NFL-deildinni lauk á sunnudag og strax í gær voru leikmenn og fjölmiðlamaður í deildinni komnir í vandræði.
Warren Sapp, starfsmaður NFL-sjónvarpsstöðvarinnar, var handtekinn nóttina eftir Super Bowl þar sem hann lenti í handalögmálum við vændiskonur.
Sapp viðurkenndi að hafa greitt annarri vændiskonunni fyrir kynlíf en rifrildi um peninga leiddi síðan til átaka og handtöku. Sapp, sem er í heiðurshöll ameríska fótboltans, var svo rekinn í dag frá NFL Network.
Umtalaðasti nýliði deildarinnar á síðustu leiktíð, Johnny Manziel, tilkynnti síðan að hann væri farinn í meðferð. Stanslausar sögur um fyllerí og fíkniefnanotkun fylgdu honum á leiktíðinni sem var að ljúka. Spilamennskan var svo eftir því.
Svo er Baltimore Ravens að fara að reka Terrance Cody en hann hefur verið kærður fyrir dýraníð. Hann er sagður hafa farið illa með hundinn sinn sem og lítinn krókódil sem hann á. Hann er líka kærður fyrir að hafa krókódíl á heimili sínu en það er ólöglegt.
Dýraníð, áfengismeðferð og slagsmál við vændiskonur

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn


„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn




