Golf

Jim Furyk í bílstjórasætinu fyrir lokahringinn á Pebble Beach

Furyk einbeittur á þriðja hring í gær.
Furyk einbeittur á þriðja hring í gær. Getty
Reynsluboltinn Jim Furyk leiðir fyrir lokahringinn á AT&T National mótinu sem fram fer á Pebble Beach en hann er á 18 höggum undir pari.

Furyk hefur leikið frábært golf hingað til í sólinni í Kaliforníuríki en hann fékk ekki einn einasta skolla í gær og kom inn á 63 höggum eða níu undir pari. Í öðru sæti eru þeir Matt Jones og Brandt Snedeker á 17 höggum undir en Nick Watney kemur einn í fjórða sæti á 16 undir pari.

Tilþrif dagsins á þriðja hring átti Þjóðverjinn Marcel Siem en hann nældi sér í glæsilegan örn á sjöttu holu í gær með þessu frábæra höggi.

Það verður áhugavert að sjá hvort að Furyk standist pressuna í kvöld en í síðustu átta mótum þar sem hann hefur verið í forystu fyrir lokahringinn hefur honum ekki tekist að landa sigri.

Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í kvöld frá klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×