Körfubolti

Chicago slökkti í Cleveland fyrir stjörnuleiksfríið | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pau Gasol og Joakim Noah eru rosalegir undir körfunni.
Pau Gasol og Joakim Noah eru rosalegir undir körfunni. vísir/epa
Chicago Bulls vann Cleveland Cavaliers örugglega á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nót, 113-98, en leikurinn var sá síðasti fyrir stjörnuleiksfríið, en stjörnuleikurinn fer fram á sunnudaginn.

Cleveland var búið að vinna 15 af 16 síðustu leikjum sínum fyrir tapið í nótt, en Chicago er nú búið að vinna fjóra í röð eftir að tapa 10 af 15 þar á undan. Bæði lið verið á miklum skriði að undanförnu.

Derrick Rose var í miklum ham fyrir Chicago og skoraði 30 stig og gaf 7 stoðsendingar, en þessi magnaði leikstjórnandi er að komast í sitt besta form eftir langvarandi meiðsli.

Spánverjinn Pau Gasol getur ekki hætt að ná tvennum, en hann skoraði 18 stig og tók 10 fráköst í nótt fyrir heimamenn. Þetta er 14. leikurinn í röð þar sem hann nær tvennu.

LeBron James reyndi hvað hann gat fyrir Cleveland og skoraði 31 stig, en gestirnir voru án Kevins Love sem var frá vegna augnvandamála. Kyrie Irving skoraði 17 stig.

Chicago er í þriðja sæti austurdeildarinnar með 34 sigra og 20 töp, en Cleveland er í fimmta sætinu með 33 sigra og 22 töp, einum og hálfum leik á eftir Chicago.

Hér að neðan má sjá skemmtileg myndbönd úr leiknum í nótt.

LeBron skorar 31 stig: 30 stiga frammistaða Rose: 14 tvennur í röð hjá Gasol: Troðslur og læti í nótt: Timofey Mozgov treður yfir Joakim Noah:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×