Pínleg andmæli evrópskrar knattspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2015 12:00 Katar var úthlutað HM 2022 árið 2010. Hér er Sepp Blatter, forseti FIFA, með þáverandi emír Katar og eiginkonu hans. Vísir/AFP Marina Hyde ritar athyglisverðan pistil í enska blaðinu Guardian í dag og hefur hann vakið mikla athygli. Þar fjallar hún um yfirvofandi ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, að halda HM 2022 í nóvember og desember það ár.Sjá einnig: Styttra HM 2022 í nóvember og desember Í pistlinum rekur Hyde söguna í grófum dráttum og allt það sem hefur vakið hneykslan og undrun í þau fimm ár sem það hefur legið fyrir að HM 2022 verði haldið í hinu moldríka olíuríki Katar á Arabíuskaganum.HM er á leið til Katar, þó ekki fyrr en eftir tæp átta ár.Vísir/GettyAf nógu er að taka. Innfluttir verkamenn frá fátækum ríkjum hafa verið fluttir inn í stórum stíl til að byggja glæsilega knattspyrnuleikvanga í landinu. En það er ekki allt og sumt. „Heilu borgirnar eru reistar í miðri eyðimörkinni bara svo að nýreistur knattspyrnuleikvangurinn líti ekki einmanalega og kjánalega út,“ skrifar hún en í Lusail, þar sem úrslitaleikur HM 2015 í handbolta fór fram, er glæsileg íþróttahöll sem stendur ein og yfirgefin í eyðimörkinni. Þó er áætlað að Lusail verði stæðileg borg með tilheyrandi háhýsum og glæsivillum innan fárra ára.Sjá einnig: Neville: HM er enginn framrúðubikar Á meðan búa verkamennirnir við þröng kjör og fjöldi þeirra sem hafa látist við störf skipta þúsundum. Fleiri ásakanir hafa komið fram, líkt og Hyde bendir á, meðal annars að yfirvöld í Katar styðji við hryðjuverkastarfssemi og fjármagni Isis-samtökin íslömsku.Karl-Heinz Rummenigge er stjórnarformaður Bayern München og í forsvari fyrir Samtök evrópskra knattspyrnufélaga.Vísir/GettyLíklegt er að úrslitaleikur HM 2022 fari fram á Þorláksmessu og raski þar með hefðbundinni jóladagskrá ensku úrvalsdeildarinnar, í ofanálag við allt annað. Forráðamenn evrópskra félaga og deildarkeppna hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi hávært og það þykir Hyde pínlegur samanburður.Sjá einnig: Engar bætur fyrir evrópsk félög vegna HM 2022 „Ef að þessar dagsetningar eru það sem veldur því að hreyfa við almennilegum andmælum þá er erfitt að komast undan því að draga neyðarlega ályktun um okkar knattspyrnuforystu. Nefnilega þá að þeim fannst ekkert athugavert við spillinguna, þrælahaldið og öll dauðsföllin - en að það sé of langt gengið skipta sér af deildarkeppnunum, þeirra helstu tekjulind,“ skrifar hún. „Þar með er hægt að finna möguleika á því að gera þessa sögu enn ógeðfelldari en hún er nú þegar.“Smelltu hér til að lesa pistil Hyde. FIFA Fótbolti Mið-Austurlönd Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Marina Hyde ritar athyglisverðan pistil í enska blaðinu Guardian í dag og hefur hann vakið mikla athygli. Þar fjallar hún um yfirvofandi ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, að halda HM 2022 í nóvember og desember það ár.Sjá einnig: Styttra HM 2022 í nóvember og desember Í pistlinum rekur Hyde söguna í grófum dráttum og allt það sem hefur vakið hneykslan og undrun í þau fimm ár sem það hefur legið fyrir að HM 2022 verði haldið í hinu moldríka olíuríki Katar á Arabíuskaganum.HM er á leið til Katar, þó ekki fyrr en eftir tæp átta ár.Vísir/GettyAf nógu er að taka. Innfluttir verkamenn frá fátækum ríkjum hafa verið fluttir inn í stórum stíl til að byggja glæsilega knattspyrnuleikvanga í landinu. En það er ekki allt og sumt. „Heilu borgirnar eru reistar í miðri eyðimörkinni bara svo að nýreistur knattspyrnuleikvangurinn líti ekki einmanalega og kjánalega út,“ skrifar hún en í Lusail, þar sem úrslitaleikur HM 2015 í handbolta fór fram, er glæsileg íþróttahöll sem stendur ein og yfirgefin í eyðimörkinni. Þó er áætlað að Lusail verði stæðileg borg með tilheyrandi háhýsum og glæsivillum innan fárra ára.Sjá einnig: Neville: HM er enginn framrúðubikar Á meðan búa verkamennirnir við þröng kjör og fjöldi þeirra sem hafa látist við störf skipta þúsundum. Fleiri ásakanir hafa komið fram, líkt og Hyde bendir á, meðal annars að yfirvöld í Katar styðji við hryðjuverkastarfssemi og fjármagni Isis-samtökin íslömsku.Karl-Heinz Rummenigge er stjórnarformaður Bayern München og í forsvari fyrir Samtök evrópskra knattspyrnufélaga.Vísir/GettyLíklegt er að úrslitaleikur HM 2022 fari fram á Þorláksmessu og raski þar með hefðbundinni jóladagskrá ensku úrvalsdeildarinnar, í ofanálag við allt annað. Forráðamenn evrópskra félaga og deildarkeppna hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi hávært og það þykir Hyde pínlegur samanburður.Sjá einnig: Engar bætur fyrir evrópsk félög vegna HM 2022 „Ef að þessar dagsetningar eru það sem veldur því að hreyfa við almennilegum andmælum þá er erfitt að komast undan því að draga neyðarlega ályktun um okkar knattspyrnuforystu. Nefnilega þá að þeim fannst ekkert athugavert við spillinguna, þrælahaldið og öll dauðsföllin - en að það sé of langt gengið skipta sér af deildarkeppnunum, þeirra helstu tekjulind,“ skrifar hún. „Þar með er hægt að finna möguleika á því að gera þessa sögu enn ógeðfelldari en hún er nú þegar.“Smelltu hér til að lesa pistil Hyde.
FIFA Fótbolti Mið-Austurlönd Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira