Luis Figo vill stækka HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 15:30 Luis Figo á Wembley í dag. Vísir/Getty Luis Figo, hefur kynnt betur framboð sitt til forseta FIFA, en þessi fyrrum dýrasti og besti knattspyrnamaður í heimi ætlar að reyna að steypa Sepp Blatter af stóli. Luis Figo vill meðal annars stækka heimsmeistarakeppnina, endurvekja gömlu rangstöðuregluna og auka möguleika dómara á því að nýta sér tæknina. Luis Figo hélt blaðamannafund á Wembley í dag þar sem kynnti hvaða málefni eiga að skila honum sigri í forsetaframboðinu á móti Ali Bin Al Hussein prins, Michael van Praag og Sepp Blatter. Figo ætlar ennfremur að deila út hluta af varasjóði FIFA til aðildarlanda sinna en Alþjóðaknattspyrnusambandið er stærsta sambandið í íþróttaheiminum. Ísland ætti meiri möguleika á því að komast á HM ef keppnin stækkar en íslenska liði komst alla leið í umspil í síðustu keppni. Þrír kostir eru í stöðunni fyrir framtíðafyrirkomulag HM í fótbolta. Í fyrsta lagi að halda núverandi fyrirkomulagi með 32 liðum, í öðru lagi að fjölga í 40 lið og í þriðja lagi að fjölga í 48 lið og skipta keppninni í tvennt og hafa síðan sér útsláttarkeppni í lokin. Menn eins og Jose Mourinho og David Beckham hafa lýst yfir stuðningi við hinn 42 ára gamla Figo sem hefur sjálfur talað um að hreinsa til og endurvekja traust fólks á sambandinu. „Ég er ekki maður sem situr aðgerðalaus til hliðar og neita að skipta mér að. Ég vil sjá öðruvísi leiðtogastefnu hjá FIFA og fá meiri sýnileika, meiri samvinnu og meiri samstöðu," sagði Luis Figo. „Ég er heppinn að vera frjáls maður. Ég skulda engum neitt. Þess vegna á ég möguleika á því að starfa sem forseti fyrir fólkið. Fótboltinn er í mínu blóði og ég er tilbúinn að berjast fyrir breytingum innan FIFA," sagði Figo. FIFA Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira
Luis Figo, hefur kynnt betur framboð sitt til forseta FIFA, en þessi fyrrum dýrasti og besti knattspyrnamaður í heimi ætlar að reyna að steypa Sepp Blatter af stóli. Luis Figo vill meðal annars stækka heimsmeistarakeppnina, endurvekja gömlu rangstöðuregluna og auka möguleika dómara á því að nýta sér tæknina. Luis Figo hélt blaðamannafund á Wembley í dag þar sem kynnti hvaða málefni eiga að skila honum sigri í forsetaframboðinu á móti Ali Bin Al Hussein prins, Michael van Praag og Sepp Blatter. Figo ætlar ennfremur að deila út hluta af varasjóði FIFA til aðildarlanda sinna en Alþjóðaknattspyrnusambandið er stærsta sambandið í íþróttaheiminum. Ísland ætti meiri möguleika á því að komast á HM ef keppnin stækkar en íslenska liði komst alla leið í umspil í síðustu keppni. Þrír kostir eru í stöðunni fyrir framtíðafyrirkomulag HM í fótbolta. Í fyrsta lagi að halda núverandi fyrirkomulagi með 32 liðum, í öðru lagi að fjölga í 40 lið og í þriðja lagi að fjölga í 48 lið og skipta keppninni í tvennt og hafa síðan sér útsláttarkeppni í lokin. Menn eins og Jose Mourinho og David Beckham hafa lýst yfir stuðningi við hinn 42 ára gamla Figo sem hefur sjálfur talað um að hreinsa til og endurvekja traust fólks á sambandinu. „Ég er ekki maður sem situr aðgerðalaus til hliðar og neita að skipta mér að. Ég vil sjá öðruvísi leiðtogastefnu hjá FIFA og fá meiri sýnileika, meiri samvinnu og meiri samstöðu," sagði Luis Figo. „Ég er heppinn að vera frjáls maður. Ég skulda engum neitt. Þess vegna á ég möguleika á því að starfa sem forseti fyrir fólkið. Fótboltinn er í mínu blóði og ég er tilbúinn að berjast fyrir breytingum innan FIFA," sagði Figo.
FIFA Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira