Super Bowl partý á Ölveri leyst upp af lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2015 09:58 Ölver í Glæsibæ er bæði vinsæll sport- og karókíbar. Liðsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óvæntir gestir á skemmtistaðnum Ölveri í Glæsibæ í Reykjavík í nótt. Um fimmtíu manns voru á staðnum að horfa á úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, en þeir þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn eftir að löggan mætti á svæðið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var leikurinn um það bil hálfnaður og stemningin í rólegri kantinum. Skipti það litlu máli þar sem ekki hafði fengist leyfi til að hafa staðinn opinn fram á nótt. Óhætt er að segja að aðgerðir lögreglu hafi farið öfugt ofan í gesti staðarins sem fyrir vikið þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn, þegar klukkan var farin að ganga tvö. Var langt í frá að allir hefðu í önnur hús að vernda samkvæmt gesti sem blaðamaður ræddi við í nótt. Sjá einnig: Einn besti Super Bowl sögunnar Almennt hafa vínveitingahús á höfuðborgarsvæðinu aðeins opnunarleyfi til klukkan eitt utan föstudags og laugardagskvölda. Hins vegar er hægt að sækja um sérstakt leyfi til að hafa opið lengur líkt og fjölmargir skemmtistaðir gerðu í gærkvöldi. Það virðist hins vegar hafa gleymst í tilfelli Ölvers. Viðureign Seattle Seahawks og New England Patriots í Super Bowl í gærkvöldi fer í sögubækurnar. Patriots vann hreint ótrúlegan sigur þar sem lokamínúturnar voru lyginni líkastar líkt og sjá má í umfjöllun um leikinn á Vísi.Uppfært klukkan 14:48 Svo virðist sem skemmtistöðum í Reykjavík reynist heldur erfitt að fá leyfi til að hafa opið lengur en gengur og gerist. Það segir eigandi Glaumbars sem var sá eini sem fékk leyfi til að hafa opið fram á nótt á meðan á Super Bowl stóð. Áhorf á íþróttaviðburðum eftir kl. 01:00 er auðvitað stór hættulegt og því ákvað lögreglan bara að loka Ölver #Ok #MakesSens #NorðurKórea— Runólfur Þórhallsson (@Runolfur21) February 2, 2015 Lögregluaðgerð lokið. Búið að tæma Ölver og enginn lést við áhorf á kappleik. Getum andað léttar.— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) February 2, 2015 Tengdar fréttir Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Liðsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óvæntir gestir á skemmtistaðnum Ölveri í Glæsibæ í Reykjavík í nótt. Um fimmtíu manns voru á staðnum að horfa á úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, en þeir þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn eftir að löggan mætti á svæðið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var leikurinn um það bil hálfnaður og stemningin í rólegri kantinum. Skipti það litlu máli þar sem ekki hafði fengist leyfi til að hafa staðinn opinn fram á nótt. Óhætt er að segja að aðgerðir lögreglu hafi farið öfugt ofan í gesti staðarins sem fyrir vikið þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn, þegar klukkan var farin að ganga tvö. Var langt í frá að allir hefðu í önnur hús að vernda samkvæmt gesti sem blaðamaður ræddi við í nótt. Sjá einnig: Einn besti Super Bowl sögunnar Almennt hafa vínveitingahús á höfuðborgarsvæðinu aðeins opnunarleyfi til klukkan eitt utan föstudags og laugardagskvölda. Hins vegar er hægt að sækja um sérstakt leyfi til að hafa opið lengur líkt og fjölmargir skemmtistaðir gerðu í gærkvöldi. Það virðist hins vegar hafa gleymst í tilfelli Ölvers. Viðureign Seattle Seahawks og New England Patriots í Super Bowl í gærkvöldi fer í sögubækurnar. Patriots vann hreint ótrúlegan sigur þar sem lokamínúturnar voru lyginni líkastar líkt og sjá má í umfjöllun um leikinn á Vísi.Uppfært klukkan 14:48 Svo virðist sem skemmtistöðum í Reykjavík reynist heldur erfitt að fá leyfi til að hafa opið lengur en gengur og gerist. Það segir eigandi Glaumbars sem var sá eini sem fékk leyfi til að hafa opið fram á nótt á meðan á Super Bowl stóð. Áhorf á íþróttaviðburðum eftir kl. 01:00 er auðvitað stór hættulegt og því ákvað lögreglan bara að loka Ölver #Ok #MakesSens #NorðurKórea— Runólfur Þórhallsson (@Runolfur21) February 2, 2015 Lögregluaðgerð lokið. Búið að tæma Ölver og enginn lést við áhorf á kappleik. Getum andað léttar.— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) February 2, 2015
Tengdar fréttir Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34