Harrison flugkappi heppinn að sleppa með skrekkinn Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2015 19:45 Stórleikarinn Harrison Ford slapp með skrekkinn þegar hann nauðlenti gamalli flugvél sinni á golfvelli í Los Angeles seinnipartinn í gær. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur nokkrum sinnum lent Boeing þotu sinni hér á landi. Harrison Ford sem er þaulvanur flugmaður hafði nýtekið á loft á gamalli einshreyfils flugvél sinni frá nálægum flugvelli við golfvöllinn þegar hreyfillinn missti afl. Hér má heyra hasarhetjuna pollrólega tilkynna um ástandið til flugumferðarstjórnar. „53178, hreyfilbilun, sný við nú þegar,“ tilkynnir Harrison í talstöðina og flugumferðarstjóri tilkynnir honum að honum sé heimilt að lenda strax. „Ég fer á braut þrjú,“ tilkynnir Harrison þá og flugumferðarstjóri staðfestir heimild hans til að lenda á þeirri flugbraut. Eins og þarna kom fram fékk Harrison Ford heimild til að lenda á tiltekinni flugbraut en hann náði ekki alla leið og lenti flugvélinni sem er frá seinni heimsstyrjöldinni á golfvellinum. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður eftir óhappið. „Flugmaðurinn tilkynnti að hann hefði misst afl á hreyfli og hann ætlaði að reyna að snúa aftur til baka til flugvallarins. Það lítur út fyrir að flugvélin hafi höggvið topp af tré áður en hún hafnaði á golfvellinum,“ sagði Patrick Jones fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa í Los Angeles. Talsmaður leikarans segir meiðsl hans hafa verið minniháttar og að hann muni ná sér að fullu. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur m.a. nokkrum sinnum millilent Boeing þotu sinni hér á landi. Fréttir af flugi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Stórleikarinn Harrison Ford slapp með skrekkinn þegar hann nauðlenti gamalli flugvél sinni á golfvelli í Los Angeles seinnipartinn í gær. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur nokkrum sinnum lent Boeing þotu sinni hér á landi. Harrison Ford sem er þaulvanur flugmaður hafði nýtekið á loft á gamalli einshreyfils flugvél sinni frá nálægum flugvelli við golfvöllinn þegar hreyfillinn missti afl. Hér má heyra hasarhetjuna pollrólega tilkynna um ástandið til flugumferðarstjórnar. „53178, hreyfilbilun, sný við nú þegar,“ tilkynnir Harrison í talstöðina og flugumferðarstjóri tilkynnir honum að honum sé heimilt að lenda strax. „Ég fer á braut þrjú,“ tilkynnir Harrison þá og flugumferðarstjóri staðfestir heimild hans til að lenda á þeirri flugbraut. Eins og þarna kom fram fékk Harrison Ford heimild til að lenda á tiltekinni flugbraut en hann náði ekki alla leið og lenti flugvélinni sem er frá seinni heimsstyrjöldinni á golfvellinum. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður eftir óhappið. „Flugmaðurinn tilkynnti að hann hefði misst afl á hreyfli og hann ætlaði að reyna að snúa aftur til baka til flugvallarins. Það lítur út fyrir að flugvélin hafi höggvið topp af tré áður en hún hafnaði á golfvellinum,“ sagði Patrick Jones fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa í Los Angeles. Talsmaður leikarans segir meiðsl hans hafa verið minniháttar og að hann muni ná sér að fullu. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur m.a. nokkrum sinnum millilent Boeing þotu sinni hér á landi.
Fréttir af flugi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira