Borussia Dortmund komst upp úr botnsætum þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld eftir 4-2 heimsigur á Mainz 05 í fyrsta leik 21. umferðarinnar. Þetta var annar sigur Dortmund- liðsins í röð.
Borussia Dortmund sat í þriðja neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn (16. sæti), einu stigi á undan neðstu liðunum en þessi sigur skilar liðinu upp í 14. sæti. Mainz 05 er nú með jafnmörg stig en betri markatölu.
Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang og Tyrkinn Nuri Şahin skoruðu tvö síðustu mörkin á síðustu tuttugu mínútunum og tryggðu Borussia Dortmund annan deildarsigurinn í röð.
Pierre-Emerick Aubameyang kom Dortmund í 3-2 á 71. mínútu eftir sendingu frá Marco Reus og Nuri Sahin skoraði fjórða markið sjö mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir aukaspyrnu Aubameyang.
Marco Reus hafði áður komi Dortmund í 2-1 með marki á 55. mínútu en sex mínútum fyrr hafði Neven Subotić jafnað metin í 1-1.
Elkin Soto skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Mainz 05 strax á fyrstu mínútu leiksins en markið kom eftir aðeins 40 sekúndur og skógarhlaup hjá Roman Weidenfeller markverði liðsins.
Yunus Malli jafnaði metin í 2-2 eftir undirbúning Elkin Soto og aðeins mínútu eftir að Marco Reus kom Dortmund yfir í fyrsta sinn í leiknum.
Dortmund ekki lengur meðal þriggja neðstu liðanna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Frimpong strax úr leik hjá Liverpool
Enski boltinn

Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

Féll fimm metra við að fagna marki
Fótbolti
