Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. febrúar 2015 12:00 Sepp Blatter vill ekki sjá rasisma í fótboltanum. vísir/getty Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er ekki skemmt yfir gjörðum nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik liðsins gegn PSG í París í gærkvöldi. Þeir urðu sér til háborinnar skammar þegar þeir ýttu þeldökkum manni út úr neðanjarðarlest og sungu: „Við erum kynþáttahatarar (We're racist), við erum kynþáttahatarar og þannig viljum við vera.“ Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti á vefsíðu sinni, en maðurinn sem tók það upp sagði við breska blaðið: „Þetta var menningaráfall. Ég heyrði nokkra Frakka segja: Ég trúi þessu ekki. Þetta er brjálæði.“ Sepp Blatter, forseti FIFA, talaði um atvikið á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist fordæma athæfi lítils hóps stuðningsmanna Chelsea. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta,“ skrifaði hann. Enska knattspyrnusambandið gaf einnig út stutta yfirlýsingu vegna málsins og segist í henni ætla að hjálpa Chelsea að banna ársmiðahafana sem voru hluti af hópnum. „Enska sambandið, líkt og Chelsea, algjörlega fordæmir þessa skammarlegu hegðun sem er glæpsamleg. Þeir sem bera ábyrgð á þessu eiga sæta eins alvarlegri refsingu og hugsast getur,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins.I also condemn the actions of a small group of Chelsea fans in Paris. There is no place for racism in football!— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) February 18, 2015 FIFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30 Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er ekki skemmt yfir gjörðum nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik liðsins gegn PSG í París í gærkvöldi. Þeir urðu sér til háborinnar skammar þegar þeir ýttu þeldökkum manni út úr neðanjarðarlest og sungu: „Við erum kynþáttahatarar (We're racist), við erum kynþáttahatarar og þannig viljum við vera.“ Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti á vefsíðu sinni, en maðurinn sem tók það upp sagði við breska blaðið: „Þetta var menningaráfall. Ég heyrði nokkra Frakka segja: Ég trúi þessu ekki. Þetta er brjálæði.“ Sepp Blatter, forseti FIFA, talaði um atvikið á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist fordæma athæfi lítils hóps stuðningsmanna Chelsea. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta,“ skrifaði hann. Enska knattspyrnusambandið gaf einnig út stutta yfirlýsingu vegna málsins og segist í henni ætla að hjálpa Chelsea að banna ársmiðahafana sem voru hluti af hópnum. „Enska sambandið, líkt og Chelsea, algjörlega fordæmir þessa skammarlegu hegðun sem er glæpsamleg. Þeir sem bera ábyrgð á þessu eiga sæta eins alvarlegri refsingu og hugsast getur,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins.I also condemn the actions of a small group of Chelsea fans in Paris. There is no place for racism in football!— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) February 18, 2015
FIFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30 Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15
Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30
Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45