Lars: Ísland er eitt skipulagðasta landslið heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 13:00 Knattspyrnumenn hafa boltann að meðaltali í tæpa mínútu í hverjum leik og því snýst nær allur leikurinn um að hlaupa úr sér lungun. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, ræddi þetta í fyrirlestri sínum á opnum fundi Félags Atvinnumrekanda í gær þar sem hann talaði um leiðtogahlutverkið. Hann sagði fundargestum frá líklega bestu 90 sekúndum liðsins undir hans stjórn. Það var þegar liðið hélt boltanum í hálfa aðra mínútu gegn Noregi og skoraði svo mark sem tryggði liðinu í umspil um sæti á HM 2014. Það myndbrot fá strákarnir að sjá reglulega.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sínum og því rak ég hann heim „Þeir spiluðu 90 sekúndur af fótbolta sem sést sjaldan. Vitið þið hversu margar sekúndur menn hafa boltann í heildina í fótboltaleik? Í dag í alþjóðlegum fótbolta eru þetta milli 30-45 sekúndur. 89 mínútur í fótboltaleik snúast því um að hlaupa. Þetta vilja leikmennirnir ekki heyra því þeir vilja auðvitað hafa boltann,“ sagði Lars sem leggur mikið upp úr því að leikmenn sínir hlaupi stanslaust allan leikinn. „En svona er fótboltinn og því verða menn að hafa vilja til að hlaupa. Þetta eru staðreyndir sem menn verða að sætta sig við. Og strákarnir hafa tekið þessu og staðið sig mjög vel.“Ísland spilaði frábærlega á móti Hollandi og vann 2-0 sigur.vísir/andri marinóEndurtekningar mikilvægar Svíinn talaði einnig um hversu mikilvægar endurtekningar eru í fótbolta þannig leikmennirnir geti brugðist við því sem kemur upp og séu vanir leikkerfinu. Gott sé að þróa lið í fáum skrefum. „Stundum gleymum við að endurtaka það sem við erum góðir í. Þjálfari, sem kenndi mér á áttunda áratugnum, sagði mér að endurtaka sama hlutinn 2-3 sinnum í viku með liðið. Leikmenn koma í landsliðið frá mismunandi félagsliðum þannig við verðum að minna þá á þetta,“ sagði Lars. „Svo er líka mikilvægt að þróa liðið smám saman. Ég komst að því þegar við komum Svíþjóð á fyrsta stórmótið mitt. Við spiluðum frábærlega í undankeppninni og unnum alla leikina nema einn þar sem við gerðum jafntefli við England. Við skoruðum tíu mörk en fengum bara á okkur eitt. Því ákváðum við að eyða öllum þremur vikunum fyrir mótið að bæta sóknarleikinn.“ „Þegar við mættum á mótið náðum við einu jafntefli og töpuðum tveimur leikjum. Ég lærði af þessu að þróa lið hægt frekar en hratt. Menn eiga að vera metnaðarfullir en ekki um of,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Þessi þrautreyndi þjálfari, sem hefur þjálfað sænska, nígeríska og íslenska landsliðið á sínum ferli, segir gríðarlega mikilvægt að finna réttu blönduna í liðið. Því séu ekkert alltaf bestu fótboltamennirnir í byrjunarliðinu. „Þetta eru mikilvægir hlutir þegar kemur að því að byggja upp lið. Það er til dæmis ekki hægt að bera saman leikmann eins og Kára Árnason og Gylfa Þór. Hæfileikar þeirra eru mismunandi. Eitt það áhugaverðasta við að vera fótboltaþjálfari er að finna rétta jafnvægið í liðinu. Maður er því ekkert með bestu leikmennina alltaf í byrjunarliðinu,“ sagði hann.Gylfi Þór Sigurðsson er ólíkur Kára Árnasyni en báðir eru mikilvægir íslenska landsliðinu.vísir/anton brinkAllt saman spurning um jafnvægi Hann veit vel af því að fólk spyr sig hvers vegna Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, hafi setið nær allan tímann á bekknum í fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppni EM. Í hans stað spilaði Jón Daði Böðvarsson sem var nú ekki beint að kveikja í norsku úrvalsdeildinni þegar hann fékk tækifærið síðasta haust. Jón Daði kom aftur á móti gríðarlega sterkur inn í liðið og spilaði frábærlega. „Þetta er spurning um jafnvægi. Þó við reynum alltaf að hugsa um okkar styrkleika verður maður að taka mið af hverju mótherjinn er góður í. Þetta er eitt af þessu áhugaverða við fótbolta,“ sagði Lars og hrósaði íslenska liðinu í hástert. „Ísland og Svíþjóð munu aldrei eiga bestu leikmenn heims, en við ættum að einbeita okkur að því að vera bestir þar sem við getum skarað fram úr. Ég myndi segja að Ísland er eitt best skipulagða landslið í dag. Allir leikmennirnir vita hvað þeir eiga að gera og þeir hafa staðið sig frábærlega og taka ábyrgð. Þetta er bara eitthvað í íslenska umhverfinu; þið takið ábyrgð á eigin gjörðum,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur. Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Knattspyrnumenn hafa boltann að meðaltali í tæpa mínútu í hverjum leik og því snýst nær allur leikurinn um að hlaupa úr sér lungun. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, ræddi þetta í fyrirlestri sínum á opnum fundi Félags Atvinnumrekanda í gær þar sem hann talaði um leiðtogahlutverkið. Hann sagði fundargestum frá líklega bestu 90 sekúndum liðsins undir hans stjórn. Það var þegar liðið hélt boltanum í hálfa aðra mínútu gegn Noregi og skoraði svo mark sem tryggði liðinu í umspil um sæti á HM 2014. Það myndbrot fá strákarnir að sjá reglulega.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sínum og því rak ég hann heim „Þeir spiluðu 90 sekúndur af fótbolta sem sést sjaldan. Vitið þið hversu margar sekúndur menn hafa boltann í heildina í fótboltaleik? Í dag í alþjóðlegum fótbolta eru þetta milli 30-45 sekúndur. 89 mínútur í fótboltaleik snúast því um að hlaupa. Þetta vilja leikmennirnir ekki heyra því þeir vilja auðvitað hafa boltann,“ sagði Lars sem leggur mikið upp úr því að leikmenn sínir hlaupi stanslaust allan leikinn. „En svona er fótboltinn og því verða menn að hafa vilja til að hlaupa. Þetta eru staðreyndir sem menn verða að sætta sig við. Og strákarnir hafa tekið þessu og staðið sig mjög vel.“Ísland spilaði frábærlega á móti Hollandi og vann 2-0 sigur.vísir/andri marinóEndurtekningar mikilvægar Svíinn talaði einnig um hversu mikilvægar endurtekningar eru í fótbolta þannig leikmennirnir geti brugðist við því sem kemur upp og séu vanir leikkerfinu. Gott sé að þróa lið í fáum skrefum. „Stundum gleymum við að endurtaka það sem við erum góðir í. Þjálfari, sem kenndi mér á áttunda áratugnum, sagði mér að endurtaka sama hlutinn 2-3 sinnum í viku með liðið. Leikmenn koma í landsliðið frá mismunandi félagsliðum þannig við verðum að minna þá á þetta,“ sagði Lars. „Svo er líka mikilvægt að þróa liðið smám saman. Ég komst að því þegar við komum Svíþjóð á fyrsta stórmótið mitt. Við spiluðum frábærlega í undankeppninni og unnum alla leikina nema einn þar sem við gerðum jafntefli við England. Við skoruðum tíu mörk en fengum bara á okkur eitt. Því ákváðum við að eyða öllum þremur vikunum fyrir mótið að bæta sóknarleikinn.“ „Þegar við mættum á mótið náðum við einu jafntefli og töpuðum tveimur leikjum. Ég lærði af þessu að þróa lið hægt frekar en hratt. Menn eiga að vera metnaðarfullir en ekki um of,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Þessi þrautreyndi þjálfari, sem hefur þjálfað sænska, nígeríska og íslenska landsliðið á sínum ferli, segir gríðarlega mikilvægt að finna réttu blönduna í liðið. Því séu ekkert alltaf bestu fótboltamennirnir í byrjunarliðinu. „Þetta eru mikilvægir hlutir þegar kemur að því að byggja upp lið. Það er til dæmis ekki hægt að bera saman leikmann eins og Kára Árnason og Gylfa Þór. Hæfileikar þeirra eru mismunandi. Eitt það áhugaverðasta við að vera fótboltaþjálfari er að finna rétta jafnvægið í liðinu. Maður er því ekkert með bestu leikmennina alltaf í byrjunarliðinu,“ sagði hann.Gylfi Þór Sigurðsson er ólíkur Kára Árnasyni en báðir eru mikilvægir íslenska landsliðinu.vísir/anton brinkAllt saman spurning um jafnvægi Hann veit vel af því að fólk spyr sig hvers vegna Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, hafi setið nær allan tímann á bekknum í fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppni EM. Í hans stað spilaði Jón Daði Böðvarsson sem var nú ekki beint að kveikja í norsku úrvalsdeildinni þegar hann fékk tækifærið síðasta haust. Jón Daði kom aftur á móti gríðarlega sterkur inn í liðið og spilaði frábærlega. „Þetta er spurning um jafnvægi. Þó við reynum alltaf að hugsa um okkar styrkleika verður maður að taka mið af hverju mótherjinn er góður í. Þetta er eitt af þessu áhugaverða við fótbolta,“ sagði Lars og hrósaði íslenska liðinu í hástert. „Ísland og Svíþjóð munu aldrei eiga bestu leikmenn heims, en við ættum að einbeita okkur að því að vera bestir þar sem við getum skarað fram úr. Ég myndi segja að Ísland er eitt best skipulagða landslið í dag. Allir leikmennirnir vita hvað þeir eiga að gera og þeir hafa staðið sig frábærlega og taka ábyrgð. Þetta er bara eitthvað í íslenska umhverfinu; þið takið ábyrgð á eigin gjörðum,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn