Ferrari fjölskyldan ætlar ekki að selja Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2015 10:35 Piero Ferrari fyrir miðju. Þó svo að Ferrari muni skilja við móðurfyrirtæki sitt til langs tíma, Fiat og að 10% í Ferrari verði boðið almenningi ætla afkomendur stofnandans Enzo Ferrari ekki að selja neitt af hlutum sínum í fyrirtækinu. Piero Ferrari, sonur Enzo sagði að hann hefði engin áform um að selja hlut fjölskyldunnar, en hann nemur nú aðeins 10% af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Hann segist aldrei hafi selt neinn hlut í fyrirtækinu og að það standi alls ekki til. Piero er annar af sonum Enzo Ferrari, en hinn dó á þrítugsaldri úr MS sjúkdómnum. Enzo Ferrari dó árið 1988 og síðan þá hefur Piero haldið utanum eign fjölskyldunnar í Ferrari og þykir greinilega vænt um þann eignarhlut. Piero er enn aðstoðarforstjóri Ferrari, en eyðir flestum sínum stundum í rekstur flugvélafyrirtækisins Piaggio Aerospace sem framleiðir bæði einkaþotur og flugvélar fyrir hernað. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent
Þó svo að Ferrari muni skilja við móðurfyrirtæki sitt til langs tíma, Fiat og að 10% í Ferrari verði boðið almenningi ætla afkomendur stofnandans Enzo Ferrari ekki að selja neitt af hlutum sínum í fyrirtækinu. Piero Ferrari, sonur Enzo sagði að hann hefði engin áform um að selja hlut fjölskyldunnar, en hann nemur nú aðeins 10% af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Hann segist aldrei hafi selt neinn hlut í fyrirtækinu og að það standi alls ekki til. Piero er annar af sonum Enzo Ferrari, en hinn dó á þrítugsaldri úr MS sjúkdómnum. Enzo Ferrari dó árið 1988 og síðan þá hefur Piero haldið utanum eign fjölskyldunnar í Ferrari og þykir greinilega vænt um þann eignarhlut. Piero er enn aðstoðarforstjóri Ferrari, en eyðir flestum sínum stundum í rekstur flugvélafyrirtækisins Piaggio Aerospace sem framleiðir bæði einkaþotur og flugvélar fyrir hernað.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent