Mitsubishi og Peugeot-Citroën loka í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 11:43 Verksmiðju Mitsubishi og Peugeot-Citroën í Rússlandi hefur nú verið lokað tímabundið. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur loka nú verksmiðjum sínum í Rússlandi, tímabundið eða alfarið. Það er hinn slæmi efnahagur þarlendis sem veldur dræmri sölu bíla. Nú hafa Mitsubishi og Peugeot-Citroën bæst í þann hóp og ætla að loka a.m.k. í nokkrar vikur. Bílasalan hjá Peugeot-Citroën svo að segja hrundi í janúar í Rússlandi og féll um 75%. Fyrirtækið seldi aðeins 898 bíla í þessum mánuði. Ekki gekk alveg eins illa hjá Mitsubishi en salan minnkaði engu að síður um 32% og nam 3.220 bílum. Í heildina féll bílasala í Rússlandi um 24% í janúar. Mitsubishi og Peugeot-Citroën framleiða bíla í sameiginlegri verksmiðju í Kaluga, 180 km suðvestur af Moskvu, og opnaði þessi verksmiðja árið 2012. Á þeim tíma var því spáð að bílasala í Rússlandi færi brátt fram úr bílasölu í Þýskalandi og tæki með því forystu sem mesta bílasöluland Evrópu. Sú hefur þó ekki orðið raunin og efnahagslægðin í Rússlandi, stríðsbröltið í Úkraínu og viðskiptaþvinganir í kjölfar þess hefur minnkað svo mjög bílasölu að hver framleiðandinn á fætur öðrum hefur stöðvað eða minnkað mjög framleiðslu sína. Verksmiðja Mitsubishi og Peugeot-Citroën getur framleitt 125.000 bíla ári en þar voru aðeins framleiddir 21.800 bílar árið 2013 og enn færri nú. Bílarnir Citroën C4 og Peugeot 408 eru framleiddir í Kaluga, sem og Mitsubishi Pajero Sport og Outlander. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent
Fleiri og fleiri bílaframleiðendur loka nú verksmiðjum sínum í Rússlandi, tímabundið eða alfarið. Það er hinn slæmi efnahagur þarlendis sem veldur dræmri sölu bíla. Nú hafa Mitsubishi og Peugeot-Citroën bæst í þann hóp og ætla að loka a.m.k. í nokkrar vikur. Bílasalan hjá Peugeot-Citroën svo að segja hrundi í janúar í Rússlandi og féll um 75%. Fyrirtækið seldi aðeins 898 bíla í þessum mánuði. Ekki gekk alveg eins illa hjá Mitsubishi en salan minnkaði engu að síður um 32% og nam 3.220 bílum. Í heildina féll bílasala í Rússlandi um 24% í janúar. Mitsubishi og Peugeot-Citroën framleiða bíla í sameiginlegri verksmiðju í Kaluga, 180 km suðvestur af Moskvu, og opnaði þessi verksmiðja árið 2012. Á þeim tíma var því spáð að bílasala í Rússlandi færi brátt fram úr bílasölu í Þýskalandi og tæki með því forystu sem mesta bílasöluland Evrópu. Sú hefur þó ekki orðið raunin og efnahagslægðin í Rússlandi, stríðsbröltið í Úkraínu og viðskiptaþvinganir í kjölfar þess hefur minnkað svo mjög bílasölu að hver framleiðandinn á fætur öðrum hefur stöðvað eða minnkað mjög framleiðslu sína. Verksmiðja Mitsubishi og Peugeot-Citroën getur framleitt 125.000 bíla ári en þar voru aðeins framleiddir 21.800 bílar árið 2013 og enn færri nú. Bílarnir Citroën C4 og Peugeot 408 eru framleiddir í Kaluga, sem og Mitsubishi Pajero Sport og Outlander.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent