Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. New England Patriots vann þá magnaðan fjögurra stiga sigur, 28-24, gegn Seattle Seahawks sem var að reyna að verja titil sinn frá því í fyrra. Eftir stigalausan fyrsta leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Jafnræði var á með liðunum út leikinn og lokakaflinn var eins og í lygasögu. Patriots kemst yfir, 28-24, er tvær mínútur voru eftir af leiknum og Seattle hélt í sókn og varð að skora snertimark. Leikstjórnandi liðsins, Russell Wilson, tefldi djarft í sókninni. Kastaði löngum boltum og vildi klára dæmið sem fyrst. Seattle komst mjög nærri eftir að Jerome Kearse hafði náð á einhvern óskiljanlegan hátt að grípa boltann eftir að hafa dottið og fengið boltann í fæturna. Hlaupari liðsins. Marshawn Lynch, hlaupari liðsins, kom þeim svo alveg upp að endamarkinu skömmu síðar. Eitt skref eftir í mark og 20 sekúndur eftir. Allir héldu að Lynch myndi einfaldlega hlaupa með boltann í markið og væntanlega tryggja Seattle sigur. Þá tók liðið þá ótrúlega ákvörðun að kasta boltanum og nýliðinn Malcolm Butler refsaði þeim með því að stela boltanum og klára leikinn fyrir Patriots. Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, svekktur í leikslok.vísir/getty Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið og margar af helst kempum leiksins tala um glórulausustu ákvörðun í sögu deildarinnar. Það trúði því enginn að liðið hefði ekki hlaupið. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, vann sinn fjórða Super Bowl í nótt og komst upp að hlið Joe Montana og Terry Bradshaw yfir þá leikstjórnendur sem hafa unnið flesta titla. Hann var búinn að tapa tveim í röð eftir að hafa unnið í fyrstu þrem tilraunum sínum. Hann setti einnig nokkur met og undirstrikaði að hann er einn besti leikstjórnandi sögunnar. Brady kastaði boltanum fyrir sinnum fyrir snertimarki í leiknum og kláraði 37 sendingar í leiknum. Metframmistaða hjá stórkostlegum leikmanni. Hér að ofan má sjá ótrúlegar lokasekúndur leiksins í frábærri lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar og hér að neðan eru svo slagsmálin sem brutust út í kjölfarið. NFL Ofurskálin Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. New England Patriots vann þá magnaðan fjögurra stiga sigur, 28-24, gegn Seattle Seahawks sem var að reyna að verja titil sinn frá því í fyrra. Eftir stigalausan fyrsta leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Jafnræði var á með liðunum út leikinn og lokakaflinn var eins og í lygasögu. Patriots kemst yfir, 28-24, er tvær mínútur voru eftir af leiknum og Seattle hélt í sókn og varð að skora snertimark. Leikstjórnandi liðsins, Russell Wilson, tefldi djarft í sókninni. Kastaði löngum boltum og vildi klára dæmið sem fyrst. Seattle komst mjög nærri eftir að Jerome Kearse hafði náð á einhvern óskiljanlegan hátt að grípa boltann eftir að hafa dottið og fengið boltann í fæturna. Hlaupari liðsins. Marshawn Lynch, hlaupari liðsins, kom þeim svo alveg upp að endamarkinu skömmu síðar. Eitt skref eftir í mark og 20 sekúndur eftir. Allir héldu að Lynch myndi einfaldlega hlaupa með boltann í markið og væntanlega tryggja Seattle sigur. Þá tók liðið þá ótrúlega ákvörðun að kasta boltanum og nýliðinn Malcolm Butler refsaði þeim með því að stela boltanum og klára leikinn fyrir Patriots. Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, svekktur í leikslok.vísir/getty Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið og margar af helst kempum leiksins tala um glórulausustu ákvörðun í sögu deildarinnar. Það trúði því enginn að liðið hefði ekki hlaupið. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, vann sinn fjórða Super Bowl í nótt og komst upp að hlið Joe Montana og Terry Bradshaw yfir þá leikstjórnendur sem hafa unnið flesta titla. Hann var búinn að tapa tveim í röð eftir að hafa unnið í fyrstu þrem tilraunum sínum. Hann setti einnig nokkur met og undirstrikaði að hann er einn besti leikstjórnandi sögunnar. Brady kastaði boltanum fyrir sinnum fyrir snertimarki í leiknum og kláraði 37 sendingar í leiknum. Metframmistaða hjá stórkostlegum leikmanni. Hér að ofan má sjá ótrúlegar lokasekúndur leiksins í frábærri lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar og hér að neðan eru svo slagsmálin sem brutust út í kjölfarið.
NFL Ofurskálin Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira