hafa nokkrir aðstandendur fatlaðra einstaklinga lýst mistökum sem átt sér hafa stað síðustu vikur hjá ferðaþjónustunni. Til að mynd hafa margir misst af sjúkraþjálfun eða læknatímum vegna seinkana og mistaka hjá ferðaþjónustunni.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan - atburðarásin skýrð Í byrjun árs sagði Vísir frá því að fatlaður maður hafi verið skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni en þeir eru búsettir á sama stað. Vísir greindi svo frá því þann 22. janúar síðastliðinn að þroskahömluð og einhverf stúlka hafi verið skilin ein eftir af ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Stúlkunni var ekið úr skammtíavistun, þar sem stúlkan fer í hvíldarinnlögn einu sinni í mánuði, og heim til hennar í Foldahverfi í Grafarvogi þar sem hún var skilin eftir fyrir utan.
Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira