Bayern Munchen heldur áfram sigurgöngu sinni í þýsku úrvalsdeildinni, en þeir unnu öruggan sigur á FC Köln í efstu deildinni þar í landi í gærkvöldi. Lokatölur 4-1.
Það voru ekki liðnar nema þrjár mínútur þegar Bastian Schweinsteiger skoraði fyrsta markið. Franck Ribery bætti öðru marki við sjö mínútum síðar.
Bayern höfðu unnið síðustu tvo leiki sína 8-0 gegn HSV og 6-0 gegn Paderborn og stefndi allt í aðra eins veislu. Anthony Ujah minnkaði þó muninn fyrir Köln rétt fyrir hálfleik.
Arjen Robben og Robert Lewandowski bættu við sitthvoru markinu í síðari hálfleik og lokatölur þriggja marka sigur Bayern, 4-1.
Bayern jók forskot sitt á toppi deildarinnar í ellefu stig, en Wolfsburg sem situr í öðru sætinu á þó leik til góða. Þeir mæta Werder Bremen á sunnudag.
