Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. New England Patriots vann þá magnaðan fjögurra stiga sigur, 28-24, gegn Seattle Seahawks sem var að reyna að verja titil sinn frá því í fyrra. Eftir stigalausan fyrsta leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Jafnræði var á með liðunum út leikinn og lokakaflinn var eins og í lygasögu. Patriots kemst yfir, 28-24, er tvær mínútur voru eftir af leiknum og Seattle hélt í sókn og varð að skora snertimark. Leikstjórnandi liðsins, Russell Wilson, tefldi djarft í sókninni. Kastaði löngum boltum og vildi klára dæmið sem fyrst. Seattle komst mjög nærri eftir að Jerome Kearse hafði náð á einhvern óskiljanlegan hátt að grípa boltann eftir að hafa dottið og fengið boltann í fæturna. Hlaupari liðsins. Marshawn Lynch, hlaupari liðsins, kom þeim svo alveg upp að endamarkinu skömmu síðar. Eitt skref eftir í mark og 20 sekúndur eftir. Allir héldu að Lynch myndi einfaldlega hlaupa með boltann í markið og væntanlega tryggja Seattle sigur. Þá tók liðið þá ótrúlega ákvörðun að kasta boltanum og nýliðinn Malcolm Butler refsaði þeim með því að stela boltanum og klára leikinn fyrir Patriots. Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, svekktur í leikslok.vísir/getty Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið og margar af helst kempum leiksins tala um glórulausustu ákvörðun í sögu deildarinnar. Það trúði því enginn að liðið hefði ekki hlaupið. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, vann sinn fjórða Super Bowl í nótt og komst upp að hlið Joe Montana og Terry Bradshaw yfir þá leikstjórnendur sem hafa unnið flesta titla. Hann var búinn að tapa tveim í röð eftir að hafa unnið í fyrstu þrem tilraunum sínum. Hann setti einnig nokkur met og undirstrikaði að hann er einn besti leikstjórnandi sögunnar. Brady kastaði boltanum fyrir sinnum fyrir snertimarki í leiknum og kláraði 37 sendingar í leiknum. Metframmistaða hjá stórkostlegum leikmanni. Hér að ofan má sjá ótrúlegar lokasekúndur leiksins í frábærri lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar og hér að neðan eru svo slagsmálin sem brutust út í kjölfarið. NFL Ofurskálin Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. New England Patriots vann þá magnaðan fjögurra stiga sigur, 28-24, gegn Seattle Seahawks sem var að reyna að verja titil sinn frá því í fyrra. Eftir stigalausan fyrsta leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Jafnræði var á með liðunum út leikinn og lokakaflinn var eins og í lygasögu. Patriots kemst yfir, 28-24, er tvær mínútur voru eftir af leiknum og Seattle hélt í sókn og varð að skora snertimark. Leikstjórnandi liðsins, Russell Wilson, tefldi djarft í sókninni. Kastaði löngum boltum og vildi klára dæmið sem fyrst. Seattle komst mjög nærri eftir að Jerome Kearse hafði náð á einhvern óskiljanlegan hátt að grípa boltann eftir að hafa dottið og fengið boltann í fæturna. Hlaupari liðsins. Marshawn Lynch, hlaupari liðsins, kom þeim svo alveg upp að endamarkinu skömmu síðar. Eitt skref eftir í mark og 20 sekúndur eftir. Allir héldu að Lynch myndi einfaldlega hlaupa með boltann í markið og væntanlega tryggja Seattle sigur. Þá tók liðið þá ótrúlega ákvörðun að kasta boltanum og nýliðinn Malcolm Butler refsaði þeim með því að stela boltanum og klára leikinn fyrir Patriots. Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, svekktur í leikslok.vísir/getty Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið og margar af helst kempum leiksins tala um glórulausustu ákvörðun í sögu deildarinnar. Það trúði því enginn að liðið hefði ekki hlaupið. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, vann sinn fjórða Super Bowl í nótt og komst upp að hlið Joe Montana og Terry Bradshaw yfir þá leikstjórnendur sem hafa unnið flesta titla. Hann var búinn að tapa tveim í röð eftir að hafa unnið í fyrstu þrem tilraunum sínum. Hann setti einnig nokkur met og undirstrikaði að hann er einn besti leikstjórnandi sögunnar. Brady kastaði boltanum fyrir sinnum fyrir snertimarki í leiknum og kláraði 37 sendingar í leiknum. Metframmistaða hjá stórkostlegum leikmanni. Hér að ofan má sjá ótrúlegar lokasekúndur leiksins í frábærri lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar og hér að neðan eru svo slagsmálin sem brutust út í kjölfarið.
NFL Ofurskálin Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira